blaðið - 15.12.2006, Síða 59

blaðið - 15.12.2006, Síða 59
blaðið FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 5 9 Óvæntur gestur gekk inn á miðbæjarknæpuna Dillon á miðvikudag þar sem hljómsveitin Benny ] Crespo’s Gang var ’ að stilla upp fyrir tónleika kvöldsins. Meðlimir sveitarinnar sáu ekki betur en að sjálfur Tom Cruise væri mættur á svæðið, en hann spurði kurteislega hvort tónleikar væru í gangi. Meðlimir sveitarinnar litu með undrun á nýgiftu stjörnuna úr Mission: Im- possible-myndunum og svöruðu neitandi. Hann þakkaði þá fyrir upplýsingarnar og gekk út. Allir sem inni voru horfðu gapandi á eftir honum en undruðust svo hversu smár leikarinn er, hann er ekki mikið hærri en 160 senti- metrar. Annars er Benny Crespo’s Gang á fullu þessa dagana að klára breiðskífuna sem sveitin hyggst gefa út á næsta ári í sam- starfi við Cod Music útgáfuna. Gengið spilar næst á jólatón- leikum útvarpsstöðvarinnar X-ið 977 en við bókun þeirra tónleika kom babb í bátinn. Trommari sveitarinnar, Bassi, var búinn að skipuleggja ferð austur á land þar sem hann hugðist slaka á ásamt fjölskyldu sinni sem telur meðal annars bráðmyndarlega nýfædda dóttur. Máni á X-inu tók ekki í mál að sveitin gæti ekki spilað og lofaði að splæsa í flug undir kappann, fram og til baka! Orðspor stúlknasveitarinnar Nylons hefur vaxið dag frá degi frá því að sveitin hóf innrás sína inn á breskan tónlistar- markað. Verið er að skoða möguleikann á tónleikaferð með stúlknasveitinni Sugababes sem er stærsta stúlknasveit Bretlands og með þeim stærri í heiminum. Nylon hefur þegar spilað með mörgum af vinsæl- ustu sveitum Bretlands eins og McFly og Girls Aloud. Tilnefningar til íslensku tónlist- arverðlaunanna vekja furðu margra. Sú ákvörðun að fækka fjölda tilnefninga í hverjum flokki úr fimm niður í þrjár þykir mjög furðuleg og tilnefn- ingarnar sjálfar eru af mörgum taldar út í hött. Lay Low er til að mynda tilnefnd (fjórum flokkum, sem hún á að flestra mati skilið, en hún er ekki tilnefnd sem bjart- asta vonin - þrátt fyrir að hafa aðeins starfað í tæpt ár og gefið út eina söluhæstu jólaplötuna. Þá vekur furðu að Ragnheiður Gröndal skuli ekki vera tilnefnd en hún þykir toppa sjálfa sig á plötunni Þjóðlög sem 12 tónar gáfu út fyrir skömmu. VfPlESTW Einn af öðrum tínast spennusagnaJho^i0ff^^*WjfE>m^íiríingarhúsi^ á aðventunni og skjóta áhlýðendum,$Mlki:b'fi^gu-;m/$'hfoíh>'ekiandi upplestri úr nýjum verkum sínunyt ' - ^^ ' V . \ . 12.12 Arnaldur Indriðason Kottungsbók Ingvar E. Sigurðsson les. 13.12 Ævar Örn Jósepsson Sá yðar sem syndlaus er 14.12 Stefán Máni Skipið 15.12 : Stella Blómkvist :: Morðið í Rockville. \ • Ólafía Hrönn Jónsdóttir les. 16.12 Bragi Ólafsson Sendiherrann 17.12 Einar Hjartarson Nehéz 18.12 Steinar Bragi j Hið stórfenglega j leyndarmál Heimsins 19.12 j Sigurjón Magnússon : Gaddavír 20.12 21.12 22.12 23.12 Árni Þórarinsson og Páll | : Bjarni Klemenz j Jökull Valsson j Yrsa Sigurðardóttir Kristinn Pálsson j j Fenrisúlfur Skuldadagar j Sér grefur gröf Farþeginn. Þjóðmenningarhúsið Hverfisgötu 15, sími: 545 1400 www.thjodmenning.is --- Sýningar - leiðsögn - veitingar - verslun ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ Opið daglega frá kl. n tll 17 Óknyttalegt tilboð á blóðrauðri rauðrófusúpu eða súpu dagsins á veitingastofunni Matur og menning. Jólakort hússins, bækur og forvitnileg hollusta til sölu í versluninni. MEÐ EYRIRVARA UM FORFÖLL > t

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.