blaðið - 15.12.2006, Page 63

blaðið - 15.12.2006, Page 63
blaðiö FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 63 Simpsons í sérflokki The Simpsons sópuðu að sér tilfnefningum þeg- ar Handritshöfundabandalag Bandaríkjanna tilnefndi bestu sjónvarpsþættina. Teiknimynd- aserían langlífa fékk fjórar tilnefningar, fleiri en nokkur önnur sjónvarpsþáttaröð. Næst kom The Office sem fékk þrjár tilnefningar. Þrír þættir fengu tvær tilnefningar. Það eru Lost, Studio 6o on the Sunset Strip og 30 Rock sem er eina nýja þáttaröðin sem fékk tilnefningu þetta árið. The Simpsons gefa reyndar dálítið eftir frá í fyrra. Þá fengu aðstandendur þáttanna allar sex til- nefningarnar sem voru veittar í flokki teiknimynda. Nú fengu Who’s your Daddy og King of the Hill hvor sína tilnefninguna. Ræðurðu við fimmta bekk? Mark Burnett, sem hefur gert það gott með Survivor og fleiri þáttum, er kom- inn með nýjan spurningaleik í gang sem hann treystir á að eigi eftir að slá í gegn. Nú býðst fólki að reyna sig á spurningum úr námsefni úr fyrstu fimm bekkj- um grunnskólans og getur fengið aðstoð fimmtubekkinga ef þeir lenda í vandræðum. Nýju þættirnir heita „Ertu gáf- aðri en fimmta bekkjar nemandi?" og hefur Fox pantað átta þætti til að meta hvort það er framtíð í þáttunum. Hver þáttur verður byggður þannig upp að fullorðinn keppandi tekur sér sæti í kennslu- stofu með fimmta bekkjar nemum. Hann fær 100 þúsund dollara til að byrja með og þarf síðan að leggja undir við hverja spurningu. Ef vel gengur getur keppandinn unnið allt að milljón dollara, andvirði um 70 milljóna króna. Viti kepp- andinn ekki svarið getur hann leit- að til nemendanna. Kl. 20.10 RÚV Kasper fer á kreik Kasper fer á kreik (Casper’s Haunted Christmas) er kanad- ísk teiknimynd frá 2000 eftir Owen Hurley. Kibosh, yfirboðari allra drauga, mælir svo fyrir að góði draugurinn Kasper verði að hrella að minnsta kosti eina manneskju fyrir jól. Kasper fer til bæjarins Kriss í Mass- achusetts þar sem hann hittir Jollimore-fjölskylduna og hefst handa við ætlunarverk sitt. En af því að Kasper er hinn vænsti draugur á hann erfitt með að hrekkja nokkurn mann. Drauga- þrenningin fær nóg af góðsemi hans og ræður með leynd tví- fara hans og frænda til að vinna verk hans en útkoman úr því verður sprenghlægileg. Kl. 20.30 Stöð 2 X-Factor Fimmti þáttur af tuttugu í söng- hæfileikakeppni þar sem kepp- endur eru á öllum aldri, frá 16 ára og upp úr. Einstaklingar og hópar taka þátt f keppninni og reyna að sannfæra dómarana Einar Bárðarson, Ellý og Pál Óskar um að þeir eigi erindi í sjálfa úrslitakeppnina sem fram fer í Smáralindinni. Tólf atriði komast í úrslit og munu dómar- arnir skipta þátttakendum jafnt á milli sín og aðstoða þá við að komast alla leið. Hver verður næsta poppstjarna Islands? Hver er með x-faktorinn? Kynnir er Halla Vilhjámsdóttir. Kl. 22.10 Stöð 2 Dagbók brjálaðrar konu Rómantísk gamanmynd um konu sem lendir í því eftir langt og hamingjusamt samband að maðurinn fer frá henni og hún stendur eftir ráðþrota og óhamingju- söm. Hún gengur hálfpartinn af göflunum, hefur nýtt líf og fær ömmu sína til að hjálpa sér til að ná sér niðri á eiginmann- inum. En þegar hann lendir í lífshættu og þarfnast hjálpar hennar verður hún að gera upp við sig hvort hún geti fyrirgefið honum. Aðalhlutverk: Shemar Moore, Steve Harris, Kimberly Elisa. Leikstjóri: Darren Grant. 2005. Leyfð öllum aldurshópum. >-

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.