blaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 2

blaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2007 blaöió Icelandair Group Finnur selur og hættir í stjórn FS-7, félag í eiguFinns Ingólfs- sonar, stjórnarfor- manns Icelandair Group, seldi í gær 15,5 prósenta hlut sinn í félaginu. í tilkynningu til Kauphallarinnar kom fram að fjárfestingarfélagið Máttur hefði keypt hlut í Icelandair, en Einar Sveinsson er stjórnarmaður í Mætti og Icelandair. í framhaldi af viðskiptunum læturFinnur af stjórnarformennsku. Meðalgengi viðskiptanna var 31,5 á hvern hlut. Finnur segir að framundan hjá sér séu fjölmörg verkefni á sviði fjárfestinga og sum þeirra afar spennandi. „Ég kveð félagið með þakklæti í huga og horfi spenntur til nýrra verkefna.“ Hann segir að hið góða verð sem boðið var end- urspegli betur en nokkuð annað hversu eftirsóknarverður fjárfest- ingarkostur Icelandair Group sé orðinn. aí Finnur Ingólfsson Ráðherra vill leysa deiluna um kostnað við tónlistarskóla með lögum Ríkið borgi framhaldsnám Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp að lögum um tón- listarskóla á næsta þingi. Ráðherra tilkynnti þetta í ræðu sinni á fundi Samtaka skólastjóra tónlistarskóla á Bifröst í gær. Verði frumvarpið að lögum munu sveitarfélög annast kennslukostnað vegna tónlistarfræðslu á grunn- og miðstigi, en ríkið mun áfram annast kostnað á framhaldsstigi með sam- bærilegum hætti og er í almenna skólakerfinu. Með þessu vonast ráðherra til að leysa þann hnút sem verið hefur í samskiptum ríkis og sveitarfélaga á undanförnum árum vegna deilna um greiðslu kostnaðar við listmenntun. Má samreka tónlistarskóla í máli Þorgerðar Katrínar kom einnig fram að heildarendurskoðun á grunnskólalögum sé lokið og hefur nefnd skilað drögum að frum- varpi. Það gefur sveitarfélögum meðal annars heimild til samrekst- urs leikskóla, grunnskóla og tónlist- arskóla. Mörg sveitarfélög, einkum þau minni, hafa lengi þrýst á um slíkan samrekstur. Það hefur ekki fengist þar sem óheimilt er að ráða einn stjórnanda yfir slíkri stofnun. magnus@bladid.net Menntamálaráðherra Þorgerður Katrín ætlar að ráðast í heildarúttekt á kennslu í listgreinum í grunn- og framhaldsskólum. Átti símafund með Livni Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra átti fyrr í vikunni síma- fund með Tzipi Livni, utanríkisráðherra ísraels. Þær starfssysturnar hittust á löngum fundi í ferð Ingibjargar til Mið-Austurlanda í júlí síðastliðnum. Að sögn Kristrúnar Heimisdóttur, aðstoðarmanns utanríkisráðherra, var símafundurinn liður í samskiptum og samböndum sem komust á i ferð hennar til ísraels, palestínsku sjálfstjórnarsvæðanna og Jórd- aníu. Hún segir ennfremur að ráðherra leggi áherslu á símafundi til að rækta samband við erlenda ráðamenn til að halda ferðalögum í lágmarki. Alstuldur hjá Norðuráli Starfsmanni hjá Norðuráli hefur verið vikið tímabundið úr starfi eftir að hafa verið gripinn við að reyna að stela hálfu tonni af áli. Var starfsmaðurinn búinn að setja framleiðsluafurð fyrirtæk- isins í bíl sinn þegar komst upp um hann. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni á Borgarnesi. Þetta kemur fram á fréttavef Skessuhornsins. Farice óvirkur í nótt Áætlað er að samband rofni um FARICE-i-sæstrenginn í um tvo klukkutíma einhvern tíma á milli fjögur og sjö í nótt, aðfaranótt sunnudags. Þetta er vegna vinnu þjónustuaðila Farice við ljósleið- arastreng í Skotlandi. Viðskipta- vinir Farice eru almennt einnig tengdir um CANTAT-3-sæstreng- inn, og er því ekki búist við alvar- legum truflunum á fjarskiptum vegna þessa rofs. Sjálfstæðisflokkur höfuðandstæðingur Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, sagði Sjálfstæðisflokkinn vera höfuð- andstæðing Vinstri grænna í framsöguræðu sinni við upphaf flokksráðsfundar Vinstri grænna á Flúðum í gær. Steingrímur gagnrýndi einnig Samfylkinguna og sagði það marka tímamót að Samfylkingin hefði sagt sig frá því verkefni að vera mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn. Hann sagði Samfylkinguna bæði hafa skort úthald og kjark og að Vinstri grænir séu nú eini flokkurinn sem geti tekið það verkefni að sér. Launalaust leyfi eða hlutastarf ■ Fólkið sem hefur verið sagt upp getur komið aftur til starfa í apríl 2008 ■ Reiði meðal flugfólks hjá Icelandair Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@bladid.net Flugfólki hjá Icelandair verður boðið að taka launalaust leyfi eða minnka við sig starfshlutfall í tilraun til að fækka þeim 64 upp- sögnum sem ákveðnar hafa verið. Uppsagnirnar náðu til 25 fastráð- inna flugmanna og 39 fastráðinna flugfreyja. Að óbreyttu má búast við því að einstaklingunum, sem þegar hefur verið sagt upp, standi til boða að koma aftur til starfa hjá flugfélaginu í apríl á næsta ári. Var þessi ákvörðun tekin á sameigin- legum fundi Icelandair og stéttarfé- laga flugfólks á miðvikudag. Samkvæmt heimildum Blaðsins er mikil ólga meðal flugfólks hjá Icelandair vegna uppsagnanna. Ríkir mikil reiði vegna þeirra og óttast margir um stöðu sína hjá flugfélaginu. Óvíst me ð frekari uppsagnir Jón Karl Ólafsson, forstjóri Ice- landair, segir að þetta sé ekki gert til að koma í veg fyrir frekari upp- sagnir heldur sé flugfólki vanalega boðin leið sem þessi þegar kemur að uppsögnum. Segir hann að fleiri uppsagnir liggi ekki fyrir sem stendur en það ráðist af stöðu verk- efna félagsins. Sigrún Jónsdóttir, formaður Flug- freyjufélags íslands, segir að þegar 'WMUHmi lcelandair Stjórnendur þurfa að rifa seglin og segja upp tugum starfsmanna vegna samdráttar I alþjóðlegu leiguflugi. ICELANDAIR ► Yfir sumartímann starfa um það bil 1000 manns hjá félaginu en um 700 yfir vetr- artímann. ► Er með í rekstri samtals 17 Boeing 757 þotur, þar af þrettán B757-200, eina B757-300 og þrjár B757-200 fraktþotur. Einnig er félag- ið með tvær Boeing 767 í rekstri. þeim var tilkynnt um uppsagn- irnar hafi það verið tillaga þeirra að flugfólki væri boðið að taka launalaust leyfi eða minnka við sig starfshlutfall. Sigrún segist eiga von á því að Ice- landair haldi opinn fund þar sem þessi mál verða kynnt og rædd. Jóhannes Bjarni Guðmundsson, formaður Félags íslenskra atvinnu- flugmanna, vildi ekki tjá sig um málið og sagðist ekki hafa sérstaka skoðun á því. ► í maí síðastliðnum var flug- freyjum fækkað um eina á flugleiðum til Bandaríkj- anna. ÞEKKIR ÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net VEÐRIÐ í DAG Kólnar Vestan og síðar norðan 8-13 m/s, en lítið eitt hvassara syðst og við norðurströndina. Rigning eða skúrir, einkum fyrir norðan, en þurrt suðaustanlands. Fer að létta til sunnan- og vestanlands annað kvöld. Heldur kólnandi veður. ÁMORGUN Næturfrost Norðan 5-10 m/s, en hægari síðdegis. Bjart- viðri vestantil á landinu, en annars skýjað með köflum og skúrir. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast suðvestanlands, en sums staðar næturfrost. Noregur Sakaður um rasisma Norskir stjórnmálamenn, sem hafa látið sig málefni innflytj- enda varða, saka Svenn Kristi- ansen, borgarstjóra Óslóar, um rasisma og segja hann óhæfan til að gegna stöðu borgarstjóra vegna ummæla sem hann hefur látið falla í fortíðinni. Árið 2002 sagði Kristiansen að margir múslímar sem hefðu flust til Noregs væru trúrri ís- lam en Noregi, og fór fram á að múslímskir innflytjendur sem sæktust eftir ríkisborgararétti myndu sverja Noregi hollustu- eið. aí Leiðrétt Ritstjórn Blaðsins vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. VÍÐA UM HEIM Algarve 26 Halifax 22 New York 23 Amsterdam 17 Hamborg 16 Nuuk 5 Ankara 36 Helsinki 13 Orlando 25 Barcelona 26 Kaupmannahöfn 16 Osló 14 Berlín 17 London 20 Palma 25 Chicago 24 Madrid 28 París 21 Dublin 18 Mílanó 22 Prag 19 Frankfurt 20 Montreal 15 Stokkhólmur 15 Glasgow 17 Munchen 18 Þórshöfn 10

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.