blaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 4

blaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 4
FRETTIR LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2007 blaðiö Áfall fyrir fjölskylduna Sumarbústaður Gunnars I. Birg- issonar, bæjarstjóra Kópavogs, í Grímsnesinu brann til grunna í gær- morgun. Gunnar telur að bústaður fjölskyldunnar sé ónýtur. „Þetta er okkar griðastaður og er bruninn mikið áfall fyrir fjölskyld- una. Við notum hann mikið og förum þangað nánast um hverja helgi.“ Gunnar segir að fjölskyldan hafi verið í bústaðnum síðastliðinn sunnudag og var stefnt á að fara þangað um helgina. „Þetta var lítill og notalegur sumarbústaður. Finnst mér mjög leiðinlegt að þetta hafi komið fyrir en svona er lífið.“ Fjölskyldan hefur átt sumarbú- staðinn frá árinu 1994. Reykurinn frá bústaðnum sást frá Selfossi en hann stendur rétt hjá vegamótum Biskupstungnabrautar og Þingvalla- vegar. Málið er í rannsókn hjá lög- reglu en ekki fékkst uppgefið hvort um íkveikju hafi verið að ræða. hbv ■«««■>- ....... ii'iiiiiiniiiimn Norræna Mikill fjöldi ferðamanna kemur I til íslands með Norrænu á ári hverju. LINE Reksturinn Búið er að tryggja rekstrargrund- völl Smyril Line til lengri tíma að sögn Andreas Róin, framkvæmda- stjóra félagsins. Smyril Line er eig- andi farþega- og fraktskipsins Nor- rænu. Færeyska fjárfestingafélagið Royndin hefur sett nærri 60 millj- ónir íslenskra króna inn í félagið, auk þess sem búið er að endurfjár- magna öll helstu lán Smyril Line. Rúmlega 230 milljóna króna skuld félagsins við Blue Water Shipping hefur verið breytt í hlutafé og tvö langtímalán frá þýskum bönkum hafa verið framlengd til 10 og 15 ára. Félagið hafði verið rekið með halla um árabil, allt þar til í fyrra þegar 20 milljóna króna hagnaður tryggður varð af starfseminni. „Sökum fjár- hagsstöðu fyrirtækisins undan- farin ár hefur ekki verið hægt að skipuleggja fram í tímann. Þess í stað hefur reksturinn snúist um að halda félaginu á floti. Með nýju fjár- magni er hægt að skipuleggja þrjú, fimm eða jafnvel átta ár fram í tím- ann,“ segir Róin. Færeyska félagið Framtak er stærsti hluthafi Smyril Line með 31 prósents eignarhlut, en þar á eftir kemur TF Holding frá Færeyjum með 20 prósent. Af íslenskum fjárfestum eiga Austfar og Byggða- stofnun á milli 6 til 7 prósenta hlut í félaginu. magnus@bladid.net Nýr bæklingur LAURA ASHLEY Faxafeni 14 1 108 Reykjavík 1 sími 5516646 íslensk umferð 1 samantekt undirstofn- unar OECD kemur fram að hlutfallslega verða mun fleiri banaslys í umferðinni hérlendis en í nágrannalöndum okkar ef miðað er við látna einstaklinga á hvern milljarð ekinna kílómetra. Blaðið/ómar Hlutfallslega fleiri látast á Islandi ■ Samantekt OECD sýnir að fleiri látast hlutfallslega í umferðinni á íslandi en í nágrannalöndunum ■ Úrtakið á íslandi sagt of lítið Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@bladid.net Mun fleiri deyja í umferðinni á ís- landi en í nágrannalöndum okkar ef miðað er við fjölda látinna á hvern milljarð ekinna kílómetra. Þetta kemur fram í samantekt Int- ernational Road and Traffic Datab- ase (IRTAD) sem er rekin á vegum Efnahags- og framfarastofnunar- innar (OECD). I samantekt hennar frá árinu 2005 segir að sextán manns látist að jafnaði á hvern milljarð ekinna kílómetra hérlendis og eru ein- ungis fjögur lönd af 28 með hærri dánartíðni samkvæmt þessari mæl- ingu. Þau eru Grikkland, Tékkland, Suður-Kórea og Slóvenía. Margfalt færri látast í umferðinni annars staðar á Norðurlöndum sam- kvæmt mælikvarðanum. I Noregi látast til dæmis 6,1 á hvern milljarð ekinna kílómetra, eða rúmlega 60 prósentum færri en á íslandi. Meðaitalið færir okkur neðar í samantektinni eru gildi frá ár- inu 2000, sem var eitt það banvæn- asta í íslenskri umferð frá upphafi. Það ár urðu 32 banaslys, einu fleira en í fyrra. Ef tekið er meðaltal lát- inna í íslensku umferðinni frá árinu 1980 kemur í ljós að 23 hafa látist að jafnaði á hverju ári. Það gildi myndi færa Island aðeins neðar á listanum en við við yrðum þó enn meðal tíu banvænustu ríkjanna. 1 þeim löndum þar sem hrað- brautir eru virðast mun færri látast á þeim en öðrum vegum. í Sviss látast til dæmis 6,5 manns á hvern milljarð ekinna kílómetra en ein- ungis 1,1 af þeim lætur lífið í slysum sem gerast á hraðbrautum. Ef miðað er við Norðurlönd kemur í ljós að einungis um þriðjungur banaslysa í Danmörku á sér stað á hraðbrautum og fjórðungur í Finnlandi. íslenska úrtakið lítið Gunnar Geir Gunnarsson, verk- efnastjóri slysaskráninga hjá Um- ferðarstofu, segir eðlilegt að Island sé ofarlega á listanum vegna þess að viðmiðunarárið var mjög slæmt ár. „Ef við myndum til dæmis taka árið í ár myndum við örugglega vera með einna bestu gildin. Úrtakið hérna er svo ofboðslega lítið að það munar kannski helmingi á slæmu og góðu ári hjá okkur á meðan það munar kannski í mesta lagi fimm prósentum í öðrum löndum. Árið í fyrra og árið 2000 voru mjög slæm ár og þar af leiðandi er öll tölfræði frá þessum árum sérstaklega óhag- stæð. Ef við miðum við meðaltalið þá fáum við náttúrlega mun gæfu- legri samanburð." Hann segir erfitt að draga álykt- anir af samanburði við banaslys á hraðbrautum vegna þess að Umferð- arstofa lítur svo á að engin slík sé til á Islandi. „Hraðbrautir eru yfirleitt miklu beinni en vegir á Islandi. Þær eru reistar og ná beint frá A til B. Við eigum raunverulega ekkert sem er sambærilegt við hraðbraut, ekki einu sinni Reykjanesbrautina, því hún er lögð ofan á jörðina eins og hún er með öllum sínum beygjum, hæðum og hólum.“ LÁTNIR Á HVERN MILLJARÐ EKINNA KÍLÓMETRA Grikkland Allir vegir 26,7 Hraðbrautir ísland (meðaltal)** Allirvegir 11,.9 Hraðbrautir Danmörk Allir vegir 7,7 Hraðbrautir 2,6 Tékkland 25,6 7,2 írland 10,9 Holland 7,7 2,1 Suður-Kórea 18,3 Japan 10,9 4,0 Finnland 7,3 1,9 Slóvenía 16,6 7,5 Frakkland 9,6 2,7 Sviss 6,5 1,1 ísland (2000)* 16,0 Bandaríkin 9,4 5,2 Bretland 6,4 2,1 Portúgal 15,1 Austurríki 9,3 4,8 Svíþjóð 6,5 2,5 Ungverjaland 14,0 Kanada 8,6 Noregur 6,1 Nýja Sjáland 12,4 Ástralía 8,0 Belgía 11,5 4,8 Þýskaland 7,8 3,1 * Viðmiöunaráriö sem notast er viö (samantektinni er árið 2000, en þá létust 32 í umferðinni á íslandi. **23 létust í umferöinni á íslandi aö meðaltali á tímabilinu 1980-2006. FYRIR KARLA OG KONUR AD HEFJAST Skráning hafin i öiíum siöóvum iSF, með tölvuposti á simi@isf.is og ísíma 5615700 SPA & FITNESS WWW.ISF.IS

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.