blaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 16

blaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2007 blaðió blaði Útgáfufélag: Árvakur hf. Ritstjóri: Ólafur Þ. Stephensen Fréttastjórar: Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Ritstjómarfulltrúi: Elín Albertsdóttir Slátrum meðal- mennskunni Það eru skemmtilegar fréttir að Bændasamtökin skoði nú möguleika á að bændur geti slátrað búfénaði heima og selt kjötið með löglegum hætti. í frétt í Blaðinu í gær sagði Árni Jósteinsson, starfsmaður Bændasamtak- anna, að í heimaslátrun væru fólgin tækifæri tengd matarferðamennsku. Bændur gætu þá jafnvel boðið ferðamönnum upp á að fylgjast með ferli kjötsins alla leið á diskinn, ffá haga til maga, eins og það er orðað. Ef hugmyndin kemst í ffamkvæmd er það ein af leiðum íslenzks land- búnaðar út úr miðstýringunni og meðalmennskunni, sem því miður ein- kennir atvinnugreinina í of ríkum mæli. Einstakir bændur og bú hafa ekki náð að skapa sér nafn fyrir gæða- afurðir. Hvort heldur er, gæðakjöt eða mjólk, fer beint í stóra pottinn með afurðum ffá þeim, sem vanda sig kannski minna við ffamleiðsluna. Neyt- andinn hefur iðulega ekki hugmynd um hvaðan varan kemur, hvaða að- ferðum var beitt við framleiðsluna eða hvernig hugsað var um skepnurnar, sem afurðin kemur af. Víða í nágrannalöndunum er matarferðamennska eða landbúnaðar- ferðamennska (Italir tala t.d. um agroturismo) í mikilli sókn og á sér raun- ar langa hefð. Hægt er að heimsækja bændur, smakka á afurðum þeirra og kaupa af þeim beint. Þeir, sem þekktir eru fyrir gæðaafurðir, skipta beint við neytandann og losna við milliliðakostnað. Væntanlega fá þeir þá meira í eigin vasa fyrir vöruna. Auðvitað þarf að vera effirlit með aðbúnaði og hreinlæti við heimaslátr- un. En allar aðstæður eru gjörbreyttar ffá því sem áður var hvað varðar húsnæði og tækjabúnað bænda. Sama má segja um mjólkurframleiðslu. Bændur, sem ffamleiða gæðamjólk sem inniheldur mjög lítið af gerlum mega ennþá sæta því að afurðin þeirra sé sett í stóran tank með mjólkinni ffá öllum hinum og gerilsneydd. Af hverju mega gæðabúin ekki selja beint til neytenda, ógerilsneydda mjólk eins og hún kemur úr kúnni? Breytingar af þessu tagi eru auðvitað ekki bara nauðsynlegar fyrir land- búnaðinn, heldur efla þær ferðamennsku og bæta lífsgæði Islendinga. Margir fara í ferðalög til útlanda og njóta þess að kaupa matvöru, sem tengist viðkomandi svæði. Ef stanzað er á benzínstöð í grennd við Dijon í Frakklandi má ganga að því sem vísu að þar sé hilla með tugum sinn- epstegunda, fyrir utan vínið, pylsurnar og allt hitt, sem héraðið framleiðir. A íslenzkri benzínstöð geta menn valið um pulsu, hamborgara eða kart- öfluflögur. Það er engu líkara en við skömmumst okkar fyrir íslenzka mat- arhefð. Bændur eiga þakkir skildar ef þeim tekst að rífa sig upp úr meðal- mennskunni og miðstýringunni og bæta eigin afkomu, um leið og þeir ýta undir fjölbreytta og þjóðlega matarmenningu. Ólafur Þ. Stephensen SÆKTU LEIÐARANN A WWW.MBL.IS/PODCAST Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjóm & auglýsingan Hádeg'ismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net auglysingar@b!adidnet Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins ALLIR DAGAR ORÐLAUSLIFIÐ Auglýsingasíminn er 510 3744 blaðið= ÍS ÍR EKKEt^t Ht?ÆT)dufi vid t^RÓyuKlRATA EiWS 0& YKKUR Stóou ^SfWl,YLHa Framsókn við Amazon Sit hér á bökkum Amazon í Perú og leita að framsóknar- mönnum. Eitthvað var vinur minn séra Baldur Kristjánsson að henda gaman að þessu í blöðum heima og einhverjir telja sjálfsagt að þetta sé meiningarlaust hjal í okkur, svokallað grín. En stað- reyndin er að mér leiðist yfirleitt grín sem er meiningarlaust og það fylgir þessu því giska mikil alvara. Hefi lengi vitað að það er hvorki hægt að skilja íslenska sögu né samtíð án þess að ferðast um og horfa til annarra þjóða. Og það sem við þurfum mest á að halda eru ekki endalausar ferðir til Dan- merkur eða Brussel heldur að sjá siði þjóða sem teljast vera langt á eftir okkur í efnahagslegu tilliti. Því það er stutt síðan við vorum allra þjóða fátækastir og þegar ég heyri Vesturlandabúa fitja upp trýnið hér yfir bágu hreinlæti þeirra manna sem baða sig í fljótinu verður mér hugsað til hinnar íslensku baðstofumenn- ingar. Og kannski ekki nema von að sumir telji að við höfum eitt- hvað fram að færa þessu fólki sem tekist hefur svo miklu miður í sinni framþróun síðustu 100 ár- in... Skortur á framsóknarmennsku Hvað gerðum við rétt og þeir rangt? Vorum við ekki skríðandi í torfkofum fyrir 150 árum, sann- færðir um að vera aumastir allra, vesælli en allt? Það var þá sem skáldið orti, hvar er þín fornaldar frægð, frelsið og manndáðin best! Við trúðum ekki á okkur sjálf en smám saman tókst Fjölnismönn- um og vormönnum Islands að vekja þessa þjóð með vísan í löngu liðna frægð og gullöld. Það er velsæld samtímans að þakka að ég hefi getað leyft mér að eyða mánuðum af mínu lífi meðal fátækra í Keníu, Indlandi, Palest- ínu, Marokkó og nú síðast hér við Amazon. Og margt er af þessu fólki að læra en allt býr það samt við sömu brotalömina. Brotna sjálfsmynd í heimi þar sem sá hvíti er talinn bestur, heimur hans og lendur betri. Jafnvel að hann einn geti komið til hjálpar. Við getum auðvitað talið okkur trú um að það þurfi að hjálpa mennafélögin sem börðu með góðu og illu inn sjálfstrausti hjá brotinni þjóð. Skólastofnanir á borð við skóla Sigurðar Greips- sonar í Haukadal sem stofnaður var um það að kenna ungum mönnum að ganga uppréttir. Og þó vitum við það sem skiljum anda ungmennafélaganna og lýð- skólahreyfingarinnar að hvoru- tveggja verður að eiga sér upphaf og uppruna innan samfélaganna, ekki sem aðstoð utanfrá. Framsóknarhugsun í farvatninu Heimurinn er allur að skreppa saman, verður minni og hverskyns alþjóðavæðing verður meiri. Við sitjum á kaffihúsum í myrkviðum Amazon og getum gert það sama og við tölvuskjáinn í stórborg Vestanhafs. En um leið gera menn sér betur grein fyrir verðmætum hins sérstæða. Þeim endalausu verðmætum sem felast í hinu þjóðlega. Ekkert getur orðið jafn dýrmætt fátæku fólki eins og ein- mitt það að heyra að rímnasöngur afa þess eða læknismixtúra ætt- bálksins séu merkilegt framlag til hins tæknivædda samtíma. Aðgöngumiði hins smáa inn í alþjóðasamfélagið er einmitt hinn framsóknarlegi og þjóðlegi arfur og með hann að vopni eru okkur allir vegir færir, hvort sem við er- um úr Hreppunum eða Amason- frumskóginum. Skrifað í Helicona við Amazon 24. ágúst, stytt og aðlagað á Sól- bakka. Höfundur er alþingismaöur og bóksali á Sólbakka á Selfossi VIÐHORF Bjami Harðarson þessu fólki að grafa brunna eða bólusetja það og allt það starf er af góðum hug unnið. En þó verra en heima setið, því staðreyndin er að hvorutveggja gat þetta fólk vel gert sjálft og því er enginn greiði gerð- ur með því að tekið sé fram fyrir hendurnar á því. Þvert á móti elur það enn á vanmetakenndinni sem getur dregið hið drengilegasta fólk í svaðið. Ef eitthvað vantar í lönd þessi eru það félög á borð við ung- KLIPPT OG SKORIÐ thygliverð eru um- mæli Árna Jósteinssonar hjá Bændasamtök- unum varðandi heimaslátrun bænda í Blaðinu í gær. Segir Árni þar að aukinn áhugi sé hjá bændum á að selja kjötvörur beint af kúnni ef svo má segja. Segist Árni þó ekki reikna með að heimaslátrun geri vöruna ódýrari fyrir neyt- endur. Vissulega er kostnaður samfara því að uppfylla heil- brigðiskröfur vegna slátrunar en bændur hafa um langt skeið agnúast út í stóra hlutdeild milliliða og verslana þegar hátt kjötverð hér á landi hefur borið á góma. Lækki verð ekki um- talsvert við eigin slátrun þeirra eru þau rök fokin út í veður og vind. Hver höndin er upp á móti annarri þegar kemur að verndun húsa við Laugaveginn í höf- uðborginni og jafnvel innan sömu flokka. I fyrradag sam- þykkti borgarráð að heimila niðurrif húsa númer 4-6 í þeirri ágætu götu og báru mótbárur F listans, Vinstri grænna og full- trúa Samfylkingar engan árang- ur. Taldi samfylkingarfulltrúinn, Oddný Sturludóttir, réttast að endurgera húsin enda vel hægt að sameina upp- byggingu og verndun götu- myndarinnar. Það er nokkuð á skjön við ummæli Dags B. Eggerts- sonar, samflokksmanns henn- ar, fyrir rúmu ári þegar hann var ennþá formaður skipu- lagsráðs. Þá sagði Dagur að vert væri almennt að reyna að vernda götumyndir en það væri býsna erfitt í þessu til- felli þar sem það skapaði kaupmönnum mikinn og kostnaðarsaman vanda. albert@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.