blaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 8

blaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 8
8 FRETTIR LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2007 blaöiö Sænski miðflokkurinn Tíu ar liðin frá dauða 0101111 pnnsessu Vilja lækka skatt á áfengi Miðflokkurinn í Svíþjóð vill að skattur á áfengi verði lækk- aður. í umræðum um málið sagði þingmaðurinn Sofia Larsen að lækkun skattsins væri leið til að vinna gegn ólöglegri sölu á áfengi til unglinga. Kenneth Johansson, formaður félagsmálanefndar sænska þingsins, er mótfall- inn tillögunni og segir aukið aðgengi fjölga valdamálum tengdum áfengisneyslu. Kristi- legir demókratar eru nú eini ríkisstjórnarflokkurinn sem vill halda í áfengisskattinn. ai Besta mamma í heimi Bretar minntust þess í gær að tíu ár voru liðin frá dauða Díönu prinsessu. Minningarathafnir voru haldnar víða um Bretland, auk þess sem sérstök minningarguðsþjón- usta var haldin í kapellu við bresku konungshöllina, Buckingham-höll. Harry prins, yngri sonur Díönu og Karls Bretaprins, sagði í minningar- orðum sínum að Díana hefði verið besta móðir í heimi og að hún hefði veitt honum og mörgum öðrum mikla ánægju. Dauði hennar hafi verið ólýsanlega hörmulegur og sorg- legur. Biskup Lundúnaborgar sagði að nú væri kominn tími til að leyfa Díönu að hvíla í friði. Guðsþjónustuna sóttu meðal ann- arra synir Díönu, Vilhjálmur og Harry, Elísabet Bretadrottning og Fil- ippus prins, Karl Bretaprins, Gordon Brown forsætisráðherra og fyrrum forsætisráðherrarnir John Major og Tony Blair. Camilla Parker-Bowles, eiginkona Karls Bretaprins, sótti ekki athöfnina, þar sem hún óttað- ist að nærvera hennar myndi draga athyglina frá minningarathöfninni sjálfri. Díana lést ásamt ástmanni sínum, Dodi al-Fayed, og bílstjóranum Henri Paul þegar Mercedes-bíll þeirra skall á vegg í Pont de l’Alma- undirgöngum í París þann 31. ágúst 1997. Díana varð 36 ára gömul. atlii@bladid.net Díönu minnst Bisk- up Lundúnaborgar sagði tíma vera kom- inn til að leyfa Díönu að hvíla i friði. Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartaskjúklinga HjartaHeHI sími 552 5744 Gíró- og kreditkortþjónusta STUTT • Vopnahlé Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, og Nicolas Sarkozy Frakk- landsforseti hafa lofað því í sameiginlegri blaðagrein að þrýsta á fleiri þjóðir að taka þátt í sérstöku átaki til að tryggja að vopnahlé sem náðist í Darfúr-héraði í Súdan haldi. Súpersól til Salou í september frá kr. 29.995 Terra Nova býður ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Salou og Pineda í september. Salou og Pineda eru fallegir bæir á Costa Dorada ströndinni, sunnan Barcelona. Þar er Port Aventura, stærsti og glæsilegasti skemmtigarður Spánar. Stórkostlegar strendur, fjölbreytt aðstaða og litrikt næturlíf. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Allra síðustu sætin! Norðmenn og Svíar í vamarsamstarf ■ Andstæðingar segja Svía færast nær NATO með slíku samstarfi Eftir Atla ísleifsson atlii@bladid.net Svíar og Norðmenn ættu að auka samstarf sitt á sviði varnarmála samkvæmt yfirmönnum sænska og norska hersins. Þeir segja að ríkin ættu að vinna saman að kaupum á kafbátum, skriðdrekum og vopnum, ásamt þáttum er varða menntun, hjúkrun og æfingar á sviði varn- armála. Varnarmálaráðherra Sví- þjóðar segist jákvæður í garð aukins varnarsamstarfs þjóðanna. Sænskir andstæðingar tillagna yfirmanna herjanna telja það hins vegar skref í átt að NATO-aðild fyrir Svíþjóð. í sameiginlegri grein sem Hákan Syrén, yfirmaður sænska hersins, og Sverre Diesen, yfirmaður þess norska, skrifa í Dagens Nyheter segir að aukið varnarsamstarf ríkj- anna myndi auka skilvirkni innan beggja herja. Ástæða þess að mögu- leikar á frekara samstarfi ríkjanna eru skoðaðir nú er sífellt hækkandi kostnaður við þróun hernaðarlegrar tækni. „Bæði Svíþjóð og Noregur hafa að markmiði að byggja upp fjölhliða herafla, sem getur á ár- angursríkan hátt mætt verkefnum dagsins í dag og morgundagsins, bæði heima og að heiman. Þetta er metnaðartakmark sem sífellt erfið- ara verður að ná.“ Sameiginleg álitsgerð Syrén og Diesen skiluðu inn sam- eiginlegri álitsgerð til varnarmála- ráðuneytis hvors ríkis fyrir sig í gær. Varnarmálaráðherra Svíþjóðar, Mikael Odenberg, er jákvæður í garð tillagnanna og segir þær í takt við það sem hann hafi sjálfur talað fyrir. „Við þurfum að auka skilvirkni og við getum náð því með samstarfi við önnur ríki,“ segir Odenberg í samtali við Svenska Dagbladet. Yfirmennirnir telja að í fram- tíðinni verði varnarsamstarf æ algengara, sér í lagi hjá smærri og millistórum ríkjum, þannig að þau geti haldið úti vörnum í fjárhags- legu og rekstrarlegu jafnvægi til langframa. Með auknu varnarsam- starfi geti ríkin tvö jafnframt aukið áhrif sín í öryggismálum Evrópu og Norður-Ameríku. VARNARSAMSTARF Norðmenn eru aðilar að Atlantshafsbandalaginu (NATO), en Svíar ekki. Frá árinu 1994 hafa Svíar unnið með NATO, í gegn- um Samstarf í þágu friðar (Partnership for Peace). Varnarmálaráðherra Sví- þjóðar segist jákvæður í garð hugmynda yfirmanna herja Noregs og Svíþjóðar um aukið varnarsamstarf. Skrefíáttað NATO Lars Ohly, formaður sænska Vinstriflokksins, hefur miklar efa- semdir um hugsanlegt varnarsam- starf Svía og Norðmanna. Hann segir að með slíku samstarfi færist Svíar nær Atlantshafsbandalaginu. „Það er áhyggjuefni að við færumst nær NATO. Nær væri að styrkja stöðu okkar utan hernaðarbandalaga. Við erum með ríkisstjórn sem hefur það að markmiði að ganga í NATO.“ Odenberg bendir á að Svíar eigi nú þegar í samstarfi við önnur NÁTO- ríki á sviði varnarmála. Nefnir hann Eistland i því sambandi. Þúsundir í vandræðum vegna annars flokks húsnæðislána Skógartilíð 18-105 Reykjavik Sími: 591 9000 • www.terranova.is Akureyri sími: 461 1099 Hafnarijörðursími: 5109500 Bush grípur til aðgerða George W. Bush Bandaríkjafor- seti tilkynnti í gær að ríkisstjórn hans ætlaði að koma til móts við þá sem lent hafa í erfiðleikum með greiðslur af annars flokks húsnæðislánum. Ben Bernanke seðlabankastjóri lagði einnig fram áætlanir til að glíma við vandann sem steðjað hefur að bandarísku efnahagslífi í kjölfar hrunsins á húsnæðismarkaðnum. Auka á framlög til Húsnæðis- stofnunar Bandaríkjanna þannig að fleiri eigi þess kost að endurfjár- magna lán sín. Þúsundir einstak- linga hafa lent í vandræðum með afborganir af annars flokks hús- næðislánum. „Nýlegur titringur á lánamarkaðnum er lítilvægur miðað við stærð efnahags okkar. En fyrir fjölskyldur þeirra sem lenda í vandræðum með mánaðarlegar greiðslur sínar, þá er þetta ekki létt- vægt vandamál," sagði Bush. Bernanke sagði í gær að svartsýn- ustu spár um hrun markaðarins hefðu gengið eftir. Hann tók fram að það væri ekki í verkahring ríkis- ins að bjarga lánveitendum og fjár- festum vegna afleiðinga fjárhags- legra ákvarðana þeirra. Ríkið væri hins vegar tilbúið til að veita svig- rúm vegna afborgana og tryggja að markaðir virki á eðlilegan hátt. magnus@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.