blaðið

Ulloq

blaðið - 01.09.2007, Qupperneq 17

blaðið - 01.09.2007, Qupperneq 17
blaóió LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2007 17 Óheilbrigð rök BRÉF TIL BLAÐSINS Gauti Kristmannsson þýðinga- fræðingur skrifar Af fréttum er að skilja að heil- brigðisráðherra telji að skýringa á háu lyfjaverði sé meðal annars að leita í því að við tölum íslensku hér á landi og höfum þörf fyrir að fá upplýsingar um jafn hættulega vöru og lyf á því máli. Fram kom í samtali við ráðherrann í Blaðinu 30.8. að Færeyingar væru „í mun betri málum" hvað þetta snerti og í útvarpsfréttum sama dag að Kýpur- búar þyrftu ekki að fara að reglum ESB og hafa fylgiseðla lyfja á sínu máli og þess vegna sé þetta ódýrara hjá þeim. Eitthvað er meira en lítið bogið við þessi rök. Færeyjar eru enn, eins og menn vita, hluti af danska ríkinu og „sparnaður- inn“ felst í því að fylgiseðlar eru á dönsku. íslendingar losnuðu undan þessu nýlendusambandi á síðustu öld og getur sú staða vart verið til fyrirmyndar núna, eða eigum við að fá þessar upplýsingar á dönsku héðan af? Enn annarlegra er að vísa til Kýpur í þessu efni, ríkis þar sem menn tala grísku og geta notað fylgiseðla á því máli, en Grikkland er eitt af ríkjum ESB eins og kunn- ugt er. Ekki er heldur sannfærandi að heyra að markaðurinn hér sé „lok- aðri“ vegna tæknilegra hindrana eins og þeirrar að neytendaupplýs- ingar séu á íslensku, það er ekkert sem hindrar menn að láta íslenska upplýsingarnar með nýjum lyfjum og kostnaður við hvern slíkan fylgiseðil er aðeins brot af mark- aðssetningarkostnaði eins lyfs. Vissulega kostar það eitthvað eins og öll önnur vinna að láta þýða eina eða tvær blaðsíður af sérhæfðum texta en það er áreiðanlega hægt að greiða fyrir hann þegar hagnaðar- tölur lyfjainnflytjenda og lyfsala eru skoðaðar, en þær eru með því heilbrigðasta á sviði heilbrigðis- mála hér á landi. Hin raunverulega tæknihindrun á íslenskum lyfja- markaði er ekki íslenska heldur fákeppni. Fréttaritarinn og Fákurinn BRÉF TIL BLAÐSINS Ásmundur Ólafsson skrifar Fyrir nokkrum dögum birtist í Blaðinu sú frétt, höfð eftir félögum í Harley-Davidson vélhjólaklúbb- inum, að fyrsta HD-vélhjólið hefði komið til landsins árið 1940. Hér skakkar nokkrum árum því Júlíus Þórðarson á Akranesi var einn sá fyrsti hér á landi sem keypti og ók vélhjóli, en það var mikill glæsifákur af Harley-David- son gerð og birtist mynd af Júlla í erlendum blöðum Harley-David- son-eigenda. Þetta mun hafa verið á árunum fyrir 1930. Á þeirri mynd er hann að reyna hjólið inni á Lang- asandi á Akranesi. Júlíus var um árabil fréttaritari bl. á Akranesi og sendi hann grein- argóðar fréttir af atburðum líðandi stundar og þá sérstaklega af öllu því er varðaði atvinnuástand og horfur á Akranesi. Kryddaði hann fréttir sínar jafnan með léttum húmor. Júlíus lést árið 1998 á nítug- asta aldursári. Fljótandi parket, plast parket, gegnheilt parket, loftaþiljur, innihurðir o.fl. Aðeins fimmtudag til §augardags frá kl. 9-18 Eirhöfða 18 30. ágúst 110 Reykjavík tll I . S0pt V I PARKET &GÓLF

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.