blaðið - 01.09.2007, Side 34

blaðið - 01.09.2007, Side 34
34 LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2007 blaöió ákveðin, en feimin við ókunnuga og tekur ekki hverjum sem er, sem ég er mjög sátt við. Hún stjórnar hins vegar okkur sem þekícjum hana, ekki síst afa og ömmu. Ég kalla hana Skottuna mína. Hún er mjög dugleg, altalandi, þekkir mestallt stafrófið og litina. Pabbi hennar er læknir, for- stjóri í lyfjafyrirtæki og býr i Banda- ríkjunum. Hann talar frönsku og ensku og er búinn að kenna henni nokkur orð í ensku og hún kann eitt og eitt orð í frönsku, segir til dæmis merci mjög fallega. Hún er í miklu sambandi við föður sinn og hann var hérna í sumar. Hann talar við hana í hverri viku í gegnum tölvu með mynd þannig að þau sjá hvort annað. Mér finnst mjög mikilvægt að hún rækti sambandið við föður sinn. Hann er maður sem hún getur verið mjög stolt af og lært mikið af.“ ■rV, :■ Þegar þessi tími W berst í tal finnst mér eins og ég sé að tala um allt aðra manneskju en sjálfa mig. Allt var svo ólíkt lífi mínu í dag. Það er svo mikil gleði og birta í dag, en þegar ég hugsa um þennan tíma sé ég mikla dimmu. Hvernig uppeldifœr hún? „Ég vil að það sé agi á heimilinu. Enginn heragi, en ég vil að hún hlýði. Svo leyfi ég líka alveg heil- mikið enda bræða stóru brúnu augun hennar mig ansi oft. Ég vil eiga barn sem hlustar á mig og fer eftir reglum en er auk þess frjáls og umfram allt hamingjusamur krakki sem veit að hann er elskaður.“ Langar þig til að eignast fleiri börn? „Ég get alveg bætt við mig einu eða jafnvel fleirum." Gœtirðu hugsaðþér að vera ein tilframbúðar? „Það mun sennilega koma að því að mig langi í lífsförunaut en ég mun vanda valið mjög, ekki síst vegna þess að ég fer ekki að bjóða karlmanni inn í líf mitt sem mér finnst ekki henta fyrir dóttur mína. En ég verð sátt á hvorn veginn sem fer, hvort sem ég á eftir að verða ein eða eignast lífsförunaut." Með fullt afstimplum Nú ert þú kona með fortíð, með stimpil sem alheimsfegurð- ardrottning og líka sem kona sem átti við áfengisvandamál að stríða. Finnst þér þetta vera bögg- ull sem þú ert enn að bera? „Ég er sjálfsagt með fullt af stimplum. Éinu sinni truflaði það mig en ekki lengur. Þetta er hluti af fortíðinni og svo heldur maður bara áfram og tekur einn dag í einu. Ég hugsa ekki um það dagsdaglega að ég hafi einu sinni borið titil alheims- fegurðardrottningar en ég þarf alltaf að huga að alkóhólismanum. T-SHIRTi Forstíðin „Hún er kafli sem er búinn. Ég er að skrifa annan kafla í dag sem er miklu meira spennnandi og dásamlegri." ^ I - fr! jí, í m Ég minni mig á það á hverjum degi og les eitthvað í þeim fræðum til að verða betri manneskja í dag en ég var í gær. Fortíðin bögglast þó ekkert fyrir mér. Ég hugsa ekki um að það sé gott að vera laus undan henni, miklu fremur hugsa ég um það hversu sátt ég er við líf mitt í dag og hversu yndislegt það er. Það er ekkert sem flækist fyrir mér. Ég sé ekki eftir neinu sem ég hef gert undanfarið og það er mikill léttir.“ Strikarðu þá yfir fortíðina? „Nei, ætli ég striki ekki fremur undir hana. Eg er meðvituð um fortíðina en hver er tilgangurinn með því að velta sér upp úr henni daginn út og inn? Hún er kafli sem er búinn. Ég er að skrifa annan kafla í dag sem er miklu meira spennn- andi og dásamlegri.“ Gaus alkóhólisminn upp vegna þess að þú áttir erfitt með að höndla framann eða hefði hann gosið upp í hvaða umhverfi sem er? „Ef ég ætti svar við þessu þá væri ég rík og fræg úti í heimi. Ég veit það ekki og það skiptir mig ekki máli. Alls kyns undirliggjandi þræðir og reynsla ýta sennilega undir alkóhól- ismann. Samt veit ég ekki hvort það er reynslan eða íslensku genin mín sem valda þessu. Læknir í Los Ange- les, sem var búinn að vinna að rann- sóknum á alkóhólisma lengi, sagði mér að Islendingum og einhverjum hluta gyðinga væri hættast við alkó- hólisma. Ég sel þetta samt ekki dýr- ara en ég keypti það.“ Trú á æðri mátt Þú varst 18 ára gömul þegar þú varðst alheimsfegurðardrottning. Var ekkert erfitt að takast á við alla athyglina? „Ég var náttúrlega ekki mikið meira en barn en mér fannst þetta ekkert mál. Það var ekki fyrr en ég fór að drekka ótæpilega sem lífið varð að flækju.“ Við eigum að gleðjast yf ir því hvernig við erum og sættast við okkur því um leið líður okkur betur andlega og þá er lífið svo miklu léttara, en að sjálfsögðu er alltaf gott og nauðsyn- legt að huga að heilsunni og bæta hana. Ég vil að konum líði vel og að borin sé virðing fyrir þeim. Hvenærfórstu að drekka? „Þegar ég var fyrirsæta úti í heimi, þeim harða tískuheimi. Ég átti óheil- brigðan kærasta sem þótti sopinn helst til góður. Þegar þessi tími berst í tal finnst mér eins og ég sé að tala um allt aðra manneskju en sjálfa mig. Allt var svo ólíkt lífi minu í dag. Það er svo mikil gleði og birta í dag, en þegar ég hugsa um þennan tíma sé ég mikla dimmu. Mig langar ekki til að tala um þennan tíma.“ Þú segir að í dagsé svo bjartyfir. Ertu trúuð? „Ég trúi á æðri mátt. Ég veit að hann er til, ég skilgreini hann ekki nákvæmlega en tala við hann á hverjum degi. Þar sem ég er þeirrar blessunar aðnjótandi að eiga yndis- legt barn og vera edrú þá veit ég að það er einhver sem stjórnar þessu. Ekki geri ég það.“ Heldurðu þá að lífshlaup þitt hafi verið ákveðið fyrirfram? „Ég velti því stundum fyrir mér. Að hluta til held ég að svo sé. Ég hóf ferð sem ég veit ekki hvar endar. Ég er ákaflega sátt og þakklát fyrir það sem ég á í dag. Ég vona að líf mitt haldi áfram á svipuðum nótum.“ SíÖasta sýningarhelgi Haraldur Bilson sýnir málverk í Galleríi Fold OpiS á Rauöarárstíg laugardag kl. 11-16 og sunnudag kl. 14-16 Rauðarárstígur 14, sími 551 0400 • Kringlan, sími 568 0400 • www.myndlist.is k ' f.W? UppboS 9. september Erum aS taka á móti verkum núna Gallerí Fold • Rauðarárstíg og Kringlunni

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.