blaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 42

blaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2007 blaöið ORÐLAUSTÍSKA ordlaus@bladid.net Það sem við höfum verið að gera undanfarin ár með Lancöme-vör- unum er allt í einu bannað og ný stefna hefur verið tekin. Ilmvatn frá Moss toppar Nýtt ilmvatn frá fyrirsætunni Kate Moss kom á markað í fyrra- dag og nú þegar er ilmurinn upp- seldur í verslunum vestanhafs. Ilmvatnið, sem ber heitið Kate, trónar á toppi lista yfir vinsæl- ustu ilmvötnin frá stjörnunum og skýtur Moss meðal annars ilminum Stunning frá Jordan ref fyrir rass, en hið síðastnefnda sat á toppi listans í síðustu viku. „1 ilminum lagði ég áherslu á allt sem viðkemur kvenleikanum auk þess að bæta við léttu rokkara- legu ívafi,“ sagði Moss i viðtali við Vogue á dögunum. Kjóll Britney á uppboö Versace-kjóll sem söngkonan Britney Spears átti að klæðast í myndatöku fyrir forsíðu OK! er nú til sölu á uppboðsvefnum eBay. Kjóllinn var hannaður sérstak- lega fyrir téða myndatöku, en Britney fór ekki svo mikið sem einu sinni í kjólinn á tökustað heldur gerði sér lítið fyrir og hætti við í miðjum klíðum og strunsaði svo út með föt sem nota átti í myndaþættinum. Söng- konan gleymdi Versace-kjólnum í öllum látunum og nú gefst því > aðdáendum söngkonurnar færi á að verða sér úti um kjólinn. Kristjana er meðal þeirra bestu hjá Lancóme Með fræga fólkið í vasanum Kristjana Rúnarsdóttir skaut mörgum af fremstu förðunarfræðingunum ref fyrir rass þegar hún hafnaði í einu af efstu sæt- unum í keppni Lancöme. Eftir Hildu H. Cortez hilda@bladid.net Kristjana Rúnarsdóttir förðunar- fræðingur hjá Terma er nýkomin frá París þar sem hún kynnti sér nýjustu línuna frá snyrtivörufyrir- tækinu Lancöme ásamt því að taka þátt í förðunarkeppni sem fór fram á þeirra vegum. „Mér gekk svona vel að ég hafnaði í einu af efstu sætunum sem er frá- bær árangur, sérstaklega í ljósi þess að flestir hinna þátttakendanna vinna eingöngu við förðun allt árið um kring.“ Árangurinn hefur mikið að segja. „Nú get ég farið HAUST- OG VETRARLÍNAN ► f nýju Lancöme-haustiín- unni ber mikið á vínrauðum og brúnum tónum ásamt gyiltum, grænum og fjólu- tónum. ► Dökk augu verða áberandi enda er hugmyndin á bak við línuna dulúð og spenna. ► Franski hönnuðurinn Alexio hannaði umbúðirnar en verk hans eru sérstök og til þess fallin að vekja eftirtekt. hvert sem er í heiminum og fengið vinnu hjá Lancöme sem þeirra förðunarmeistari." Kristjana þurfti að uppfylla ákveðnar kröfur til að komast út. „Við fengum senda möppu með leið- beiningum. Gerðar voru kröfur um að ég hefði unnið visst mikið fyrir blöð og tímarit og eins þurfti ég að senda myndband af mér að farða ásamt meðmælum. Aðeins einn frá hverju landi kemst að.“ Þeir fremstu í Parfs Kristjana var ekki í slæmum félagsskap. „í París voru allir fremstu förðunarfræðingar í heimi, en þetta er fólk sem farðar bresku konungsfjölskylduna og fræga fólkið og er með stjörnurnar alveg í vasanum," segir Kristjana og hlær. „Með þessum hópi var ég á nám- skeiði í nokkra daga og það var ótrú- lega lærdómsríkt. Það var búið að leigja Musée de l’homme eða Mann- kynssögusafnið sem er við hliðina á Eiffel-turninum fyrir þennan atburð og á fyrsta degi var haldinn blaðamannafundur með stærstu tímaritunum eins og Vogue og voru tekin viðtöl og teknar myndir. Að því loknu fengum við að kynnast nýju línunni, skoðuðum litina og fengum tilfinningu fyrir vörunum.“ Kristjana segir að í raun- inni hafi þau þurft að læra nýja förðunartækni alveg frá grunni. „Það sem við höfum verið að gera undanfarin ár með Lancöme-vör- unum er allt í einu bannað og ný stefna hefur verið tekin.“ Kristjana Rúnarsdóttir förðunar- fræðingur Hafnaði í einu af efstu sætunum i förðunarkeppni sem haldin var á vegum Lancóme í París. Blaðið/Frikki Scarlett Johansson Hannar hálsmen fyrir Wallis Leikkonan Scarlett Johansson hefur tekið að sér hönnun nýrra hálsmena fyrir skartgripafyrir- tækið Wallis. Leikkonan, sem meðal annars hefur setið fyrir hjá Louis Vuitton og Reebok, ætti að vera vel kunnug tískustraumum nú- tímans og því tilbúin til að leggja hönd á plóg við gerð hálsmenanna nýju. Línan verður eingöngu til sölu í fjóra daga og mun hvert háls- men kosta 25 dollara, en 25 þúsund eintök hafa verið gerð. Auk Scarlett er fyrirsætan Kate Moss með í hönnunarferlinu, en eigendur Wallis virðast þess fullvissir að nöfn stjarnanna muni hafa sitt að segja þegar kemur að sölu hálsmen- anna. Heimildir herma að Scarlett hafi viljað rómantískt og kvenlegt hálsmen og því hafi hún lagt áherslu á hvíta lilju með gulum lit. Með sætar varir Ein af nýjustu línum MAC leggur sérstaka áherslu á flott gloss og fallega varablýanta í kvenlegum litum. Meðfylgjandi er brot úr línunni, sem heitir IN 3D. IN 3D gloss núm- er A47 Liturinn er flottur við fínni tilefnin og sérstak- lega smart við svart dress. Lightswitch- gloss Varirnar virka viðameiri og glans- inn setur ferskan blæ á heildarútlitið. Pink Edge-varablý- antur Liturinn kemur vel út á vörunum og er þægilegur í notkun og hentar með Lights- witch-glossinu. Rosebound- varablýantur Blýanturinn nýtur sín vel með Ijósu og glæru glossi.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.