blaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 6

blaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2007 blaóiö Landsnet kaupir flutningsvirki OR Aukið gagnsæi og betri yfirsýn Forstjórar Orkuveitu Reykjavíkur og Landsnets hf. skrifuðu í gær undir samning um kaup Landsnets á flutningsvirkjum í eigu Orkuveit- unnar. Kaupverðið er 1,3 milljarðar króna og greiðir Landsnet fyrir raforkuvirkin í hlutafé og reiðufé. Samningurinn var undirritaður með fyrirvara um samþykki hlut- hafafundar Landsnets. Forstjórarnir, Guðmundur Þór- oddsson og Þórður Guðmundsson, segja að salan skerpi skilin milli dreifingar og flutnings á raforku. Gagnsæi á markaðnum mun aukast og betri yfirsýn fáist yfir kerfið. Mál olíufélaganna Matsbeiðnir standa Héraðsdómur Reykjavíkur verður ekki við kröfu olíufélaganna Olís, Skeljungs og Kers um að hafna mats- beiðnum sem Samkeppniseftirlitið og íslenska ríkið hafa lagt fram. Olíufé- lögin hafa krafist þess að felldur verði úr gildi úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála frá árinu 2004 þar sem þau voru dæmd til 1,5 milljarða sektar vegna ólöglegs samráðs. Matsbeiðnirnar voru lagðar fram í mars á þessu ári en lögmenn olíufé- laganna kröfðust þess i júní að þeim yrði hafnað. Vildu þeir meina að þær gengju gegn meginreglu réttar- fars um munnlegan málflutning og að framsetning þeirra væri óljós og ekki tæk til mats. Héraðsdómur fellst ekki á rök ol- íufélaganna og segir að matsbeiðn- irnar séu settar skýrlega fram sem og matsspurningar. Þá verði ekki séð að beiðni um yfirmatsgerð sé í andstöðu við ákvæði laga um með- ferð einkamála. Kröfu olíufélag- anna var því hafnað og þau dæmd til að greiða 100 þúsund krónur í málskostnað. mge 66°Norður Opna í Köben og Vilníus Sjóklæðagerðin 66°Norður hefur opnað tvær nýjar verslanir í Kaup- mannahöfn og í Vilníus, höfuðborg Litháens. Vörur frá 66°Norður eru nú seldar í verslunum í fimm- tán löndum, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. í tilkynningu segir að verslunin í Kaupmannahöfn sé staðsett í gömlu sláturhúsi í miðbæ Kaupmanna- hafnar og að stíllinn á henni sé hrár og með tilvísun í gamla tímann. aí Þóru Kristínu sagt upp á Stöð 2 Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur, fréttamanni á Stöð 2, hefur verið sagt upp störfum. Hún sagðist í samtali við mbl.is hafa verið ósátt við ófaglega ráðningu Steingríms Ólafssonar, fyrrum upplýsingafulltrúa Halldórs Ásgrímssonar, sem fréttastjóra. „Ráðning hans leggur trúverðugleika fréttastofunnar í rúst og bendir til þess að menn kunni ekki að umgangast fréttastofur,” sagði Þóra Kristín. Steingrímur vísar þessu á bug og segir pólitík ekki hafa ráðið þegar Þóru var sagt upp. mbi.is STUTT • Viðurkenning Menntamálaráð- herra afhendir viðurkenningar til háskóla á mánudag. Afhentar verða viðurkenningar á fræða- sviðum verk- og tæknivísinda, náttúruvísinda og hugvísinda. • Vörubíll Vörubíll valt á hlið- ina við Varmaland í Borgar- firði í gær. Bíllinn valt þegar hann var að sturta malarfarmi. Bílstjórinn slapp ómeiddur en bíllinn er mikið skemmdur.. Er hárið farið að |ráll8 og þynnast? Þá er Grecian 2000 hárfroðan lausnin! Þú þværð hárið, þurrkar, berð froðuna í, greiðir og hárið nær sínum eðlilega lit á ný, þykknar og fær frískari blæ. Leiðbeiningar á íslensku fylgja tBrecían 2000 hárfroðan fæst: Lyfju Lágmúla, og Lyfju Smáralind - Árbæjar Apótek Lyfjaval Apótek, Mjódd - Hársnyrtistofan Hár Hjallahrauni 13 Hfj. Rakarastofa Gríms - Rakarastofa Ágústar og Garðars Rakarastofan Kiapparstíg - Rakarast. Ragnars, Akureyri Torfi Geirmunds, Hverfisg. 117 og í Hagkaupsverslunum Arnl Schovlng mtf. - Hmllclvmrmlun alml 007 7030 Hjá okkur fáið þið mikið úrval af kerrum og vögnum fyrir börnin Skeifunni 8 - s. 568 2200 - Smáralind - s. 534 2200 www.babysam.is Hömlumar heima- tilbúinn vandi ■ Lög sem hamla heimaslátrun íslensk og því unnt að breyta þeim ■ Voru sett til að stuðla að matvælaöryggi og neytendavernd Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@bladid.net Lögin sem hamla því að hægt sé að setja upp arðvænleg heimaslátur- hús á íslandi eru alíslensk. Árni Jó- steinsson, starfsmaður Bændasam- taka Islands, sagði í Blaðinu í gær að reglur Evrópusambandsins (ESB) sem snúa að sláturhúsum gerðu heimaslátrun fullíþyngjandi fyrir þá bændur sem vildu stunda hana. Sigurður Örn Hansson, forstöðu- maður matvæla- og umhverfissviðs Landbúnaðarstofnunar, segir það ákvæði í íslenskum lögum sem snýr að heimaslátrun þó vera íslenskt. „Þetta eru íslenskar reglur og við höfum ekkert yfirtekið neinar reglur Evrópusambandsins. Þetta hefur verið lengi í islenskri löggjöf." Öryggi og neytendavernd Guðmundur B. Helgason, ráðu- neytisstjóri í landbúnaðarráðu- neytinu, segir að þau sjónarmið sem liggi að baki löggjöfinni þau að stuðla að matvælaöryggi og neytendavernd. „Ég held að það sé ósköp eðlilegt og jákvætt að menn séu vakandi yfir sínum hag hverju sinni og leiti tækifæra og nýjunga í þessu sambandi sem og öðrum. En löggjöfin varðandi heimaslátrun í dag er alveg skýr. Eigendum lög- býla er heimilt að slátra búfé sínu á sínu býli til eigin neyslu. Þau sjón- armið sem liggja þarna að baki eru þau að stuðla að matvælaöryggi og neytendavernd og ég held að menn séu ólíklegir til að slá af þeim. En ef framtíðin ber það með sér að það sé hægt að vinna að sömu markmiðum eftir öðrum leiðum þá hlýtur það alltaf að vera eitthvað sem menn munu skoða.“ Guðmundur segist þó meðvitaður um tækifærin sem liggi í heima- slátruninni. „Það hefur verið mikill áhugi á framgangi heimasöluafurða. Þar eru sannarlega mikil tækifæri fyrir ferðaþjónustu bænda. Þetta yrði mjög til að treysta stöðu lands- byggðarinnar og bænda í breyttu umhverfi og tvímælalaust mjög jákvæð stoð í ferðaþjónustu því ég hugsa að það sé mikill áhugi fyrir þessu meðal ferðamanna. Það er ekkert nema gott um það að segja að bændur séu að kynna sér þessa hluti og leitast við að þróa sitt starfs- umhverfi í samræmi við það.“ Ráðherra vildi ekki tjá sig Einar K. Guðfinnsson, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra, gaf ekki kost á að svara spurningum blaðamanns um málið. Aðstoð- armaður hans vísaði þess í stað í vikugamla ræðu sem Einar hélt á ársfundi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Þar sagði Einar orðrétt að hann kunni „að sjá vaxtar- brodda sem fela í sér hugmy ndafræð- ina, framleiðsla beint frá býli. Það er þáttur sem ég hef áhuga á að styðja við eftir föngum á næstunni.“ Prentsmiðja Morgunblaðsins Verður sjálfstætt félag Prentsmiðja Morgunblaðsins hefur verið gerð að sjálfstæðu félagi í fullri eigu Árvakurs og heitir nýja félagið Landsprent. Starfsmenn Landsprents eru um fjörutíu talsins og framkvæmdastjóri verður Guð- brandur Magnússon, sem áður var framleiðslustjóri Árvakurs. 1 tilkynningu segir, að hjá Lands- prenti séu prentuð flestöll dagblöð landsins, Morgunblaðið, Blaðið, DV og Viðskiptablaðið. Auk þess séu prentuð þar fjölmörg önnur blöð og megi þar nefna Bændablaðið, nán- ast öll bæjar- og hverfisblöð á höfuð- borgarsvæðinu og ýmis auglýsinga- og kynningarblöð. mbl.is Garðabær Innbrot upplýst Innbrot á heimili við Bæjargil í Garðabæ, þar sem óboðnir gestir höfðu hreiðrað um sig í húsnæði fólks sem þá var erlendis, hefur verið upplýst. f tilkynningu frá lögreglu segir að um hafi verið að ræða fjóra pilta á tvítugsaldri. Þeir hafa verið yfirheyrðir og allir játað aðild sína að málinu. Einn aðilanna þekkti til íbúanna í húsinu og var því meðvitaður um för þeirra til útlanda. Hluti af því sem stolið var hefur verið endurheimtur. aí

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.