blaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 20

blaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2007 blaðiö .'kennarar; ' A-ÐRIR^ <GEÐDE\Lt FÖSTUDAGAR LÍFSSTÍLLBÍLAR Auglýsingasíminn er 510 3744 blaöiö= SMÁAUGLÝSINGAR KAUPA SEUA GEFA ÞIGGIA SKIPTA btaölftH SMAAUGLYSINGAR@BLADID.NET Hverjir eru hryðju verkamenn? Ivikunni heyrði ég viðtal sem fréttamaður (hjá RÚV minnir mig) tók við mann hjá sprengju- deild Landhelgisgæslunnar. Þar stóðu fyrir dyrum æfingar sem meðal annars fólust í að smíða, fela og leita síðan uppi sprengjur af sömu gerð og hryðjuverkamenn i Afganistan nota. Einmitt svona tóku bæði frétta- maðurinn og sprengjusérfræðingur- inn til orða. Alveg fyrirvaralaust. Hryðjuverkamenn í Afganistan. Franskir „hryðjuverkamenn"? Heyrum við einhvern tíma talað „hryðjuverkamenn Frakka“ sem börðust gegn hernámi Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni? Onei. Þeir heita á íslensku „andspyrnuhreyf- ingin“. Þó beittu þeir ósköp svip- uðum meðulum og „hryðjuverka- mennirnir í Afganistan“ gera nú. Unnu skemmdarverk, komu fyrir sprengjum, drápu þýska hermenn úr launsátri ef tækifæri gafst. Það skiptir ekki máli þótt við höfum eflaust öll samúð með mál- stað frönsku andspyrnumannanna sem börðust gegn hinum þýsku nasistasveitum en séum andsnúin hugmyndafræði talibananna sem leiða andspyrnuhreyfinguna í Afganistan. Þessi pistill snýst um orð. Og það er mikilvægt að við notum réttu orðin. Orð eru nefnilega lika vopn í stríði. Með því að brúka fyrirvaralaust orðið „hryðjuverkamenn" um and- spyrnumenn í Afganistan sýndi fyrrnefndur fréttamaður að hann var orðinn eitt af fórnarlömbum striðsins um orðin. Það má vissulega segja að hryðju- verkamenn séu allir þeir sem vega úr launsátri. En þá verðum við að gjöra svo vel að nota það um alla þá sem slíkt gera. Ekki kalla suma þeirra andspyrnumenn, aðra skæru- liða, þá þriðju þjóðfrelsisfylkingu. Kynt undir ótta Frá og með n. september 2001 hafa orðin „hryðjuverk“ og „hryðju- verkamenn" verið notuð sem beitt pólitísk vopn af Bandaríkjastjórn og bandamönnum þeirra. Og margir hafa nýtt sér það. Alls konar harðstjórar um víða veröld sníkja sér stuðning Bandaríkjamanna með því að kalla alla sina andstæð- inga „hryðjuverkamenn". Og hér í okkar heimshluta er sífellt kynt undir ótta við hryðjuverk, þótt hættan sé í raun sárasáralítil. Það sýnir best út í hvaða öfgar hið Með því að kalla andspyrnuhreyf- ingu talibana hryðju- verkamenn erum við að taka þátt í þeirri viðleitni Bandaríkjastjórnar að mála heiminn bara í svörtu og hvítu. meinta „stríð gegn hryðjuverkum er komið á Vesturlöndum að nú vilja grísk stjórnvöld kalla þá sem kveiktu skógarelda á Pelopsskaga „hryðjuverkamenn". Talibanarnir í Afganistan hafa aldrei verið hryðjuverkamenn i hinni vanalegu merkingu orðs- ins. Þeir voru vopnuð hreyfing strangtrúaðra múslíma sem kom fram á sjónarsviðið til að koma á röð og reglu í sundurtættu landi eftir innrás Sovétríkjanna og margra ára borgarastríð. Þeir náðu völdum, komu á röð og reglu en því miður reyndist stjórnarfar þeirra skelfilegt. Þeir veittu vissulega skjól í landi sinu sannkölluðum hryðjuverkamönnum eins og Us- ama bin Laden - en i fjölmiðlum á Vesturlöndum hétu menn á borð við Bin Laden reyndar „freedom fighters“ meðan þeir börðust gegn Sovétmönnum en terroristar eftir lllugi Jökulsson skrifar enn um orð að þeir sneru vopnum sínum gegn Vesturlöndum. Talibanar sjálfir stunduðu hins vegar litt eða ekki hryðjuverk utan Afganistans. Eftir innrás Vesturveldanna 2001 virtust talibanar kveðnir í kútinn. Því miður tókst innrásarhernum þó ekki að koma á röð og reglu. Tali- banar risu upp aftur og berjast nú af hörku gegn hinu erlenda setuliði og Quislingum þess - eins og við mundum kalla afgönsk stjórn- völd ef ekki vildi svo til að við værum andsnúin hinni rammlega afturhaldssömu hugmyndafræði talibana. Ef talibanar væru í Tíbet Ég vona að ég þurfi ekki að taka fram að ég vil ekki á nokkurn hátt bera blak af talibönum. Eins og flestir svokallaðir „bókstafstrú- armenn“ (í hvaða trúarbrögðum sem er) þá eru þeir fyrst og fremst stækir og stjórnlyndir íhaldsmenn og forstokkaðar karlrembur. Og megi þeir aldrei þrífast! En ef svipuð hreyfing kæmi fram í Tíbet til að berjast gegn hernámi Kínverja myndum við kalla þá skæruliða eða þjóðfrelsis- hermenn og dást að því hugrekki þeirra að lyfta vopni gegn risaveld- inu. Með því að kalla andspyrnu- hreyfingu talibana hryðjuverka- menn erum við að taka þátt í þeirri viðleitni Bandaríkjastjórnar að mála heiminn bara í svörtu og hvítu. Fréttamenn, sem hafa það hlutverk að sýna okkur heiminn eins og hann er en ekki eins og bandarísk stjórnvöld vilja túlka hann, þeir verða að gæta sín sér- lega vel á því verða ekki nytsamir sakleysingjar í þeim slag.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.