blaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 41

blaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 41
Stundatafla fyrir Opna kerfið Árlegt partí í Öskjuhlíðinrti DJ Margeir þeytir skífum fyrir partígesti „Þetta verður örugglega heljar- innar partí og ekkert verður til sparað," segir plötusnúðurinn Margeir Ingólfsson, sem þeyta mun skífum fyrir gesti í árlegu Smirnoff- partíi sem haldið verður í kvöld. „Þetta er haldið í stórglæsilegum sal við hliðina á Keiluhöllinni í Öskjuhlíð, en þar er búið að sprengja inn í bergið og búa til stóran tónleika- og veislusal. Þetta partí er í raun fyrsti viðburðurinn sem haldinn er í þessu húsi,“ bætir Margeir við. Með 50 milljóna króna hljóðkerfl Auk Margeirs standa danska söngkonan Josephine Philip og DJ Lazer vaktina með skífurnar, en sá síðastnefndi er betur þekktur sem hárgreiðslumaðurinn Jón Atli. Josephine hefur unnið að tónlist með Margeiri undanfarin misseri og flýgur hún hingað til lands af þessu tilefni. „Ég hlakka mikið til, enda er ég alltaf spenntur fyrir því að mæta í vinnuna. Svo er náttúrlega bara heiður að fá að vígja þetta 50 milljóna króna hljóðkerfi sem er í húsinu,“ segir Margeir, sem hyggst sniðganga allt sem heitir vínyl og geislaspilarar. „Það vill svo til að ég er að koll- varpa öllu settöppi hjá mér. Ég prófaði að sleppa vínyl og plötuspil- urum um síðustu helgi í Bretlandi og það gekk bara dúndurvel. Þetta er eitthvað sem ég er búinn að ætla að gera í tvö ár og nú er ég að þróa mig áfram og nota bara tölvur, kontrólera og mixera. Svo mun ég bregða mér í gervi Jack Schidt, en sá karakter mun sjá til þess að fólk festist ekki í tannhjóli stirðleikans í kvöld.“ halldora@bladid.net Bregður á leik í kvöld Piötu- snúðurinn Margeir Ingólfsson segist ætla að gera allt vitlaust (Öskjuhlíðinni í kvöld. Sprengjuhöllin og Retro Stef- son á Organ Hljómsveitin Sprengjuhöllin, sem farið hefur mikinn með lag sitt „Verum í sambandi", heldur tónleika á skemmtistaðnum Organ í kvöld. Hljómsveitin lauk nýverið við tökur fyrstu breiðskífu sinnar, Tímarnir okkar, en platan mun koma út í október næstkomandi. Á undan tónleikunum verður plötunni rennt tvisvar í gegnum hljóðkerfi Organ og mun þetta vera í fyrsta og eina skiptið sem heyra má plötuna í heild sinni áður en hún kemur á markað. Unga popp- sveitin Retro Stefson hitar upp fyrir Sprengjuhöllina, en sveitin hefur vakið athygli fyrir lagið „Medallion“ undanfarnar vikur. Keira Knigl berar sig e utandyra Leikkonan Keira Knightley segir í viðtali við tímaritið Empire að hún myndi aldrci láta sjá sig nærklæðalausa utandyra líkt og margar leikkonur á hennar aldri hafa gert. „Ef maður hegðar sér svona þá ger- ist það að maður verður þekktari fyrir fíflagang en það sem maður hefur fram að færa. Ég myndi aldrei láta sjá mig dauðadrukkna á almannafæri, berandi það allra heilagasta eins og til dæmis Britney Spears, Nicole Richie og Lindsay Lohan hafa allar gert. Ef ég gerði það þá efast ég um að ég yrði tekin alvarlega sem leikkona.“ Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Simi 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is Opna kerfið Þinn tími er kominn! 1. Almenn þjálfun, þol, styrkur og liðleiki 2. Púltími, hressileg upphitun, ýmist á palli eða gólfi, styrktar- og liðleikaþjálfun 3. Pallatími, samsett spor, mikil brennsla 4. Lóðatfmi, upphitun ýmist á palli eða á gólfi, unnið með þyngd og mótstöðu, lóð, stangir, teygjur 5. Liðleikaþjálfun, upphitun, styrktar- og slökunarteygjur 6. Yoga 7. Bræðingur, líkamsrækt með dansívafi, salsa, mambo, samba, jazz, funk og stuð 8. MRL - Magi, rass og læri 9. Stöðvaþjálfun, fjölbreyttir vaxtamótunartímar Nú geturðu gerst áskrifandi að líkamsrækt JSB Betra verð í áskrift, aöeins 3.990 kr. á mánuði Glæsilegur tækjasalur: Kennsla í tækjasal - Einkaþjálfun NÝTT! TÆKJAPÚL - Kíktu á heimasíðuna www.jsb.is Barnagæsla - Leikland JSB Vertu velkomin í okkar hóp! mán þri mið fím fös lau sun 06:30 1. 1. B. 4 8 07:30 6. 1. 4. 9. 1. 08:30 1. 4. 1. S. Z 09:00 1. 10:00 7. 10:30 1. 11:30 12:15 4. 1. 2. 8 1. 13:30 8. 1. 4. 14:30 1. 5. 15:30 1. 4. 1. 16:30 4. 1. 1. 4. 8 17:30 1. 3. 4. 7. 1. 18:25 1. Ath. númerin útskýra tímana - sjé heimaslðu DflNSRflEKT leggur línumar blaðió LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2007 ígsl / HNOTSKÓQUn grafltk hðr

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.