blaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 12

blaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 12
12 FRETTIR LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2007 blaðiö Þyrla upp Einar Ágústsson, framkvæmda- stjóri BSH, segir kæruna sem Aðalstöðin hefur lagt inn til Sam- keppniseftirlitsins vegna kaupa Nýju leigubílastöðvarinnar (NL) á Áðalbílum og BSH vera „tilraun til að þyrla upp ryki sem ekki er til staðar". Telur hann að kæran sé lögð inn núna vegna þess að BSH hefur verið að kynna vistvæna bíla og tuttugu prósenta afslátt. NL keypti Aðalbíla og BSH fyrr á árinu. Telja forsvarsmenn Aðal- stöðvarinnar það vera samþjöppun á leigubílamarkaði og hafa kært það til Samkeppniseftirlitsins. Páll yki Gunnar Pálsson, forstjóri Sam- keppniseftirlitsins, segir að erindi Aðalstöðvarinnar verði tekið til skoðunar, eins og önnur sem rata inn á borð eftirlitsins. heida@bladid.net Bifreiðin skal standa Hæstiréttur hefur vísað kæru Fjarðaflugs ehf. gegn Flugskóla Helga Jónssonar ehf. frá dómi. Fjarðaflug krafðist þess að félaginu yrði með beinni aðfarargerð fenginn réttur til að koma upp aðstöðu fyrir flugafgreiðslu á Reykjavíkurflugvelli. Þá fór Fjarðaflug fram á að flugskólanum yrði gert að fjarlægja bifreið, tvö stórgrýti og annað sem tilheyrði því félagi og kæmi í veg fyrir lögmæt afnot Fjarðaflugs af umræddu svæði. Héraðsdómur vísaði málinu frá dómi í síðasta mánuði þar sem kröfur af þessu tagi yrðu ekki sóttar með aðfarargerð og staðfesti Hæstiréttur þann úrskurð. Var Fjarðaflugi gert að greiða flugskólanum 250 þúsund krónur í málskostnað. mge Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Sverrir Einarsson Hermann Jónasson Geir Harðarson Bryndís Valbjamardóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aöstandenda ef óskað er Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í íjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkfiutningar Kraków pazdziernik i listopad od 14.990 kr. w jedn stron7f od 19.990 kr. w dwie strony Oferta specjalna dla Polaków w Islandii Biuro turystyczne Heimsferöir przygotowai) wyj tkow promocj* dla Polaków mieszkaj cych w Islandii. Bezpo rednie loty z Islandii do Krakowa w pa dzierniku i listopadzie po okazyjnie niskiej cenie. Przelot w jedn lub dwie strony. Liczba miejsc ograniczona. Cena biletu dla 1 osoby w jedn stron* przy zakupie w Internecie. Cena zawiera juopodatek. (Uwaga! Cena obowi zuje tylko w okre lonych terminach) Cena biletu dla 1 osoby w dwie strony przy zakupie w Internecie. Cena zawiera ju©podatek. (Uwaga! Cena obowi zuje tylko w okre lonych terminach) Oferta dosUpna w nasUpuj cych terminach: Kefiavík-Kraków 28 pa dziernika 5 listopada Kraków-Keflavík 1 listopada 8 listopada Munið Mastercard l"'s- ferðaávísunina Heimsferðir f jtotlAfsarf ] f FtríaAiiyirli | Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is fF’W BÉ»w f il Vildi að Samskip tæki við ferjunni Oilean Arann Skipaverkfræðingurinn sem sá um kaupin fyrir hönd Vegargerðarinnar vildi framselja ferjuna og allt sem henni fylgdi til Samskipa svo að Vegagerðin gæti losnað við „kostnað, kvartanir og ekki síst pólitísk afskipti vegna skipakostsins". Blaðið/ÞÖK ■ Fyrirvari var í samþykktu kauptilboði um að skoðun færi fram á bol nýju Grímseyjarferjunnar ■ Sú skoðun fór aldrei fram Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@bladid.net Einar Hermannsson skipaverk- fræðingur mælti með því við Vega- gerðina að framselja Oileann Arann, nýju Grímseyjarferjuna, og allt sem henni fylgdi til Samskipa. Tillagan kom fram áður en skipið var keypt. Einar taldi að með þessu fyrirkomu- lagi myndi Vegagerðin losna við „kostnað, kvartanir og ekki síst pólit- ísk afskipti vegna skipakostsins“. Þessi tillaga Einars kom fram í nið- urlagi tölvupósts sem hann sendi Gunnari Gunnarssyni aðstoðarvega- málastjóra 15. september 2005, eða einum og hálfum mánuði áður en skipið var keypt. Á þessum tíma stóðu yfir samningaviðræður milli Vegagerðarinnar og norsks skipa- miðlara vegna kaupanna á skipinu. Samskip vildi ferjuna Einar sá um samskiptin fyrir hönd Vegagerðarinnar. Þegar ofan- greindur tölvupóstur var sendur hafði náðst samkomulag um alla þætti kaupanna utan kaupverðsins, en lítið bar þó á milli. I niðurlagi póstsins segir orðrétt að „ef Vegagerðin ætlar að taka of- angreindu gagntilboði, þá vill ég NÝ GRÍMSEYJARFERJA ► Var keypt á 925 þúsund pund, eða 104 milljónir króna í nóvemberlok 2005. Viðgerðar- og endurbóta- kostnaður er áætlaður 400- 500 milljónir króna. ► Ríkisendurskoðun hefur gert alvarlegar athugasemd- ir við fjármögnun vegna ferjunnar og telur aðferðina ekki standast fjárreiðulög. ► Enginn kjörinn ráðamaður hefur gengist við ábyrgð vegna þess fjárausturs sem kaup og endurbætur á nýju Grímseyjarferjunni höfðu í för með sér. árétta skoðanir mínar um að Vega- gerðin framselji Oilean Arann-pakk- ann til Samskipa, gegn samningi um siglingar til langs tíma. Ég veit af samtölum mínum við Kristján Ólafsson að Samskip er reiðubúið í slíka samninga. Þó það sé e.t.v. andstætt mínum persónulegu hags- munum (heilmikil vinna sem fylgir Oilean Arann), þá tel ég að um einstakt tækifæri sé að ræða fyrir Vegagerðina að losna úr skipaeign, en samtímis uppfylla skyldur sínar gagnvart siglingum til Grímseyjar.“ Kristján Ólafsson er forstöðu- maður flutningastjórnunardeildar Samskipa og fór meðal annars með til að skoða skipið síðar í sama mánuði. Var háð kafaraskoðun Tölvupóstarnir, sem Blaðið hefur undir höndum, sýna samskipti milli fulltrúa kaupenda og seljenda frá því að drög að opnunartilboði voru send norska skipamiðlaranum 1 ágúst 2005 og þar til gengið hafði verið að gagntilboði Vegagerðar- innar um miðjan september. I tilboð- unum eru settir fram mjög skýrir fyrirvarar um kaupin. Meðal þess sem mikil áhersla var lögð á var að skipið yrði skoðað neðansjávar til að ganga úr skugga um ástandið á bol þess. Þegar seljendur skipsins höfðu gengið að þessum fyrirvara tók Einar Hermannsson að sér að útvega kafarafyrirtæki til að fram- kvæmda skoðunina. í þeim tveim skoðunarferðum sem farnar voru í aðdraganda kaupanna var bolur skipsins hins vegar aldrei skoðaður neðansjávar. Breyttur Útivistartími barna og unglinga tekur brey tingum í dag, 1. september. Frá þeim tíma mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 20 en 13 til 16 ára unglingar mega vera úti til klukkan 22. Bregða má út af regl- unum fyrir síðartalda hópinn þegar unglingar eru á heimleið frá viður- kenndri skóla-, íþrótta- eða æsku- lýðssamkomu. Aldur miðast við fæðingarár. Útivistarreglurnar eru samkvæmt barnaverndarlögum og er þeim meðal annars ætlað að tryggja nægan svefn, en hann er börnum og ung- útivistartími lingum nauðsynlegur. Svefnþörfin er börn og unglingar á grunnskólaaldri einstaklingsbundin en þó má ætla að þurfi 10 tíma svefn á nóttu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.