blaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 37

blaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 37
blaöíð LAUGARDAGUR 1, SEPTEMBER 2007 37 Dregin úr skólasundi á æfingu Ætli ég hafi ekki byrjað að æfa sund þegar ég var sex ára gömul og skólasundkennarinn dró mig svo að segja úr lauginni og dreif mig á sundæfingu með f A, þar sem ég hef alltaf æft. Sundið átti strax mjög vel við mig og fyrst um sinn æfði ég það svona tvisvar eða þrisvar á viku, en á sama tíma fór ég líka í fótbolta, handbolta og frjálsar íþróttir. í fótboltanum var ég að æfa með einum flokki en keppti í þremur, þannig að um hverja einustu helgi var ég að keppa í einhverri íþróttinni. Þetta þýddi auðvitað að ég var að koma heim til mín fyrst seint á kvöldin og átti þá alveg eftir að læra heima fyrir morgundaginn. Mamma lét mig því velja eina íþróttagrein til þess að einbeita mér að þegar ég var tólf ára gömul. Nú er ég byrjuð aftur að æfa eftir barneignir og fjölskyldustúss og er að þjálfa krakka í sundi. Börnin mín eru öll þegar orðin efnilegir sundmenn, meira að segja sú yngsta sem er 4 ára gömul er flugsynd og hefur keppt á 01- lamóti. Sjálf æfi ég alltaf fimm sinnum í viku klukkan fimm á morgnana - enda er það eini tíminn sem ég hef. Frekar aumur til að byrja með Ég man fyrst eftir mér í íþróttaiðkun þegar ég var á að giska fimm, sex ára gamall og spilaði fótbolta með vinum mínum á Akureyri. Þó var ég aldrei að æfa fótbolta með neinu liði heldur var þetta bara til gamans. Ég var síðan orðinn 15 ára þegar ég fór á fyrstu líkamsrækt- aræfinguna mína hjá Sigurði Gestssyni i kjall- aranum í íþróttahöllinni á Akureyri. Maður var voða litill og mjór á þessum tíma og skar sig svolítið úr innan um alla þessa bolta sem voru þarna að æfa. Á þessum tíma var mikil gróska í líkamsrækt á Akureyri, sérstaklega í kringum Sigurð, og þess vegna smitaðist ég líka af þessari líkamsræktarbakteríu þótt ég hafi til að byrja með verið frekar aumur eins og flestir eru þegar þeir labba inn í líkamsrækt- arsal í fyrsta skipti. Ég vandi mig á að mæta reglulega og varð fljótt háður hreyfingu, ekki síst þegar ég var farinn að skila af mér almenni- legum æfingum og finna þessa vellíðunartil- finningu sem fylgir því að stunda líkamsrækt. Þá kom þetta bara af sjálfu sér og maður varð svona áskrifandi að því að hreyfa sig. Arnar Grant einkaþjálfari Héldu að pabbi héti John Ég man mjög skýrt eftir fyrstu æfingunni minni í Ballettskóla Eddu Scheving, en þá var ég 5 ára. Tíminn endaði í frjálsum dansi þar sem við áttum að dansa frjálst og stilla okkur svo upp í flottustu stellingunni. Það var alltaf ein að horfa á og hún átti að velja þá sem var í flottustu stellingunni hverju sinni, og sú sem var valin átti svo að horfa og velja næst. En ég sá strax að ég myndi aldrei vinna af því að í hópnum var ein bandarísk stelpa sem var í alveg rosalega flottum ballettbol og þess vegna var hún alltaf valin. Það skipti einhvern veginn aldrei neinu máli í hvernig stellingu hún var, ballettbolurinn hennar var svo flottur að hún var alltaf valin. Á þessari sömu æfingu héldu allar stelpurnar að pabbi minn hlyti að vera útlenskur og heita John fyrst ég var Johnson, og ég reyndi að sannfæra þær um að ég væri í raun íslensk í báðar ættir. Mér fannst dansinn strax rosalega skemmtilegur og þegar ég var 12 ára gömul vissi ég strax að þetta var það sem ég vildi leggja fyrir mig og að ég ætlaði að verða atvinnumanneskja. Lítið fyrir keppnisíþróttir I æsku prófaði ég að æfa ýmsar íþrótta- greinar en festist þó aldrei í neinu, þannig að minningarnar mínar frá íþróttaæfingum eru ekki miklar fýrir tvítugsaldurinn. Ég æfði til dæmis sund en hætti af því að ég fékk alltaf svo mikinn sinadrátt undir ilina, og svo byrj- aði ég svo ungur að reykja að ég var ekki beint efni í íþróttaiðkanda fyrr en ég hætti því. Ég kynntist síðan jóga eftir tvítugt. Mig minnir að ég hafi verið 23 ára. Ég fann mig strax í því og mér fannst ég vera kominn á einhvern stað sem ég þekkti mjög vel. Þar var ég heldur ekki að keppa við neinn nema sjálfan mig og það hentaði mjög vel enda funkeraði ég aldrei vel í þessu keppnishugarfari. Ég er þó alls ekki að segja að keppnisíþróttir séu slæmar eða rangar, þær bara henta mér ekki. Ég reykti áfram í svona þrjár vikur eftir að ég byrjaði í jóga. Hluti af lífsstílsbreytingunni sem fylgir jóga er að hætta að reykja, enda snýst jóga að miklu leyti um öndunaræfingar. Ég hef oft sagt við fólk að annað hvort hætti það að reykja eða það hætti í jóga, enda er ekki hægt að stunda hvort tveggja. Nánari upplýsingar og pantanir í síma 480 2500 og info@hotelselfoss.is Ráðstefnur - Fundir - Árshátíðir - Jólahlaðborð

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.