blaðið - 01.09.2007, Side 32

blaðið - 01.09.2007, Side 32
32 LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2007 blaóió H Ekkert flækist fyrir Auglýsingaherferð Lindu Pétursdóttur fyrir Bað- húsið hefur vakið mikla athygli enda eru þar ekki farnar hefðbundnar leiðir. Konur á mismunandi aldri og með mismunandi vöxt hafa tekið þátt í herferðinni og aukakílóin eru þar engin fyrirstaða. „Þetta endurspeglar sýn mína á lífið“ segir Linda um auglýsingaher- ferðina. „Þegar ég stofnaði Baðhúsið á sínum tíma, árið 1994, þá fannst mér vanta líkamsræktarstöð fyrir allar konur. Þegar ég kom heim frá Kanada fyrir tveimur árum horfði ég öðrum augum á ísland en ég hafði áður gert. Mér finnst áber- andi hvað lífsgæðakapphlaupið er mikið og fólk er að steypast í sama mót. Mér líkar það ekki. HELGARVIÐTALIÐ Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@bladid.net Með þessari auglýsingaherferð vil ég sýna að kona þarf ekki að vera fitt og flott til að komast í Baðhúsið. Það er alveg sama hvernig hún er og hjá okkur eru allar konur sérstakar. Markmiðið er að konunni líði betur eftir að hafa æft þar. Ég er að mót- mæla þeirri staðalímynd sem er haldið fram, að kona þurfi að vera x-mörg kíló, há og helst ljóshærð með sítt hár til að geta stundað lík- amsrækt. Það er svoddan firra. Ég er orðin þreytt á að sjá auglýsingar frá öðrum líkamsræktarstöðvum þar sem konur í þröngum Spandex- fötum gera magaæfingar. Það er úr- elt að mínu mati. Við eigum að gleðjast yfir því hvernig við erum og sættast við okkur, því um leið líður okkur betur andlega og þá er lífið svo miklu létt- ara, en að sjálfsögðu er alltaf gott og nauðsynlegt að huga að heilsunni og bæta hana. Ég vil að konum líði vel og að borin sé virðing fyrir þeim. Umfram allt er mikilvægt að þær séu stoltar af sjálfum sér.“ Skapandi bisnesskona Á vel viðþig að vera bisnesskona? „Ég var tuttugu og fjögurra ára þegar ég stofnaði Baðhúsið og þá fannst mér ég vera ægilega full- orðin og þroskuð og var viss um að ég gæti auðveldlega rekið fyrirtæki. Og þetta hefur gengið. Ég held að ég hafi einhver frumkvöðlagen í mér og ég sé mig sem skapandi bisness- konu. Peningar stýra mér ekki þótt ég vilji vitanlega hafa nóg af þeim til að geta framfleytt fjölskyldu minni. Mér fannst mjög gott að lifa lífinu eins og ég gerði í Vancouver, langt frá öllu stressi þar sem ég undi mér í rólegheitum á fámennri eyju við að dunda í garðinum í stígvélum og með hjólbörur." Hefurðu hug á því að flytja til útlanda? „í dag stýri ég Baðhúsinu, hvað sem seinna verður. Ég stefni að því Égtrúiáæðri W mátt. Égveit aðhannertil, ég skilgreini hann ekki nákvæmlega en tala við hann á hverjum degi. Þar sem ég er þeirrar blessunar aðnjótandi að eiga yndislegt barn og vera edrú þá veit ég að það er einhver sem stjórnar þessu. að eiga heimili á íslandi og i Norður- Ameríku eða Kanada. Ég hef verið flökkukind frá því ég var sextán ára og það hentar mér vel að vera á ferð- | FRAMTÍÐARHEIMILIÐ i ER KOMIÐ í PRODOMO Prodomo er ný verslun sem býður nýjustu hönnun í Ijósum Hlíðasmári 1 / 200 Kópavogur og rafbúnaði og háþróaðan stjórnbúnað fyrir lýsingu, tónlist. Sími 520 4545/wvm.prodomo.is mynd og hita. prodomo@prodomo.is |—* R O

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.