blaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 30

blaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 30
LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2007 blaöiö MENNING menning@bladid.net wp Ef ég ætti fullt af peningum og væri jF með aðstoðarmann í vinnu hjá mér myndi ég ekki hika við að gera öll verkin úr bronsi, enda hef ég ekkert á móti slíku. Sýning á verkum Hildar Sýning á verkum listakon- unnar Hildar Bjarnadóttur verður opnuð í Listasafni ASÍ í dag klukkan 15. Hildur út- skrifaðist frá Listaháskóla íslands árið 1992 og lauk MFA-gráðu frá Pratt Institute í New York árið 1997. Á sýningunni í Listasafni ASÍ sýnir Hildur verk þar sem grunnhugmyndir og hefðir textílhandverks eru til umfjöllunar. Hún vitnar í málverkshefðina en skoðar jafnframt handverk kvenna á fyrri tímum. Kynning í Salnum Nýtt tónleikaár verður kynnt á opnu húsi í Salnum í Kópavogi í dag klukkan 13.30. Einnig fer þar fram kynning á kínverskri menningarhátíð sem haldin verður í Kópavogi í byrjun okt- óber og veittur verður styrkur til ungs tónlistarmanns sem hefur látið að sér kveða. Yfirlitssýning Gjörningaklúbbsins Sýning á verkum Gjörninga- klúbbsins, sem samanstendur af listakonunum Eirúnu Sig- urðardóttur, Jón í Jónsdóttur og Sigrúnu Hrólfsdót t u r, var opnuð í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu í gærkvöldi og mun standa yfir til 25. október næstkomandi. Gjörningaklúbburinn hefur á ellefu árum haldið yfir 200 sýningar í Evrópu og Bandarí kj- unum, og hafa sýningar hópsins jafnan vakið mikla athygli. Hluti sýningarinnar er byggður inni í völundarhúsi innan um þrívítt púsluspil í 400 fermetra sal á 1. hæð safnsins. Glitnir er aðalst y rk l araðili sýningarinnar, en með framlagi sínu gerir bankinn Listasafni Reykja- víkur kleift að ráðast í gerð sérstakrar bókar um Gjörninga klúbbinn auk þess að stuðla að nýsköpun á verkum klúbbsins, sem sýnd eru nú í fyrsta sinn í Hafnarhúsinu. í bókinni verða myndir og greinar eftir sýningarst jórann, Yean Fee Quay, auk hugleiðinga 23 samferða- og samstarfsmanna hópsins, meðal annars Bjarkar, Sjóns, Kristínar Jóhannesdóttur, Þorvaldar Þorsteinssonar og fleiri. Hjálmar á Ó-Náttúru Hjálmar Sveinsson utvarps- maður verður með leiðsðgn um sýninguna Ó-Náttúra í Listasafni íslands á morgun, sunnu- daginn 2. september, klukkan 14. Hann ætlar að leiða gesti um sali og tala um hugrenn- ingar sínar varðandi einstök verk á sýningunni. Ó- Náttúra er sýning á verkum úr safneign Listasafns íslands og fjallar um náttúruna í ólíkum myndum. Þrjár einkasýn- ingar Þr jár einkasýningar verða opnaðar í SAFNI, Laugavegi 37, í dag, en það eru sýningar á verkum Sigurðar Guðjónssonar, Hugins Þórs Arasonar og Tonys Trehy. í SAFNI er samtíma- myndlist til sýnis á þremur hæðum og aðgangur er ókeypis. Opnunartími er á milli klukkan 14 og 18 miðvikudaga til föstu- daga og frá klukkan 14 til 17 á laugardögum og sunnudögum. Komandi leikár í Þjóðleikhúsinu Á komandi leikári í Þjóðleikhúsinu verða frumsýnd fjögur ný íslensk leikrit, tvö eldri íslensk verk og sjö erlend leikrit ásamt því sem fjögur verk frá síðasta leikári verða áfram sýnd. Meðal nýrra sýninga á Stóra sviðinu eru ný uppfærsla á verkinu Hamskiptin eftir Franz Kafka í leikstjórn Gísla Arnar Garðarssonar, ívanov eftir Anton Tsjekhov í leikstjórn Baltasars Kormáks, Ástin er diskó - lífið erpönk eftir Hall- grím Helgason í leikstjórn Gunnars Helgasonar og Sólarferð eftir Guðmund Steinsson í leikstjórn Bene- dikts Erlingssonar. f Kassanum verður meðal annars sýnt nýtt verk eftir Hugleik Dagsson, Baðstofan, í leikstjórn Stefáns Jónssonar, og á nýjasta leiksviði Þjóðleikhússins, Kúlunni, verða sýnd verkin Gott kvöld eftir Áslaugu Jónsdóttur í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar og barnaleikritið Skoppa og Skrítla t „söng-leik" eftir Hrefnu Hallgrímsdóttur í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar. 1 Smíðaverkstæðinu verður meðal annars sýnt verkið Vígaguðinn eftir Yasminu Reza í leikstjórn Melkorku Teklu Ólafsdóttur. Nánar má lesa um komandi leikár á vef Þjóðleik- hússins, leikhusid.is. Fimmti Hstamaðurinn í D-sal Hafnarhússins Praktísk nálgun en ekki politisk Jóhannes Atli Hinriksson frá Sauðárkróki er fimmti listamaðurinn sem sýnir í sýningaröð D-salarins í Hafnarhúsinu. Hann vinn- ur aðallega með ódýr efni en þó ekki af pólitískum ástæðum. Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@bladid.net Fimmti listamaðurinn sem sýnir í sýningaröð D-salarins í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, er Jó- hannes Atli Hinriksson, sem hefur getið sér gott orð fyrir kraftmiklar innsetningar úr grófum og ódýrum efnum. „Efniviðurinn sem ég nota er yfirleitt ódýr og þægilegur við- ureignar, eins og til dæmis gifs og pappakassar. Þetta er þó alls ekki pólitísk nálgun á hráefninu heldur miklu frekar praktísk enda eru þetta hlutir sem eru oft nálægt manni og kosta lítið. Ef ég ætti fullt af peningum og væri með aðstoðar- mann í vinnu hjá mér myndi ég ekki hika við að gera öll verkin úr bronsi, enda hef ég ekkert á móti slíku," út- skýrir Jóhannes. Ekki fyrsta einkasýningin Með sýningaröð D-salarins vill Listasafn Reykjavíkur vekja athygli á efnilegum myndlistarmönnum, sem ekki hafa áður haldið einkasýn- ingu í stærri söfnum landsins. Því fer þó fjarri að sýning Jóhannesar þar sé hans fyrsta einkasýning. „Ég hef haldið nokkrar sýningar hér á landi sem erlendis og var nýlega með sýningar í Zurich og New York. En ég held að þessi sýning í Hafn- arhúsinu sé sú stærsta sem ég hef haldið hér á Islandi." Vinnur með alla miðla Jóhannes útskrifaðist með MFA- gráðu frá School of Visual Arts í New York árið 2005 og hefur síðan þá unnið með alla miðla. „Ég hef meðal annars haldið svona hefð- bundnar skúlptúrsýningar þar sem mismunandi verk hafa staðið hér og þar í salnum en í þessari sýningu í D-salnum gerði ég innsetningu af því að það passaði betur inn í rýmið. Til dæmis má sjá kónguló og trommur og fígúrur sem eru fastar í kóngulóarvef. Það er í raun ákveðið ferli í gangi þarna," segir hann. Heldur tengslum við New York Undanfarið hefur Jóhannes dvalið á Sauðárkróki, enda borinn og barnfæddur þar. „Ég var að vinna að listskópun þar ásamt því sem ég hef unnið við smiðar, en hef reyndar aldrei haldið sýningu þar, aílavega ekki enn þá. Annars er ég enn með annan fótinn í New York og til að mynda verð ég með einkasýningu þar einhvern tímann á næstunni og líka í Danmörku. Ég sé fram á að búa áfram hér á Islandi en hyggst halda áfram að viðhalda tengslunum við New York enda er LISTAMAÐURINN W. Jóhannes er fæddur árið ^- 1975 W. Hann útskrifaðist með ^ BA-gráðu frá Listaháskóla íslands árið 2000 og MFA- gráðu frá School of Visual Arts í New York árið 2005. ? Hefur að mestu leyti unnið sem myndlistarmaður ífullu starfi frá því að hann lauk _____námi.____________________ það toppurinn fyrir alla myndlistar- menn og nokkurs konar höfuðborg í listinni. Ég nýt þess því mjög að hafa verið þar í námi og hafa tengsla- net þar," segir hann. Sýning Jóhannesar var opnuð í gærkvöldi og stendur til 31. október.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.