blaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 15

blaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 15
blaðió LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2007 15 Illa skilgreint tryggingakerfi ■ Heilsutryggingafélag okkar, íslenska ríkið, kemst upp með meira en nokkurt annað tryggingafélag, segir Sigurður Böðvarsson formaður Læknafélags Reykjavíkur Hvergi er skilgreint fyrir hvaða sjúkratryggingar við greiðum með sköttum okkar, og þar með hvaða þjónustu við eigum rétt á innan heilbrigðiskerfisins, segir Sig- urður Böðvarsson, krabbameins- læknir og formaður Læknafélags Reykjavíkur. „Auðvitað eigum við að geta séð það, svart á hvítu, fyrir hverju við erum tryggð. Þannig geta heilbrigð- isyfirvöld ekki breytt því einn dag- inn hvað þau greiða fyrir,“ segir Sigurður. Hann bendir á að í Bandaríkj- unum, þar sem vinnuveitendur og einstaklingar sjá sjálfir um að greiða heilsutryggingar, fái menn tryggingaskilmála upp á margar blaðsíður, rétt eins og þegar um bíla- tryggingu er að ræða. Þegar íslenskir skattgreiðendur borga fyrir heilsu- tryggingu með sköttunum sínum fá þeir hins vegar ekkert slíkt. Svikin um það sem borgað er fyrir „Innan heilbrigðiskerfisins er ákveðnum upphæðum úthlutað til tiltekinna aðgerða og rannsókna á hverju ári. Einstaklingur getur lent í því að veikjast að hausti, en ekki komast í aðgerð fyrr en árið eftir þar sem upphæðin sem ráðstafa á það árið til aðgerðarinnar er upp urin,“ segir Sigurður. Hann bendir á að ekkert bifreiða- tryggingafélag kæmist upp með það að segja við einstakling sem lendir í árekstri að hausti, að upphæðin sem átti að nota í viðgerðir á árinu væri búin, og að ekkert væri hægt að gera fyrr en árið eftir. „Heilsutrygginga- félag okkar, sem er íslenska ríkið, á ekki heldur að komast upp með það.“ Afsláttur vegna læknisleysis? Sigurður bendir ennfremur á að talið sé að u.þ.b. 20 þúsund manns á höfuðborgarsvæðinu séu án heim- ilislæknis vegna manneklu á heilsu- gæslustöðvum. „Á þetta fólk ekki að fá skattaafslátt? Er það ekki búið að greiða fyrir tryggingu sem það ekki fær? Heilbrigðis- og trygginga- kerfið er gríðarlega flókið og það er erfitt að leita réttar síns í því.“ Sigurður Böðvarsson og Sigríður Laufey Sigurðardóttir Formaður Lækna- félags Reykjavíkur gagnrýnir mismunun innan heilbrigðiskerfisins. Fyrir ungt fólk sem vill... Áskorun Skátastarf gefur ungu fólki tækifæri til að kanna heiminn fyrir utan skólastofuna, læra af öðrum og gefa af sér '/Vv--' ■ - : ;-■ :. . ::/.:vi\,, :■"■■:. • vv /; ■ 38 milljónir ungmenna eru að breyfa heiminum ■ t^\: Ævintýri Vináttu Taka þátt Ábyrgð til að byggja betrí og friðsælli heim Kynntu þér skátastarfið í þinni heimabyggð! Skátar í Reykjavík kynna sitt start í Laugardalnum (gengt Laugardalshöllinni) í dag milli ki. I 1-18. Viltu taka þátt? Kíktu á www.skatar.is eða hringdu í síma 550 9800 til að fá frekari upplýsingar. Skátastarfið veitir þekkingu sem hjálpar ungu fólki til að kanna, uppgötva og læra Skátastarf mætir þörfum sem aðrir uppfylla ekki Skátastarf er opið öllum 7-22 ára sem fylgja tilgangi, markmiðum og aðferðum hreyfingarinnar BANDALAG ISLENSKRA SKÁTA ECCO TOPPVERBI ecco Dömugólfskór Nr. 3957351214 Stærðir: 39-42 Veröáöur. \ f5495*r>\ Verönú: j 11.196 kr iS, : ecco' Henagólfskór Nr. 3861452162 Veröáöur j ®f!2jg « 1M95-ki> i 40 og 42-47 Verönú: \ 13.296 kr teccö Herraskór Nr. 3705453639 Stæröir: 40-47 Veröáöur. j Verönú: > 9.096 kr | ecco Nr. 1652300153 Stærðir: 36-42 Veröáöur \ -9£95*i>\ 6.996 kr | eccö Bamaskór Nr. 7271252290 Stærðir: 24-28 og 30-34 Veröáóur. j 6.995 to-.-i 4.896 kr. eccö Dömuskór Nr. 4550353771 Stærðir: 36-42 Veröáöur. j fh995-kt>: Verönú: j 8.396 kr eccö rJbppskórinntt VINLANDSLEIO 6 - S 533 3109 'SENDUM I POSTKROFU

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.