blaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 14

blaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 14
Vinsamiegast s ymo örorku-og afsláttarskírteini Borga hér Þeir sem koma dag- lega á spítalann, án þess að vera lagðir inn, þurfa að greiða komu- gjald við hverja heimsókn. LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2007 blaöiö h ! ! Dæmisaga um legskröpunaraðgerðir Tilviljun ræður hvort greiða þarf aðgerð Blaðinu barst saga af tveimur vinkonum sem þurftu að fara í legskröp- unaraðgerð á sama tíma. Hjá annarri gekk aðgerðin vel, og fékk hún að fara heim samdægurs. Aðgerð hinnar konunnar gekk verr og þurfti hún því að dvelja á spítalanum yfir nóttina. Daginn eftir fór hún heim án þess að greiða krónu, en sú sem fór heim samdægurs fékk hins vegar sendan reikning heim til sín vegna ýmiss kostnaðar. Þar til hún fékk reikninginn hafði enginn starfsmaður heilbrigðiskerfisins gert henni grein fyrir þessum kostnaði. Sigrún Guðjónsdóttir, deildarstjóri innheimtudeildar Landspít- ala-háskólasjúkrahúss, staðfestir að tilfelli sem þessi geta komið upp. „Það er engin reglugerð sem segir að innheimta megi fyrir aðgerðir ef sjúklingur er lagður inn. Ef hann dvelur skemur en 24 klukkustundir á sjúkahúsi gildir hins vegar annað, og sjúklingur getur fengið sendan reikning heim.“ Sigrún telur ekki að þessi skipan máli bjóði þeirrri hættu heim, eins og viðmælandi Blaðsins bendir á, að sjúklingur sé innritaður til þess eins að hann sleppi við þann kostnað sem aðgerðinni annars fylgir. Komugj aldafrumskógur heilbrigðiskerfisins Ódýrara að eyða nóttu á spítala heldur en að fara heim ■ Margir þurfa að greiða komugjald á hverjum degi Erfitt er að ná áttum í komugjald- afrumskógi heilbrigðiskerfisins, og ekki verður annað séð en að mis- ræmis gæti við gjaldtöku og hún sé í litlu samræmi við kostnað við þjón- ustuna. Til dæmis þurfa sjúklingar sem ekki þurfa að leggjast inn á spít- ala að greiða komugjald við hverja komu á sjúkrahús, jafnvel þótt þeir þurfi að koma á hverjum degi svo mánuðum skiptir. Sjúklingar sem eru lagðir inn greiða hins vegar ekki krónu, þrátt fyrir að innlögn kosti heilbrigðiskerfið augljóslega meira en heimsókn á dagdeild. Fyrir utan þá mismunun sem þetta hefur i för með sér gagnvart þeim sjúklingum sem þurfa á langvarandi meðferð að halda án þess að leggjast inn, segist forsvars- maður sjúklingafélags sem Blaðið ræddi við hafa hafa heyrt sjúklinga Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@bladid.net FRETTASKYRING fullyrða að læknar hafi sagt þeim að dvelja á spítala yfir nótt, þrátt fyrir að lítil þörf væri á því, þar sem þannig gætu þeir sparað sér dágóða upphæð. Mismunað eftir sjúkdómum Sjúklingum er mismunað eftir því hvers konar meðferð þeir þurfa á að halda. Sem dæmi bendir Daníel Reynisson, formaður Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess, á að krabba- meinssjúklingur í geislameðferð greiðir ekkert fyrir komu á spítala, en sjúklingur sem þarf á lyfjameð- ferð að halda greiðir fyrir hverja komu; t.d. fyrir blóðprufu, viðtal við lækni og ákveðið gjald fyrir lyfja- gjöfina. Sjúklingar í slíkri meðferð geta þurft að koma alla daga vik- unnar yfir margra mánaða tímabil, og getur hver heimsókn kostað frá tæpum 1.000 krónum hjá öryrkjum, börnum og ellilífeyrisþegum með afsláttarkort og allt upp í um 4.500 krónur. Sigurður Böðvarsson, krabba- meinslæknir og formaður Lækna- félags Reykjavíkur, bendir á að meðferðir og aðgerðir séu mjög misdýrar eftir því hvaða sjúkdóm viðkomandi er með. „Auðvitað á að samræma gjöld þannig að sjúk- lingum sé ekki mismunað eftir því hvaða sjúkdóm þeir hafa, eða hvaða meðferðar þeir njóta. Það er einfald- lega sanngirnismál,“ segir Sigurður og bætir við: „Það þarf virkilega að endurskoða þessi mál." Gagnrýna afsláttarkortin Daníel Reynisson bendir á að þótt yfirleitt sé ekki um háar greiðslur að ræða við hverja heimsókn, sé um álitlega upphæð að ræða til lengri tíma litið, sér í lagi í ljósi þess að meðferð sem þessi skerðir verulega tekjumöguleika einstaklings. Sigurður tekur undir með Daníel. „Eðlilegt væri að ákveðið þak væri á kostnaðinum - t.d. að sjúklingur greiði í mesta lagi 20 þúsund krónur á ári í lækniskostnað - í stað þess að sjúklingar fái afsláttarkort en greiði alltaf einhvern hluta gjaldsins. Sam- anlagt getur sá kostnaður hlaupið á tugum þúsunda hjá sjúklingum með langvinna sjúkdóma." Steinunn Friðriksdóttir, formaður krabbameinsfélagsins Styrks, gagn- rýnir einnig afsláttarkortin. „Ég greindist með krabbamein í okt- óber. Kostnaður vegna veikindanna var fljótur að fara yfir 18 þúsund krónurnar og fékk ég því afsláttar- kort. En um næstu áramót þurfti ég að byrja aftur að safna upp í afslátt- arkort. Væri ekki eðlilegra að afslátt- arkortin giltu í heilt ár, frekar en til áramóta?“ ÞEKKIRÞÚTIL? ! Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.