blaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 46

blaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2007 blaóið FÓLK folk@bladid.net jfgm Fjölgunin hefur verið töluverð. Við fórum yfir 300 núna fyrir nokkru. Hefur fjölgað í klúbbnum að sama skapi? Mikið hefur selst af nýjum Land Rover-bilum hér á landi það sem af er árinu. Davíð Garðarsson er stjómarmaður í Islandrover, félagi Land Rover-eigenda á Islandi. HEYRST HEFUR Hljórnsveitir sem gerðu garðinn frægan á níunda áratug síðustu aldar rísa nú upp úr öskustónni hver af annarri. Ekki er langt síðan Stuð- kompaníið gaf út gamla smelli á nýjum geisla- diski. Nú hefur austfirska stúlknasveitin Dúkkulisur með útvarpskonuna góðkunnu Erlu Ragnarsdóttur í farar- broddi, sent frá sér disk sem á er að finna gamalt efni í bland við nýtt. Dúkkulísurnar eru ekki dauðar úr öllum æðum og hyggjast fylgja plötunni eftir með tónleikum víða um land á næstunni. Bæði Dúkkulísur og Stuðkomp- aníið slógu í gegn i Músíktil- raunum Tónabæjar á sínum tíma og nú vaknar sú spurning hvort fleiri hljómsveitir sem sigruðu í þeirri keppnií árdaga vakni af værum /i® svefni. Hver veit nema fornfrægar sveitir á borð við Jójó, Laglausa og Gipsy sendi frá sér plötu eða hyggi á endurkomu á næstunni. Grei- farnir eru eina sigursveit Músik- tilrauna frá níunda áratugnum sem hefur starfað nánast sam- fellt síðan þó að sumum finnist hún reyndar ekki vera söm eftir að Felix Bergsson yfirgaf hana hér um árið. Norðlenska galgopapoppsveitin Hvanndalsbræður hyggst halda tónleika ásamt Ljótu hálfvit- unum í Reykjavík í næstu viku. Hingað til hafa tilraunir þeirra félaga til að slá í gegn í Reykja- vík mistekist hrapallega og sveitapilt- arnir hrökkl- ast aftur norður yfir heiðar með skottið á milli Iappanna. Nú hafa Hvanndalsbræður aftur á móti breytt um stíl, jafnt í tón- list sem klæðaburði, og telja sig því væntanlega eiga meiri mögu- leika á að ná hylli reykvískra tónleikagesta. æjar a sinum tiar sú . fleiri M : £ en páfinn Reyndar er með ólíkindum hvað okkur tekst ævinlega að vera kaþólskari en páfinn þegar kemur að reglugerðum frá EB. I Evrópu getur maður hvarvetna fengið heimagerða osta, vin og alls kyns kjötmeti. Þar er slátrari íöðru hverju þorpi og þeir koma jafnvel heim á bæina með sérútbúinn sláturbíl. Á Islandi er blessuðum skepnunum hins vegar ekið í misgóðum gripaflutningabílum fleiri hundruð kílómetra áður en þær komast á endastöð. Þá eru sum dýrin orðin södd lífdaga eftir erfitt feröalag og jafnvel ýmis dæmi um að bæði lömb og hross hafi drepist í sláturbílnum. Dofri Hermannsson Dofri.blog.is Ekki gallalausir / byrjun áttunda áratugarins komu Range Rover sem í Mbl i dag eru sagðir vera und- irútgáfa af Landrover. Ekki voru þeir alveg gallalausir heldur, þótt sagðir væru vera lúxusjeppar. Lengi vel var hávaðinn slíkur að teppaleggja þurfti hvert einasta eintak áður en hægt var að bjóða þeim upp á að aka eftir íslenskum vegum. Anna Kristjánsdóttir Velstyran.blog.is Ég hef velt þvi fyrir mér að undanförnu hvort sé skárra að vera blindur eða lamað- ur fyrir neðan mitti. Ég hef ekki komist að neinni niðurstöðu. Það fer reyndar mest eftir því, held ég, hvort hrókurinn sé ílamasessi eða ekki. Stundum finnst mér blindan skárri, stundum lömunin. Lömun fyrir neðan mitti er kannski skárri en blinda, en lömun fyrir neðan háls er líklega verra en blinda. Gunnar Hjálmarsson this.is/drgunni/gerast BL0GGARINN... Kaþólskari Blinda eða lömun Fonk og afrobeat-veisla Samuel J. Samúelsson og félagar halda uppi stuðinu á skemmtistaðnum Nasa í kvöld ásamt afrobeat-sveitinni Antibalas. Biaðið/G.Rúnar Afrobeat-, fönk- og djassveisla á Nasa Allsherjar gleðiorgía Samúel J. Samúelsson lofar allsherjar gleðiorgíu á lokakvöldi Jazzhátíðar í kvöld. Auk Stórsveitar Samúels og Jimi Tenor stígur á svið ein fremsta afrobeat-hljómsveit heims. Eftir Einar Örn Jónsson einar.jonsson@bladid.net Samúel J. Samúelsson er gestgjafi lokakvölds Jazzhátíðar í Reykjavík sem fram fer á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll í kvöld. Stór- sveit Samúels kemur fram ásamt finnska tónlistarmanninum Jimi Tenor kl. 22 og síðan tekur við afro- beat-sveitin Antibalas frá New York. „Afrobeat-tónlist hefur verið í svo- lítilli uppsveiflu á undanförnum árum og þeir hafa farið þar fremstir í flokki. Þetta er afrobeat-band númer eitt í heiminum í dag,“ segir Samúel og bætir við að bandið hafi lengi verið í uppáhaldi hjá sér. „Mér fannst upplagt að hrista að- eins upp í þessari djasshátíð og fá einhverja nýja strauma, ekki bara svona „mainstream-djass“. Það er náttúrlega fullt af djasselementum í þessari músík þó að þetta sé ekki eiginleg swing-músík enda er djass- inn löngu búinn að sprengja það utan af sér. Það má segja að þetta sé afró-fönkdjass á heimsmælikvarða," SAMÚEL J. SAMÚELSSON W Samúel lauk burtfararprófi í básúnuleik frá Tónlistar- skóla FÍH áriö 2000. w, Samhliða eigin Stórsveit leikur hann með Jagúar og Stórsveit Reykjavíkur. Hann gaf út plötuna Fnyk fyrr á þessu ári. segir Samúel. „Það þarf ekkert að vera einhver djasspúritani til að koma og skemmta þér. Þetta er bara fyrir alla sem hafa gaman af góðri músík og góðu grúvi og langar til að dilla sér aðeins og lyfta sér upp. Þetta verður allsherjar gleðiorgía." Ekki er ætlast til að gestir sitji og njóti tónlistarinnar í kvöld. „I Afr- íku eru tónlist og dans sami hlutur- inn. Það er ekki hægt að sitja kyrr þegar þetta er í gangi.“ Risaeðlur í Laugardalshöll Samúel er ánægður með Jazzhátíð í ár þó að hann segist reyndar ekki hafa getað séð mikið af henni þar sem hann hefur verið upptekinn við skrpulagningu tónleika. „Eg verð að segja að miðað við síð- astliðin ár er þessi hátíð mörgum skrefum framar. Hún hefur verið frekar slöpp undanfarið, greyið, en það er vonandi bjart framundan núna,“ segir Samúel og bendir á að hátíðin mætti gjarnan vera lengri. „Ég veit að það stendur til að víkka hana út í framtíðinni en við þurfum að halda okkur á jörðinni eins og er. Ef fólk vill stærri og feitari djasshá- tíð verður það að fjölmenna á tón- leika,“ segir hann. „Fólk virðist fjölmenna á aðra tónleika hér á landi. Það er uppselt á nánast allt sem kemur hingað þó að það séu einhverjar gamlar risa- eðlur að spila í Laugardalshöllinni. Svo þegar haldin er lítil djasshátíð verður fólk náttúrlega að mæta á hana líka,“ segir hann. Átján manna útgerð Fleiri verkefni bíða Samúels á næstunni því að í október hefur hann í hyggju að ferðast um landið ásamt Stórsveit sinni og halda fá- eina tónleika. Um talsverða útgerð er að ræða enda 18 manns. Einnig er ljóst að ekki getur Stórsveitin leikið í hvaða kytru sem er. „Það er reyndar gaman að spila lítil búllugigg inni á milli þar sem bandið þarf að troðast inn. Það skapast skemmtileg stemn- ing við það líka,“ segir Samúel. Tón- listarmenn eru gjarnan uppteknir í ólíkum verkefnum og því liggur beinast við að spyrja Samúel hvort það geti ekki verið erfitt að hóa öllum saman til tónleikahalds. „Það er alltaf einn og einn sem dettur út og þá þarf að fá einhvern annan til að hlaupa í skarðið. Magasýrurnar krauma því oft þegar maður er að skipuleggja tónleika." I ntyuqurinn ^er ” I iyi Kári Eyþórsson MPNLP Viltu læra aðferðir sem að raunverulega breyta lífi þínu? m Námskeið í KEP tækni NLP Námskeið verður haldið 21.-23. og 28.-30.september 2007 OCopyright cKari.com ÆJ& www.ckari.com; Mail: rosa@ckari.com; Sími:894-2992 Su doku 4 1 2 8 9 3 6 2 5 9 7 6 2 5 7 1 3 9 4 8 5 3 7 1 7 3 9 8 2 5 7 1 2 6 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem uþp eru gefnar.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.