blaðið - 07.09.2007, Blaðsíða 14

blaðið - 07.09.2007, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2007 blaöið blaði Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Ólafur Þ. Stephensen Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Norrænar vamir Rík ástæða er til að íslendingar fylgist með umræðum um aukið samstarf Norðurlanda á sviði varnarmála. 1 síðustu viku skrifuðu Sverre Diesen, yf- irmaður norska heraflans, og Hákan Syrén, sænskur starfsbróðir hans, grein í Dagens Nyheter þar sem þeir mæltu með auknu samstarfi ríkjanna í varn- armálum. Sama dag lögðu þeir tillögur sínar þar um fyrir ríkisstjómir land- anna. Hershöfðingjarnir sjá meðal annars fyrir sér samstarf á sviði innkaupa hergagna, menntunar, þjálfimar og æfinga og að ríkin þrói í sameiningu eig- ið öryggishugtak; hvemig bregðast skuli við utanaðkomandi ógnum. Jonas Gahr Store, utanríkisráðherra Noregs, hefur nú boðið Finnlandi aðild að væntanlegu samstarfi og hyggst fúnda með utanríkisráðherrum Svíþjóðar og Finnlands í næsta mánuði. I Svíþjóð og Finnlandi hafa sumir gagnrýnt að samstarf af þessu tagi þýði að ríkin fari „bakdyramegin" inn í Adantshafsbandalagið, NATO. Sú gagn- rýni kemur ekki á óvart, þar sem NATO-aðild er í báðum ríkjum mikið til- finningamál. Stefna stjómvalda í Svíþjóð og Finnlandi gagnvart NATO er svolítið eins og stefna íslenzkra stjómvalda gagnvart Evrópusambandinu; ríkin vinna eins náið með bandalaginu og þau mögulega geta og uppfylla ýmsar kröfúr þess betur en sum bandalagsríkin en komast hjá því að þurfa að taka hina pólitískt eldfimu umræðu um fúlla aðild. Það kemur heldur ekkert á óvart að Noregur, Svíþjóð og Finnland skuli ræða aukið vamarsamstarf. Löndin standa öll frammi fyrir þeim veruleika að lítil og meðalstór ríki verða einfaldlega að vinna saman til að hafa efni á þeirri dýru tækni, sem nútímavamir byggjast á. öll hafa þau ákveðnar áhyggjur af því hvemig rússneski heraflinn sækir nú í sig veðrið og sýnir æ oftar styrk sinn; síðast í gær flugu rússneskar sprengjuflugvélar upp að mörkum norskrar lofthelgi. Öll ríkin þurfa að bregðast við hlýnun loftslags á norðurslóðum og þýðingu hennar fyrir alþjóðlegar siglingar, orkuvinnslu og orkuöryggi. Allt snýr þetta líka að íslandi á einn eða annan hátt. Norsku og sænsku hershöfðingjarnir segja einmitt í grein sinni að hvat- inn að nýju samstarfi sé það aukna mikilvægi, sem Norður-Evrópa muni öðlast á næsta áratug. Þeir segja líka að umræður um aukið samstarf Noregs og Svíþjóðar muni vonandi auka áhuga hinna norrænu ríkjanna á samstarfi. Það er fúll ástæða til að íslenzk stjómvöld taki þá á orðinu. Við höfúm nú þegar aukið mjög verulega vamarsamstarf okkar við bæði Noreg og Dan- mörku. Ekkert er því til fyrirstöðu að ræða einnig við Svía og Finna um t.d. þátttöku í sameiginlegum heræfingum hér á landi. Sextíu árum eftir að hugmyndir um norrænt vamarbandalag vom slegn- ar af, geta nú á ný skapazt forsendur fyrir norrænu vamarsamstarfi, í tengslum við samstarfið innan NATO. Norðurlandasamstarfið er nánasta milliríkjasamstarf, sem ísland tekur þátt í og fúll ástæða til að þróa það inn á svið vamarmálanna. Ólafur Þ. Stephensen SÆKTU LEIÐARANN A WWW.MBL.IS/PODCAST Auglýsingastjórí: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjóm & augiýsingar Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Landsprent ehf. s^a,^^öt'a^nus«ö' Metslav"'09 íráR\/ mm Glerfínar gluggafilmur - aukin vellíðan á vinnustað HoilFíiu J AJJ&l/N A Mfíl, É5 BtWnlt tesWHit.. W iG V[L pLliff. ...og ENGilNrv St.F^TÆKuR SVoMfl V’ier —v—■ ... SkLlUDWJjT 2 pimvut Átök menningarheilda Þegar kommúnismann í Austur- Evrópu þraut örendið eftir langa og kvalafulla dauðakippi undir lok níunda áratugarins og Sovétríkin sálugu liðuðust í sundur voru margir bjartsýnir á að tímabil ógn- ar og átaka væri liðið í Evrópu. I hugum margra markaði fall Berl- ínarmúrsins 1989 endalok þeirra átaka sem hófust með heimsstyrj- öldinni miklu og kalda stríðsins sem fýlgdi í kjölfarið. Ný heims- mynd var að verða til. Það var í þessu ljósi sem Francis Fukuyama skrifaði sína ffægu bók The End of History and the Last Man árið 1992. Fukuyama vildi meina að átökum um þjóðfélags- skipan væri lokið, að menn hefðu loksins komið sér saman um opið lýðræðisskipulag sem byggir á markaðsbúskap og vernd mann- réttinda. Hann vildi meina að stjórnmáladeilur nútímans væru allar tilbrigði við þetta sama stef. Fljótlega kom í ljós að ástandið var nú ekki svona einfalt. Ári síðar birti Samuel Hunting- ton fræga grein í Foreign Affairs undir heitinu The Clash of Civi- lizations? Huntington var sammála því að tímabili átaka um hin stóru pólitísku hugmyndakerfi, komm- únisma og kapítalisma, væri lokið. Við sjónarrönd alþjóðastjórnmál- anna sá hann hins vegar glitta í annars konar átakaás, - engu skárri. Átök ólíkra menningar- heilda og trúarbragða. Frá því að grein Huntingons kom út sumarið 1993, og svo bók svipaðs efnis 1996, hefur þróunin í alþjóðasamskiptum því miður ver- KLIPPT OG SKORIÐ Magnús ÍL. fýrrverandi félags- málaráðherra, vand- ar Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur utanríkisráðherra ekki kveðjumar á heimasíðu sinni. Sakar hann ráðherrann um lýðskrum með því að kalla heim íslenska ffiðar- gæsluliðann í Irak. „Það má segja að utanríkisráðherra og formaður Samfýlkingarinnar hafi með þess- ari ákvörðun staðið fýrir lið- hlaupi.Það er alla jafna tekið mjög hart á liðhlaupum, en Iiðhlaupar geta komið ffam á ýmsum vett- vangi.Getur verið að þetta lið- ið þráðbeint í átt til þess sem Hunt- ington spáði. Ógnir og átök í Danmörku Ein birtingarmynd þessara menningarátaka blasir við okkur í Danmörku þessa dagana. I vikunni voru átta múslímar handteknir í Kaupmannahöfú grunaðir um að standa að skipulagningu hryðju- verkaárása. Þeir sem fýlgst hafa með samfélagsþróun í Danmörku undanfarin ár vita að sífellt hefur sigið á ógæfuhliðina í samskiptum aðfluttra múslíma og kristinna Dana. Eins og svo víða í Vestur- Evrópu sóttu Danir vinnufúsar w. VIÐHORF Eiríkur Bergmann Einarsson hendur út fýrir landsteinana á sjötta og sjöunda áratugnum til að starfa í láglaunastöríúm í Dan- mörku. Margt af því fólki kom frá Mið-Austurlöndum og hefur síðan bæði eignast börn og barnabörn. Lengst af voru samkipti innfæddra Dana og aðfluttra múslíma góð. Að vísu urðu innflytjendur að sætta sig við mun verri kjör og þurftu að búa í lakari hverfum, gjarnan í blokkaffumskóginum í vesturhluta Kaupmannahafnar. Þegar líða tók á hlaup utanríkisráðherrans muni hafa neikvæð áhrif á stöðu íslands í alþjóðlegu samstarfi og þar með t.d. haft áhrif á gengi okkar í kosn- ingunni um sætið í Örygg- isráðinu?" spyr Magnús. Arsskýrsla ríkislögreglustjóra fýrir árið 2006 var að koma út en þar má meðal annars finna nöfn þeirra fýr- irmanna sem komu til landsins og þurftu lögreglufýlgd á síðasta ári. Oft hafa verið stærri nöfn á þess- um lista en þó má m.a. sjá að Friðrik krónprins Danmerkur, Bush eldri, Jaap De Hoop Schef- fer, framkvæmdastjóri NATO, og Thorbjom Jagland, forseti norska tíunda áratuginn tóku samskiptin að versna verulega. Mörgum inn- fæddum Dönum stóð stuggur af afkomendum innflutta verkafólks- ins sem oft áttu erfitt með að kom- ast að í dönsku samfélagi, voru jafnvel atvinnulausir og héldu gjarnan til við lestarstöðvar. Inn- flytjendur og afkomendur þeirra fundu fýrir aukinni tortryggni og svo fór allt í bál og brand eftir 11. september 2001. Aðeins í þessu ljósi er hægt að skilja deiluna um skopmyndirnar af Múhameð sem Jótlandspósturinn birti fýrir skemmstu. Vegið að lýðréttindum Atburðir vikunnar sýna að hark- an er enn að aukast. I beinu fram- haldi af handtöku áttmenninganna lagði Danski þjóðarflokkurinn til enn harðari löggjöf til varnar hryðjuverkum. Samt hefúr veru- lega verið þrengt að borgaralegum réttindum í Danmörku eftir 11. september, eins og svo víða á Vest- urlöndum. En Danski þjóðarflolck- urinn vill sem sé þrengja enn frekar að lýðréttindum manna - bæði innfæddra og innflytjenda - og boðar til að mynda stóraukna vöktun á fólki með myndavélum auk þess að heimila lögreglunni að framkvæma húsleit í heilu stiga- göngunum án nolckurs dómsúr- skurðar. Þá vilja þeir einnig meina fólki sem er andsnúið lýðræðis- skipulagi að ferðast til landsins. Hvernig þeir ætla að sldma svoleiðs fólk úr ferðamannaröðinni á Kast- rup veit ég þó ekki. Höfundur er stjómmálafræðingur stórþingsins, óku hér allir um götur í lögreglufýlgd auk þess sem lög- reglan gætti 150 manna og lcvenna á fúndi forsætisráðherra Eystra- saltsráðsins. Afþessum Iista má þó sjá að opinberir gestir á síð- asta ári voru tæpast mestu stór- stjörnur í heimi. Klippari minnist þess ekki að nokkur þjóðhöfðingi hafi komið í op- inbera heimsókn hingað til lands á þessu ári. En stór- stjarnan Bette Midler kom á Bessastaði þótt ekki hafi það verið í lögreglufýlgd. elin@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.