blaðið - 07.09.2007, Blaðsíða 27

blaðið - 07.09.2007, Blaðsíða 27
blaðið FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2007 NÁMSKEIÐ 27 Skosk æðri menntun Nemendur fræðast um yfirnáttúruleg fyrirbæri Háskólinn í Glasgow hyggst nú á haustmánuðum bjóða fólki upp á allsérstakt námskeið þar sem umfjöllunarefnið verður draugar, miðlar og önnur yfirnáttúruleg fyrirbæri. Námskeiðið er hug- arfóstur prófessors við skólann, Archie Roy, sem kennt hefur við skólann um árabil við góðan orðstír. Draugar ekki lengur vafamál Nemendum mun standa til boða að sitja þetta námskeið, sem mun ná yfir 20 vikna tímabil, fyrir um 17.000 krónur. Hinn 81 árs gamli Archie Roy, sem hyggst kenna sjálfur á námskeiðinu, segir að þökk sé nútímavísindum sé ekki lengur hægt að afneita tilvist þess- ara yfirnáttúrulegu fyrirbæra. „Rannsakendur á þessu sviði hafa rannsakað þessi fyrirbæri um árabil og hafa því sannað tilvist þeirra.“ Hættulegt kjaftæði En eins og við er að búast eru ekki allir sáttir við þetta fyrirhug- aða námskeið og hafa sumir gengið svo langt að segja námskeiðið sam- anstanda af hættulegu bulli og að það eigi ekki heima í virtri mennta- og rannsóknarstofnun. Samtökin National Secular Society, sem berj- ast gegn hvers konar áhrifum hjá- trúar og hindurvitna, hafa einnig lagt orð í belg og sagt að þau viti ekki hvort þau eigi að hlæja eða gráta vegna þessa námskeiðs. Draugar og endurholdgun Námskeiðið mun samanstanda af fjölmörgum fyrirlestrum þar sem fjallað verður um mismunandi málefni hverju sinni. Á meðal þess efnis sem verður á námskránni eru draugar, draugahús, miðlar, ærsla- draugar, andalækningar, miðla- skurðlækningar, endurholdgun og andsetningar. Reikna má með að aðsóknin á þetta námskeið verði í góðu samræmi við gagnrýnina sem námskeiðið hlýtur. Háskólinn í Glasgow Býður upp á afar umdeilt námskeið um drauga og þess háttar viðfangsefni. Hvernig lærir þú? Hvemig námstaékni hentar þér best? Góð og skilvirk námstækni skiptir miklu máli í krefjandi námi. Ýmsar leiðir eru til þess að koma sér upp góðum vinnubrögðum en áður en hafist er handa er ágætt að öðlast skilning á því hvernig eiginleikar þínir skipta máli þegar kemur að því að læra. Þegar tekist er á við nýtt námsefni, finnst þér best að: • 1. Lesa námsefnið • 2. Hlusta á einhvern skýra frá námsefninu • 3. Taka þátt í umræðu um námsefnið með öðrum eða gera tilraunir sem auka skilning Svar við spurningunum hér að ofan er vísbending um hvaða námstækni hentar þér best. Með því að skilja hvaða náms- tækni hentar þér best geturðu sniðið námið að þörfum þínum þannig að námið verði þér léttara og taki styttri tíma en annars. Að horfa til að muna Ef þú vilt lesa námsefnið sjálfur er líklegt að þú meðtakir á skilvirk- astan hátt upplýsingar sjónrænt (texti í bókum og skýringarmyndir). Slíkir námsmenn hafa gott af því að teikna upp gröf og nota myndræn orð til að muna hugtök. Að hlusta til að muna Ef þú vilt frekar hlusta á út- skýringar áttu auðveldara með að muna upplýsingar með því að nota virka hlustun. Hlusta á efni aftur og aftur. Gott er að nota til þess hljóðbækur og margir taka einnig til þess bragðs að taka upp eigin lestur með aðstoð upptöku- tækis. Margar fartölvur eru út- búnar upptökubúnaði sem nýtist námsmönnum á þennan hátt, og jafnvel farsímar líka. Að gera til að muna Ef þér finnst gott að ræða við aðra um námsefnið og spyrja spurninga um efnið til að búa til mynd af því þarftu virka náms tækni til að dýpka á hugtakaskiln ingi þínum. Gera tilraunir, spyrja spurninga og að yfirfæra náms efnið í eigin raunveruleika. Skráðu þig á spennandi námskeið sem byggir á því sem kemur fram í myndinni og bókinni „The Secret" - Leyndarmálinu: Bob ProctoKs The Goal Achiever Purpose -> Vision -> Goals -> Success Fyrirlesari: Oddmund Berger, framkvæmdastjóri LifeSuccess Nordic etta skemmtilega og líflega námskeið sem nú er haldið í annað sinn á íslandi, færir þér hagnýt ráð og hnitmiðaðar hugmyndir til að öðlast það sem þú sækist eftir á öllum sviðum lífsins, hvort heldur sem það er í starfi eða einkalífi. Það byggir á því sem fjallað er um í myndinni „The Secret" Levndarmálinu og kennir þér hvernig þú getur virkjað Aðdráttar- lögmálið (The Law of Attraction) til að láta draumana rætast — miklu fyrr en þig grunar! Hvar: Háskólabíói, salur 2. Hvenær: Laugardagur 8. september 2007. Tími: Kl. 09:30-17:00 Á þessu námskeiði lærir þú að brúa bilið á milli þess að setja þér markmið og koma þeim síðan í framkvæmd. Þú lærir hvernig allt sem þú gerir og hugsar hefur áhrif á líf þitt og örlög. Þú lærir að skapa þér spennaridi framtíðarsýn, setja þér áhugaverð markmið og forgangsraða síðan daglegum verkefnum. Meðal þess sem þú lærir er: Að ákveða á kerfisbundinn hátt hvað það er sem þú raunverulega vilt og þráir og síðan sett þér viðeigandi markmið sem hjálpa þér að láta draumana rætast. - Að koma auga á hindranir og hemla í eigin Iffi og umhverfi og eytt áhrifum þeirra þannig að þú verðir óstöðvandi. - Að forgangsraða markmiðum, hvort sem þau eru 5 eða 5000! - Að koma augá mikilvægasta markmiðið - markmið #1 - Að skapa þér spennandi og sigursæla framtíðarsýn. Fyrirlesarinn Oddmund Berger er framkvæmdastjóri LifeSuccess Nordic. Hann var hér síðast á ferð í lok maí og var þá með fjölsótt Goal Achiever námskeið sem hátt í þrjúhundruð þátttakendur sóttu. Námskeiðið er eftir Bob Proctor úr mvndinni „The Secret" en hann hefur á 45 ára ferli sínum sem fyrirlesari verið með námskeið sem hundruðir þúsunda þátttakenda um allan heim, hafa sótt. Námskeiðsgjald: Kr. 15.995 TILBOÐ: Kr. 12.995 (Gildir til 6. september) Takmarkaður fjöldi, bókaðu í dag! Hópafslættir: 3+1 FRÍTT (25% afsláttur) og 7+3 FRÍTT (30% afsláttur). Innifalið: Námskeiðsgögn og penni (allt nema veitingar). Fjölmörg stéttarfélög og starfsmenntasjóðir endurgreiða félagsaðilum sínum námskeiðsgjaldið að hluta eða í heild. Athugaðu málið hjá þínu félagi. Skráning og nánari upplýsingar: www.stjornandinn.is Skráning með tölvupósti: stjornandinn@stjornandinn.is Símaskráning: 846-0149 Stjórnunarfélag Islands

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.