blaðið - 07.09.2007, Síða 15

blaðið - 07.09.2007, Síða 15
blaðið FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2007 15 Skortur á Á þessu hausti ná margir leik- skólar ekki að ráða í lausar stöður leikskólakennara. Foreldrar lesa um það í fjölmiðlum að þeir megi eiga von á því að fá ekki inni í leik- skóla fyrir barn sitt á komandi vetri! Leikskólastjórar þurfa að svara áhyggjufullum foreldrum með sömu afsökun og í fyrra: „Nei, því miður get ég ekki gefið dag- setningu á það hvenær barnið þitt kemst inn í leikskólann vegna þess að það vantar starfsfólk!” Þessi end- urtekna staða er mjög slítandi fyrir Hæft og vel menntað starfsfólk í upphafi leikskólagöngu er grunnur lagður að líðan barns í skóla almennt. Það skiptir því meginmáli að leikskólinn hafi á að skipa hæfu og vel menntuðu starfs- fólki, sem hugsar sér leikskóla sem framtíðarvinnustað. Almennur skortur á leikskólakennurum hefur verið hér í Reykjavík og víðar í mörg ár. Fyrir nokkrum árum fór menntun leikskólakennara upp á Soffía Þorsteinsdóttir leikskólastjóra og afleit fyrir for- eldra, sem höfðu miklar væntingar í vor eftir að þeim barst í hendur gleðilegt bréf um að barn þeirra væri búið að fá pláss á leikskóla. Ég leyfi mér að fullyrða að leikskóla- stjórar vilja hefja starfsemi leikskól- ans sem fyrst að hausti og standa vel að inntöku nýrra barna. Metnaðarfulla og framsækna leikskóla er ekki hægt að reka ef innvið- ina skortirl leikskólakennurum segir illilega til sín! háskólastig og námskröfur auknar en launin ekki að sama skapi. Hröð uppbygging leikskóla hefur heldur ekki haldist í hendur við fjölda út- skrifaðra leikskólakennara sem einnig hefur haft sitt að segja. Leik- skóla- og menntasvið býður upp á gott starfsumhverfi, markvissa endurmenntun starfsfólks og metn- aðarfullt þróunarstarf í mörgum leikskólum. Framsækni er mikil eins og nýleg starfsáætlun svið- anna sýnir. Einnig má nefna að á undanförnum árum hafa erlendir leikskólakennarar og sérfræðingar á sviði leikskólamála verið tíðir gestir í leikskólum Reykjavíkur- borgar og hefur faglega starf leik- skólanna hér vakið mikla athygli gestanna. Það er synd að þessir frábæru leikskólar skuli jafnvel vera lokaðir að hluta vegna skorts á fagfólki. Skammtímalausnir Umræða um málefni leikskóla sem menntastofnana mætti vera meiri úti í samfélaginu. Fjölmiðlar þyrftu að sýna innra starfi leik- skóla meiri áhuga, ekki eingöngu á hátíðarstundum eða þegar kreppir að í starfsmannamálum. Sú um- ræða dregur oftar en ekki upp neikvæða mynd af leikskólum og leikskólastarfi. Við sem stöndum að leikskólamálum þurfum að halda vel á spöðunum og vera sam- taka um að rödd okkar heyrist. Stjórnmálamenn þurfa að vinna að því að gera störf í leikskólum eftirsóknarverðari í þjóðfélaginu, t.d. með hærri launum og leggja kapp á að mennta fleiri leikskóla- kennara. Þær skammtímalausnir sem gripið hefur verið til vegna skorts á starfsfólki leikskólanna hafa ekki náð tilætluðum árangri. Reglugerðir varðandi fjölda barna á hvern starfsmann má ekki brjóta, en hætta er á að slíkt gerist þegar svona árar. Börnin okkar eiga rétt og það er á okkar ábyrgð að vernda þau. Metnaðarfulla og framsækna leikskóla er ekki hægt að reka ef innviðina skortir! Höfundur er leikskólastjóri Silkimjúkt, próteinríkt og fitulaust JÓGÚRTm? Wvl og perun> • Hugsaðu um heilsuna! •mW a Ljogurt með iref|uni ...v.. ”|yLfrrr JÓGUr Camla góða Frískandi, hollur og léttur drykkur í dós Óskajógúrtin - bara léttarí y Fitusnauðar og mildar ab-vörur MJÓLKURVÖRUR f SÉRFLOKKI w ^orur m m FLOKKI

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.