blaðið - 07.09.2007, Blaðsíða 21

blaðið - 07.09.2007, Blaðsíða 21
blaöió Dansskóli Ragnars Sverrissonar Dansinn eykur sjálfstraust og þrótt í vikunni opnaði nýr dansskóli dyr sínar í fyrsta sinn en það er Dansskóli Ragnars Sverrissonar sem er staðsettur að Bíldshöfða 18. Ragnar er alls ekki ókunnur dansíþróttinni, hefur lifað og hrærst í þeim heimi í um 25 ár og hefur þar að auki kennt dans í 14 ár, bæði hér heima og erlendis. Ragnar segir að úrvalið í dansskól- anum verði að mestu leyti með hefðbundnu sniði. „Dansinn er náttúrlega sígildur þannig að það er ekki alltaf hægt að vera að finna upp á einhverju nýju. Það sem við erum aðallega með eru samkvæmisdansar, þar liggur mín reynsla, og til að reyna að hafa fjölbreytni í þessu þá erum við með línudans líka. Svo erum við líka með salsa-kennslu. Línu- dansinn og salsa hafa þann kost fyrir nemendur að þá þurfa þeir ekki að hafa dansfélaga með sér en í samkvæmisdönsunum verður fólk að taka einhvern með / u ser. Dans fyrir alla fjölskylduna En það eru ekki bara fullorðnir sem geta fengið danskennslu hjá Ragnari heldur er börnum einnig gert hátt undir höfði og er boðið upp á námskeið fyrir börn á öllum aldri, allt niður í 2-3 ára. „Við erum með þessa sígildu barnadansa. Við reynum að fá börnin til að stíga sín fyrstu spor í samkvæmisdönsunum svo sem tsjatsjatsja og enskum valsi. Okkur langaði hins vegar til að koma með eitthvað nýtt í kennsl- una þannig að ég þróaði námskeið sem heitir Foreldrar og börn. Þetta er í sjálfu sér ekkert nýtt nema þá í samkvæmisdönsunum.“ Á þessu til- tekna námskeiði læra jafnt foreldrar sem börn að stíga dans. Foreldrar dansa við börnin sín og hjálpa þannig til við kennsluna með því að veita börnum sínum stuðning og að- hald. „Þá er miklu meiri möguleiki að kenna börnunum. Þá læra foreldr- arnir líka þessa dansa og geta þá dansað þessa dansa heima í stofu. Þá er kominn enn einn vinkill á að foreldrar og börn leiki sér saman.“ Dans veitir fólki sjálfstraust Fyrir utan allt þetta mun einnig verða boðið upp á freestyle-dans- kennslu í skólanum en sú kennsla hefst í næstu viku. Aðspurður um hver sé ávinningurinn fyrir fólk sem lærir dans þá stendur ekki á svörum hjá Ragnari. „Fyrir mig að kunna að dansa, þá get ég dansað alls staðar þar sem boðið er upp á einhvern dans. Maður er alltaf að sjá að krakkar sem maður kenndi á sínum tíma eru núna að verða leik- arar og þess háttar. Maður ályktar að það sjálfsöryggi sem krakkarnir öðluðust í gegnum dansinn á sínum tíma hjálpi þeim að ná árangri.“ Þeir sem vilja afla sér frekari upplýsinga um námsframboðið hjá hinum nýja Dansskóla Ragnars geta brugðið sér á heimasíðu skólans, www.dans- skoliragnars.is. Egg 1 vettlinginn í vetur Fæða hefur gríðarleg áhrif á hugann og starfsemi hans. Lundar- far og andlegt úthald sveiflast að miklu leyti eftir því hvernig fæðu við neytum. Neysla á eggjum gæti hins vegar styrkt námsmenn sem og aðra er þurfa að efla minni og kæta lund. Egg innihalda kólín sem er flokkað sem eitt af B-vítam- ínunum. Kólín hefur róandi áhrif og getur unnið gegn spennu og streitu. Það er talið framleiða efni í heilafrumum sem bætir minnið. Þá er gott og gilt húsráð á köldum íslenskum vetrum að ganga í skól- ann með heitt egg í nesti innan í vettlingnum. NÁMSKEIÐ Á HAUSTÖNN 2007 Tungumál 10 vikna námskeið 20 kennslustundir Áhersla á talmál Kennt er í byrjenda- framhalds - og talæfingaflokkum ENSKA DANSKA NORSKA SÆNSKA FRANSKA ÍTALSKA SPÆNSKA ÞÝSKA ÍSLENSKA stafsetning og ritun ÍSLENSKA Verklegar greinar FRÍSTUNDAMÁLUN GLERBRENNSLA LOPAPEYSUPRJÓN SKRAUTRITUN TRÉSMlÐI ÚTSKURÐUR Saumanámskeið BÚTASAUMUR CRAZY QUILT FATASAUMUR / BARNAFATASAUMUR FATABREYTINGAR Matreiðslunámskeið GÓMSÆTIR BAUNA- PASTA -OG GRÆNMETISRÉTTIR. GÓMSÆTIR HOLLIR SUÐRÆNIR RÉTTIR FRÁ MIÐJARÐARHAFS- LÖNDUNUM HRÁFÆÐI Tölvunámskeið FINGRASETNING VEFSÍÐUGERÐ FrontPage TÖLVUGRUNNUR TÖLVUGRUNNUR Framhald MATARMIKLAR SÚPUR OG HEIMABAKAÐ BRAUÐ MATARGERÐ FYRIR KARLMENN I Grunnnámskeið WORD Ritvinnsla Garðyrkjunámskeið GARÐURINN ALLT ÁRIÐ HAUST - OG VORLAUKAR fyrir útlendinga 9 vikna námskeið 50 kennslustundir Kennt er í byrjenda og framhaldsflokkum. ísl. I, ísl. II, ísl. III, tsl. IV. ÞJÓÐBÚNINGUR - SAUMAÐUR SKRAUTSAUMUR - Baldering Skattering MATARGERÐ FYRIR KARLMENN II Framhaldsnámskeið SPENNANDI BÖKUR HREYFI GREININC ® Fagleg heilsurækt 0 Frábær aöstaöa ® Frábær lífsstíls námskeið ® Frábær staðsetning Viltu komast í form? Talya Freeman, Arna Hrönn Sævar Kristjánsson, Harpa Helgadóttir, Birkir Már Sandra Dögg Hólmfríður B. Jógakennari Aradóttir, íþróttafræðingur sjúkraþjálfari BSc, Kristinsson, sjúkra- Árnadóttir, Þorsteinsdóttir, Rope Joga kennari BSc MTc, MHSc þjálfunarnemi sjúkraþjálfari BSc sjúkraþjálfari BSc, MTc Ný námskeið eru að hefjast Bak- í formi til R0Pe/á^N Jóqa fyrir leikfimi framtíðar* Joga stirða og byrjendur Betri líðan í hálsi, Skráning er hafin (þessi hjá Örnu Ara. Talya og Guðmundur kynna grunnhreyfingar þar sem herðum og baki. vinsælu aðhalds- og Námskeið eru að hefjast. öndun og hneyfing fara saman. Skráning á harpahe@hi.is. lífsstílsnámskeið fyrir Skráning í s(ma 511 1575. Enqin þekkinq á ióqa er www.bakleikfimi.is konur. 8 vikna námskeið. k— k nauðsynleg og hentar öllum. Vigtar- ráðgjafarnir (slensku vigtarráðgjafarnir vigta alla þriðjudaga kl. 11.30-12.30. Fundur kl. 12.30. Bumban burt* Lokuð námskeið fyrir karla sem vilja ná árangri. 8 vikna námskeið. Móðir og barn Skráning er hafin í fimm vikna námskeið Söndru Daggar Árnadóttur. Líkamsrækt Frábær aðstaða til að æfa á eigin vegum á þægi- legum stað. Opnir timar. Stundaskrá: www.hreyfigreining.is *Við erum í samstarfi við íslensku vigtarráðgjafana. Við tökum hressilega bæði á hreyfingu og mataræði. Nánari upplýsingar um fleiri námskeið og stundaskrá fyrir haustið 2007 á www.hreyfigreining.is HREYFI^GREINING SJUKRAÞJALFUN OG LIKAMSRÆKT Höfðabakka 9 Simi: 51 1-1575 www.hreyfigreining.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.