blaðið - 07.09.2007, Blaðsíða 37

blaðið - 07.09.2007, Blaðsíða 37
blaóió FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2007 37 Mermingarminjadagur Evrópu 2007 Ný sýn á söguna Margir fá nýja sýn á sögu- lega staði með því að taka þátt í fræðsludagskrá í tilefni af menningarminja- degi Evrópu. Efnt verður til slíkrar dagskrár víða um land í dag. Eftir Einar Örn Jónsson einar.jonsson@bladid.net Almenningi gefst tækifæri til að kynna sér menningarminjar víða um land í dag á árlegum menningarminjadegi Evrópu. Að þessu sinni er þema dagsins gömul híbýli og íbúar þeirra og verður boðið upp á leiðsögn og fyrirlestra á sex stöðum víðsvegar um landið. Um fræðsluna sjá minjaverðir og aðrir starfsmenn Fornleifaverndar ríkisins víða um land en Fornleifaverndin sér einmitt um framkvæmd dagsins hér á landi. Athygli vakin á menningararfinum „Þetta hefur oftast verið þannig að sá sem kynnir staðinn beldur 20-30 mínútna erindi og gengur síðan um staðinn með fólki sem er hvatt til að spyrja spurninga,“ segir Gunnar Bollason, verkefnisstjóri hjá Fornleifavernd ríkisins. „Tilgangur dagsins er að vekja athygli almennings á gildi menning- ararfsins, að fólk kynnist sögulegu umhverfi sínu og veiti minjum í kringum sig eftirtekt,“ segir Gunnar og tekur undir að fræðslan opni mörgum nýja sýn á staði sem þeir hafa jafnvel áður farið um. Staðirnir leyna á sér „Þegar kafað er ofan í söguna og fjallað um staðina segir fólk kannski að það hafi margoft komið á þennan stað eða keyrt framhjá honum en UMHELGINA • Grieg í Laugarborg Harald Björköy tenórsöngvari og Selma Guðmundsdóttir píanó- leikari flytja sönglög eftir Ed- vard Grieg og sporgöngumenn hans á tónleikum í Laugarborg í Eyjafirði á sunnudag kl. 14. • Systrasöngur Systurnar Erla Björg og Rannveig Káradætur halda söngtónleika í Laugarneskirkju sunnudaginn 9. september kl. 16. Dagskráin verður fjölbreytt og samanstendur meðal annars af verkum eftir Mozart, Grieg, Puccini, R. Strauss, Dvorak, og Karl Ó. Runólfsson. • Ný sýning á Kjarvalsstöðum Yfirlitssýning á verkum Eggerts Péturssonar myndlistarmanns verður opnuð á Kjarvalsstöðum á laugardag kl. 16. • Mary Ellen Mark Sýningin Undrabörn með myndum hins fræga bandaríska ljósmyndara Mary Ellen Mark verður opnuð í Þjóðminjasafn- inu á sunnudag. • Opnun í Listasafni Árnesinga Þessa heims og annars: Einar Þorláksson og Gabríela Friðriks- dóttir er yfirskrift sýningar í Listasafni Árnesinga sem opnuð verður á laugardaginn. Athygli a menningararf- inum Tilgangur menning- arminjadags Evrópu er aö vekja athygli almennings á i menningararfinum aö sögn ; Gunnars Bollasonar hjá Fornleifavernd. því hafi ekki verið ljóst að hann væri svona merkur eða geymdi svo mikla sögu. Gestir sem hafa mætt hafa því verið ánægðir með þetta og hafa von- andi augun opin þegar þeir ferðast um,“ segir Gunnar. Dagskráin er sem hér segir: • Kristinn Magnússon fjallar um skálarústir og manngerða hella í landi Efra-Hvols í Rangárþingi eystra kl. 17. Safnast verður saman við afleggjarann að Þórunúpi (ekið af vegi nr. 262) þar sem hann liggur framhjá hellunum um einn kílómetra innan við bæjarhúsin á Efra-Hvoli. • Agnes Stefánsdóttir rekur sögu Laugarvatnshella við Gjábakkaveg á Lyngdalsheiði, ofan Laugarvatns- valla, milli Þingvalla og Laugar- vatns kl. 17. • Gunnar Bollason rekur sögu Útskála í Garði kl. 17. Að erindi loknu verður boðið upp á stutta göngu um kirkjugarðinn sem geymir óvenjulegan fjölda merkra minningarmarka. • Magnús A. Sigurðsson minja- vörður rekur sögu Bólstaðar við Vaðilshöfða í landi Úlfarsfells í Álftafirði, rétt neðan við brúna yfir Úlfarsfellsá kl. 18. • Þór Hjaltalín minjavörður og Guðný Zoéga fornleifafræðingur leiða gesti um Keldudal á Hegra- nesi í Skagafirði kl. 10. • Haraldur Þór Egilsson sagnfræð- ingur kynnir sögu Akureyrarkirkju og gripi hennar milli kl. 17:30 og 19. Gleðidagur Haustið er tími hverfahátiða í Reykjavík og nágrenni og nú um helgina eru að minnsta kosti tvær slíkar á dagskránni. Grafarvogsbúar blása til sinnar hátiðar á morgun en í dag klæða Breiðhyltingar sig í betri fötin og halda Breiðholtsdag- inn hátíðlegan. Þetta er í fimmta skipti sem há- tíðin er haldin og að venju er fjöl- brey tt dagskrá í boði. Leikjadagskrá fyrir nemendur í grunnskólum hverfisins hefst á ÍR-vellinum kl. 10. Yngstu nemendur í 1.- 5. bekk koma fyrst og þeir eldri um há- degi. Á hádegi verður sameiginlegt í Breiðholti hópatriði þar sem allir nemendur í Breiðholti senda kveðjur sínar til heimsins. Fjölskylduskemmtun hefst í risa- tjaldi á ÍR-svæðinu kl. 17. Þar flytur Breiðhyltingurinnogborgarstjórinn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ávarp og afhendir heiðursviðurkenningar. Dagskráin verður afar fjölbreytt en þar munu leikskólabörn koma fram, dixielandhljómsveit leikur, eldri borgarar dansa og syngja, félög í Breiðholti kynna starfsemi sina og nemendur frá tónlistarskólum troða upp. Er nær dregur kvöldi munu dúndrandi rokktónar hljóma i tjald- inu með tilheyrandi ljósagangi. Þá verða kynningarbásar á staðnum, knattspyrnuleikur, hoppu- kastalar, veggjaklifur og margt fleira skemmtilegt á boðstólum. Stefnt er að því að ljúka hátíðarhöld- unum á táknrænan hátt kl. 21. Breiðholtsbúar eru hvattir til að taka þátt í Breiðholtsdeginum og leggja þannig sitt af mörkum til efl- ingar mannlífs og alls samfélagsins í Breiðholti. Nánari upplýsingar og dagskrá má nálgast á vefsíðunni breidholt.is. Til bókaútgefenda: BÓKATÍÐINDI 2007 Skráning nýrra bóka í Ðókatíðindi 2007 er hafin. Útgefendur eru hvattir til að skrá bœkur sínar sem allra fyrst en lokaskil vegna kynninga og auglýsinga er 17. október nk. Ðókatíðindum verður sem fyrr dreift ó öll heimili á íslandi. -------------♦♦♦------------ Allar upplýsingar á skrifstofu Félags íslenskra bókaútgefenda, Ðarónsstíg 5, sími 511 8020. Netfang: baekur@simnet.is FÉLAG ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFEN DA

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.