blaðið - 07.09.2007, Blaðsíða 38

blaðið - 07.09.2007, Blaðsíða 38
LÍFSSTÍLLVEIÐI veidi@bladid.net FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2007 blaöiö ; Þetta var meiriháttar, fiskurinn tók maðkinn og ég var ekki lengi að landa fiskinum," sagði Hlynur Snær Sæmundsson við Fáskrúð en hann var að ianda fyrsta laxinum á ævinni, en örugglega ekki þeim síðasta. Kjarrá í Borgarfirði Þessi kona var með lax á stönginni en Ijósmyndarinn vildi ekki trufla veiðina með því að spyrja hana að nafni. Veislan stendur enn Fiskurinn mættur en veiðitíminn búinn „Við vorum að koma úr Víðidalsá í Húnvatnssýslu og veiðin var fín. Þrír veiðimenn í hópnum veiddu mar- íulaxinn og þeir bættu við fjórum fiskum að auki,“ sagði veiðimaður sem varð á vegi blaðamanns og var að koma úr ánni fyrir nokkrum dögum. Veiðiveislan heldur áfram. Á nokkrum dögum fóru 100 laxar í gegnum teljarann í Gljúfurá í Hún- vatnssýslu eftir miklar rigningar dag eftir dag. Menn mega þó ekki veiða of mikið, það gengur alls ekki. Þess vegna verða þeir að passa sig. Maður getur veitt yfir sig í veiði- veislunni og það gerði undirritaður í Fáskrúð í Dölum, þegar landað var 8 löxum á einum degi og mörgum þeirra á mjög stuttum tíma. En einn lax stóð upp úr og það var fiskurinn sem tók í Viðbjóð, en hann tók rauða Frances. Hylurinn Viðbjóður var enginn viðbjóður þennan daginn. Það var mikið vatn í ánni og fiskurinn tók alveg niðri á brotinu. Flugunni var kastað nokkrum sinnum niður á brotið og laxinn var alltaf að taka í fluguna en sleppti alltaf. Veiðimaðurinn kastaði og kastaði á móti rokinu og flugan fór neðst niður á brotið. TAKA. Þvílík tilfinning að finna fiskinn taka fluguna. Sú tilfinning var góð. Þetta var meiriháttar, staðurinn var flottur, en nafnið ljótt. Þetta sama nafn er á veiðistað í Grímsá í Borgarfirði og sá staður gefur einnig vel af fiski. Það er kannski um að gera að hafa nöfnin nógu ljót á veiðistöðunum, svo fiskurinn taki. Ég veit það ekki. Frábær gangur hefur verið í mörgum veiðiám síðustu daga og veiðitíminn hefur verið fram- lengdur í Norðurá í Borgarfirði, en mokveiði hefur verið undanfarið. Það er sama hvað áin heitir þessa dagana, veiðin er alls staðar fyrir hendi, fiskurinn er mættur en veiði- tíminn er víða úti. Sérfræðingar i fluguveiði Mælum stangir. splæsum llnur og setjum upp. Sportvörugerðin hf„ Skipholt 5. s. 562 8383. ALLA DAGA biað ÍÞRÓTTIR Auglýsingasíminn er 510 3744 Breiðdalsá 430 laxar komnir á land „Hérna í Breiðdalnum hefur ekki rignt lengi og áin er orðin vatnslítil. Núna eru komnir 430 laxar land og það hafa verið að veiðast vænir laxar siðustu daga,“ sagði Þröstur Elliða- son þegar hann var spurður um stöð- una á veiðinni (Breiðdalnum. „Hér eru Spánverjar að veiðum en þeir hafa líka verið á hreindýra- veiðum og ætla síðan á gæsaveiðar á allra næstu dögum. Bleikjuveiðin hefur verið ágæt. Við bíðum eftir rigningu hérna í Breiðdalnum og hún hlýtur að koma fyrr en seinna,” sagði Þröstur ennfremur. Blaðamaður frétti af veiði- mönnum sem fóru í Heiðarvatn, rétt fyrir ofan Breiðdalsvík, en þeir fengu fína veiði og morguninn eftir skruppu þeir á gæs og fengu nokkra fugla. Fáskrúð í Dölum Mjög góö veiöi síðustu daga Laxveiðin hefur glæðst með rigningum síðustu daga og veiðimenn eru alsælir með fenginn. Veiði- tímabilinu fer þó hvar- vetna að Ijúka. Eftir Gunnar Bender g.bender@bladid.net „Það er greinilega mikið af fiski hérna í Fáskrúð núna, enda töluvert rignt síðustu daga og skilyrðin eru góð. Við vorum að byrja veiðina fyrir nokkrum mínútum," sögðu þeir Jóhannes yngri, Eggert og Jó- hannes eldri, þegar við hittum þá við Fáskrúð í Dölum, en þá voru þeir að byrja veiðiskapinn. „í Hellufljóti er mikið af fiski en hann tekur mjög illa,“ sögðu fé- lagar við Hellufljótið, en á tveimur dögum veiddu þeir 7 laxa félagarnir en hollið sem var að hætta veiði fyrir nokkrum dögum veiddi 16 laxa. Þrjú síðustu hollin í ánni hafa veitt um 60 laxa og er áin komin í 200 laxa. Það er mikið af fiski víða í henni eins og Hellufljóti, Laxhyl og Kerfossi. „Þetta var meiriháttar, fiskurinn tók maðkinn og ég var ekki lengi að landa fiskinum," sagði Hlynur Snær Sæmundsson við Fáskrúð en hann var að landa fyrsta laxinum á æv- inni, en örugglega ekki þeim síðasta. Hlynur veiddi laxinn í Laxhyl og sá hylur hefur gefíð vel síðustu daga. Hlynur beit veiðiuggann af fisk- inum en fannst bragðið alls ekki gott. Síðasta holl veiddi 16 laxa og 10 þeirra veiddust í Laxhyl, en þar virð- ist vera mikið af laxi og nýir laxar ganga á hverju flóði í ána. Eitt sem pirrar veiðimenn eru selir sem raða sér í ós árinnar. Þrír voru þar á sveimi fyrir nokkrum dögum, enda torfa af laxi við ósinn. Margir laxar sem veiðst hafa í Fá- skrúð eru særðir eftir selinn. Frábær gangur í laxveiðinni Rigningar síðustu vikurnar hafa heldur betur hleypt lífi í laxveiðina og veiðimenn hafa veitt mjög vel í flestum veiðiám landsins. „Við vorum í Eystri-Rangá og fengum góða veiði. Áin var reyndar mjög vatnsmikil í einn dag, en það er mikið af fiski í ánni,” sagði veiði- maður sem var að koma úr ánni með marga laxa í skottinu. Eystri- Rangá er að skríða í 5000 laxa sem er ótrúlega góð veiði og það er mikið eftir af veiðitímanum. Mjög góður gangur hefur verið í Ytri-Rangá. Síðustu hollin sem voru að hætta í Norðurá fengu yfir 100 laxa, sem er frábært í september. Langá á Mýrum, Hítará, Álftá, Straumfjarðará og Haffjarðará hafa gefið vel. í Haukadalsá í Dölum veiddi einn veiðimaður 18 laxa fyrir skömmu. Miðá í Dölum hefur gefið fína veiði. Hvolsá og Staðarhólsá gáfu einu holli 22 laxa fyrir skömmu og töluvert af silungi.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.