blaðið - 07.09.2007, Blaðsíða 45

blaðið - 07.09.2007, Blaðsíða 45
blaöiö FOSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2007 45 RÚVkl. 21.30 Eitursvalt illmenni Bandarísk ævintýramynd ,The Chronicles of Riddick, verður sýnd í Sjónvarpinu klukkan 21.30. Hún er frá árinu 2004. Myndin er framhald nvyndar- innar Pitch Black og á að gerast fimm árum síðar. Riddick er eftirlýstur glæpamaður en þegar illskeyttur kynstofn ræðst á varnarlausa plánetu er hinn siðlausi Riddick síðasta von íbúanna. Þetta er hörku- hasarmynd með Vin Diesel í aðalhlutverki. Stöð 2 Bió kl. 22.00 Sögulok hjá Neo Komið er að sögulokum í einum stórkostlegasta þríleik kvikmyndanna í myndinni Matrix Revolutions. Barátta góðs og ills er í hámarki og nú verður skorið úr um framtíð mannkyns í eitt skipti fyrir öll. Vélar hafa tekið stjórnina í sín- ar hendur og ráða heiminum. í borginni Zion á mannfólkið þó enn sína fulltrúa en það er að- eins tímaspursmál hvenær þeir verða að játa sig sigraða. Skjár einn kl. 22.00 Lagakrækjur og lögbrjótar Þáttaröðin Law & Order: Crim- inal Intent er gífurlega vönduð sakamálasería sem lætur engan ósnortinn. Leikari leik- aranna, Vincent D’Onofrio, er hér í hlutverki lögreglustjórans Robert Goren og kafar djúpt í leitinni að lausninni og hættir ekki fyrr en hann skilur orsök glæpsins. í þáttunum samein- ast hröð atburðarás, heillandi sögur, skemmtilegar persónur, ákafi, snilld og frábær leikur. Sitt sýnist hverjum Krúttlegustu slagsmálaatriðin Kvikmyndasagan státar af mörg- um ógleymanlegum slagsmála- og bardagaatriðum. Vefritið E! Online tók sig til á dögunum og dró fram í sviðsljósið atriði sem því fannst vera krúttlegustu slagsmálaatriðin í hinum ýmsu kvikmyndum. Margar góðar myndir voru nefndar til sög- unnar en sú mynd sem þótti skarta hvað sætasta slagsmálaatriðinu var myndin Raising Arizona með Nic- holas Cage í aðalhlutverki. Fast á hæla Raising Arizona komu myndirnar Class með Andrew McCarthy og Rob Lowe, Footloose þar sem Kevin Bacon og Chris Penn heitinn slógust fyrir rétti sínum til að dansa nóttina á enda og Dono- van's Reef þar sem John Wayne og Lee Marvin slógust í tilefni afmælis sins. Aðrar myndir sem komust á list- ann voru myndir á borð við Road- house, Dumb and Dumber, Every Which Way But Loose þar sem húsmóðir slæst við órangútanapa og svo Raiders of the Lost Ark þar sem Indiana Jones sparar sér ómak- ið af því að slást með því að skjóta árásarmanninn. Síðast en ekki síst á þessum lista ber að nefna mynd- ina Gremlins þar sem húsmóðir berst við her af litlum púkum með eldhúsáhöldum. Þetta er býsna góð- sammála þessum lista, frekar en blöndurum, hnífum og hverslags ur listi en ljóst er að ekki eru allir öðrum listum. Kanadískirqæóapottar RYMINGARSALA Munum á næstu vikum opna stærstu pottaverslun í Evrópu í nýju 800m2 húsnæöi í Faxafeni 9 * «* • • •'i « >* * • *. ' * OPIÐ LAUGARDAG 10-16 OG SUNNUDAG 12-16 KOMDU Á POTTADAGA UM HELGINA HJÁ SPAKONGEN OG GERÐU GÓÐ KAUP Spa^paKongen Lækjargötu 34 • Hafnarfjörður • S. 554 7755 www.spakongen.is heitirpottar.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.