blaðið - 07.09.2007, Blaðsíða 30

blaðið - 07.09.2007, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2007 blaðió LÍFSSTÍLLBÍLAR bilar@bladid.net <^p Miðað við að keyrt sé undir ákveðnum ^ hraða ætti að vera að hægt að keyra bíiinn nánast eingöngu á rafmagni, að minnta kosti í venjulegum innanbæjarakstri. ÚR BÍLSKÚRNUM Tengitvinnbílar gætu minnkað eyðslu og útblástur bíla um 70-80% ® 47 cm lenging Eitt af útspilum VW í Frankfurt í næstu viku verður Caddy Maxi Life, stækkuð fólksbílaútgáfa af sendibílnum Caddy. Bíllinn hefur verið lengdur um 47 cm, er búinn 140 hestafla dísilvél (eða 100 hestafla bens- ínvél), sjö sætum og gríðarlega sveigjanlegu og rúmgóðu farm- og farþegarými. • Sölutrix? Á þriðjudag birtist myndband á youtube.com af BMW concept X6, nýja fjór- hjóladrifna coupé-bílnum frá bílasmiðunum bæversku. Myndbandið er búið til af markaðsdeild BMW og sýnir ofuráhugasaman spyril hlaupa nokkra hringi í kringum bílinn, sem er falinn undir yfirbreiðu, og spyrja Chris Bangle, hönnun- arstjóra BMW, ítrekað hvenær hann fái að prófa. Leitið að „ BMW Concept X6“. Leitin ætti líka að skila nokkrum njósna- myndböndum af bílnum. • Yahoo-kort f bílinn BMW- eigendur í Þýskalandi hafa undanfarið getað sótt kort og leiðbeiningar af Google Maps beint í bílinn til sín. Nú hefur Mercedes Benz siglt í kjölfarið og býður 2007 árgerðina af S og CL class-bílum sínum með leið- sögutæki sem er beintengt við Yahoo Local Maps. • Lélegir bílstjórar? MIT-tækni- háskólinn er nú á fullu að und- irbúa bíl til að taka þátt í Urban Challenge-keppninni, hvar sjálf- keyrandi, mannlausir bilar keppa í lokaðri þrautabraut. Bíllinn er bú- inn 40 örgjörvum, fullkomnu GPS- tæki, skynjurum, leiserskanna, ofurnákvæmum hraðamælum og slatta af myndavélum. • Sigurvegari til sýnis Flux er sigurtillaga Mihai Panaitescu í hönnunarkeppni Peugeot, sem haldin var í tengslum við bíla- sýninguna í Genf í mars. Bíllinn verður fullgerður til sýnis í Frankfurt í næstu viku. Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Iteilsérsdekfc velwdakk jhryjgi bilsins byggist ágöðum bjélbörðum Lh'i'Jilíi www.qun tofan Gúmmðvinnustofan SP döMc - SWpMti 35 -1©5 R Sími:5531055 COOnfÝEAR SjCULKL ríflL/íEn Bíllinn hlaðinn eins og sími Orkugajafar framtíðar- innar og lausnir í sam- göngum eru aðalefni ráðstefnunnar Driving Sustainability '07. í tengslum við hana lítur fyrsti tengitvinnbíll lands- ins nú dagsins Ijós. Eftir Einar Elí Magnússon einareli@bladid.net „í tengitvinnbílum er verið að auka við rafmagnshlutann í bílnum, miðað við venjulegan tvinnbíl,“ segir Sigurður Ingi Friðleifsson, fram- kvæmdastjóri Orkuseturs. Hann er frumkvöðullinn á bak við breyt- ingu á fyrsta tengitvinnbílnum á Islandi. Breytingunni lýkur í dag og þá tekur við prófun og gagnasöfnun í eitt ár en bíllinn er í einkaeign. Stærri rafhlaða, minni eyðsla „I bílinn er sett stærri rafhlaða og opnað fyrir þann möguleika að stinga honum í samband við ut- anaðkomandi rafmagn. Það þýðir að hægt er að keyra mun lengri vegalengdir á rafmagninu einu saman. Miðað við að keyrt sé undir ákveðnum hraða ætti að vera að hægt að keyra bílinn nánast ein- göngu á rafmagni, að minnta kosti í venjulegum innanbæjarakstri. Stundum er sagt að tvinnbílar séu bensínbílar með rafmagnshjálpar- mótor. Tengitvinnbílar eru frekar rafmagnsbílar með bensínhjálpar- mótor,“ segir Sigurður. „Ef þessi tækni nær útbreiðslu verða bílarnir meira og minna hlaðnir á nóttunni. Það mundi bæta nýtnina á raforkukerfinu gríðarlega því almenn heimilisnotkun er mjög sveiflukennd. Við notum sama og ekkert á nóttunni en svo er allt í botni yfir daginn," segir Sigurður og bætir við að það sé ekkert erfið- ara að stinga bílnum í samband á nóttunni en fartölvu, farsíma eða Dagana 17.-18. september. í tengslum við samgöngu- viku Reykjavíkurborgar. Alþjóðlegir sérfræðingar fjalla um innleiðingu nýrra orkugjafa í samgöngum og hvernig ísland geti orðið leiðandi á því sviði. www.driving.is öðrum smátækjum. „Það er búið að venja okkur á snúrurnar." Sigurður segir að þar sem um einskonar millitækni sé að ræða sé mjög líklegt að bílar framtíðar- innar verði tengitvinnbílar, burtséð frá því hvaða annan orkugjafa þeir noti. „Fræðilega gæti tengitvinnbíll gengið fyrir hverju því eldsneyti, auk rafmagnsins, sem við ákveðum að nýta á næstu árum. Það gæti til dæmis verið etanól eða vetni og það er mjög líklegt að framtíðarvetnis- bíllinn verði tengitvinnbíll.“ Bíllinn sem er verið að breyta er Toyota Prius-tvinnbíll sem er í einkaeign. Grannt verður fylgst með bílnum næsta árið til að safna upplýsingum og gögnum sem margir hagsmunaaðilar munu nýta í framtíðinni. Leysir útblástursvandann „Ef þessi tækni nær fótfestu gæti hún fræðilega leyst útblásturs- og eldsneytisvanda okkar. Efvið náum niður eyðslunni og útblæstrinum um 70-80% með þessari tækni, þá er þetta komið. Og það án þess að gjörbreyta lífsstíl okkar.“ Breytingin sem slik er einföld, en mjög kostnaðarsöm. Það eru breskir sérfræðingar frá fyrirtæk- inu Amber Jack sem breyta bílnum en aðeins örfáir bílar í Evrópu eru búnir tengitvinntækni. „Það er orðið kapphlaup hjá bílaframleiðendum að bjóða upp á fyrsta tengitvinnbílinn. Þetta snýst bara um kostnað og mark- aðssetningu núna, það eru engar tæknilegar stórhindranir sem þarf að yfirstíga lengur. Fyrsti fram- leiðandinn sem býður svona bíl á verði sem neytendur sætta sig við mun ná gífurlegu forskoti,“ segir Sigurður. Icecool aftur á pólinn Pólfarinn og heimsmetahaflnn Gunnar Egilsson hefur nú smíðað þriðja sex hjóla Ford Econoline-bíl- inn. Það eru Bretarnir sem fóru með Gunnari á suðurpólinn sem pöntuðu bílinn og er hann þegar farinn til Bretlands. Þaðan fer hann á suðurskautið þar sem hann verður notaður í ýmis verkefni. Nýr RS6 Ef þú ert að leita að hentugri jólagjöf er hér hugmynd: Nýr Audi RS6 með 580 hestafla V-10 FSI mótor. Togið í skepnunni er 650 Nm og 0-100 tíminn er 4,6 sekúndur. Sem er allt i lagi fyrir 2.025 kg skutbíl. Það þýðir að hvert hestafl þarf aðeins að knýja áfram 3,5 kg. Eftirlíkingar ekki sýndar Tveir kínverskir bílar, sem áttu að vera til sýnis á bílasýningunni í Frankfurt í næstu viku, hafa verið dregnir út úr sýningunni. Bílarnir voru augljóslega eftirlíkingar annarra bíla, annars vegar BMW X5 og hins vegar Smart Fortwo og komu frá sama framleiðand- anum sem heitir Shuanghuan. Meðfylgjandi mynd sýnir Smart Fortwo til hægri og eftirlíking- una Noble til vinstri. Talsmaður fyrirtækisins segir að þrátt fyrir hótanir um lögsóknir séu allir bílar framleiðandans löglegir. ÚR BÍLSKÚRNUM • Frakkland í samband í næstu viku er búist við því að Toyota bílaframleiðandinn og franska orkufyrirtækið EDF sendi frá sér tilkynningu þess efnis að fyrirtækin muni vinna saman að því koma upp hleðslu- stöðvum fyrir tengitvinnbíla. í upphafi verður dreifikerfi komið upp í Frakklandi, en síðar í fleiri löndum Evrópu, til dæmis Þýskalandi, Ítalíu og Bretlandi. Stöðvar sem þessar eru nauðsynlegar fyrir út- breiðslu tengitvinntækninnar. • Litlunefndarferð Litlanefnd Ferðaklúbbsins 4x4 hyggst halda í fyrstu ferð vetrarins 21.-23. sept- ember. Boðið verður upp á tvo brottfarartíma, bæði á föstudags- kvöldi og laugardagsmorgni, og stefnan er tekin á Setrið, skála klúbbsins. Allar frekari upplýs- ingar og skráning á vef Ferða- klúbbsins 4x4, www.f4x4.is. • Pajero-ferð Þann 15. sept- ember fer Pajero-klúbburinn í stórferð um Krakatindssvæðið og Fjallabak. Ríflega 700 félagar eru skráðir i klúbbinn og mun þessi ferð vera sú stærsta sem klúbburinn hefur staðið fyrir til þessa. Félögum er bent á að skrá sig á www.mitsubishi.is.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.