blaðið - 07.09.2007, Síða 4

blaðið - 07.09.2007, Síða 4
FRETTIR FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2007 blaðið Félagsmálaráðherra VMS sendi skýr skilaboð Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra vill að Vinnu- málastofnun sendi fyrir- tækjum skýr skilaboð um aðlögbrot verði ekki liðin. Hún boðar átak í skráningu erlendra starfsmanna hér á landi. Samkvæmt veffréttum RÚV telur VMS að um 1.000 til 2.000 erlendir starfsmenn séu óskráðir hér á landi. Iðnaðarráðherra vill að almenningsveitur fyrir heitt og kalt vatn verði í almannaeigu Rökrétt að skilja framleiðslu frá sölu Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir að það hefði verið rökrétt niðurstaða ef fram- leiðsla og sala á orku hefðu verið aðskilin þegar samkeppnismarkaði í orkuiðnaði var komið á hérlendis. Slíkt hafi þó ekki náð fram að ganga á sínum tíma. Hefur ekki markað stefnu Borgarráð samþykkti í gær að mynda sérstakan starfshóp um hlutafélagavæðingu Orkuveitu Reykjavikur. Össur hefur ekki gert upp við sig hvort hann ætli að leggja fram sérstaka stefnu í þessum málum á komandi þingi en segir það mik- ilvægt að almenningsveiturnar, heita og kalda vatnið, séu áfram í félagslegri meirihlutaeign. ,Það er alveg ljóst að það virðist vera almennur vilji fyrir því hjá ríkisstjórninni, í stjórnmálum og hjá mörgum þeirra sem hafa forystu í orkugeiranum hér á landi að sérleyfisþátturinn verði áfram að meirihluta í félagslegri eign. Það eru margar leiðir til að ná slíku marki en ég hef ekki gert upp við mig hvernig það verði best tryggt og hef ekki rætt þetta við aðra í liði ríkisstjórnarinnar." Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitu Reykja- víkur, segir það tryggt í landslögum að vatn- sveitur verði í félagslegri eigu. „1 lögunum kemur fram að það sé heimilt að fela félagi að reka vatn- sveiturnar ef það er í meirihlutaeigu sveitarfélaga eða annarra opinberra aðila. Félag má því reka vatnsveitu svo lengi sem það er í meirihlutaeigu opinberra aðila.“ thordur@bladid.net Össur Skarphéðinsson Iðnaðarráðherra telur það mikilvægt að almenningsveitur, heita og kalda vatnið, séu áfram í félagslegri meirihlutaeigu. í 15 ár hjá Heimsferðum frá kr. 19.990 Borgin sem allir elska! 0 Heimsferðirhafaboðiðbeintleigu- flugtil Barcelona undanfarin 15 ár. í haust og á næsta ári verðum við með tvö flug í viku til Barcelona og m.a. beint morguflug næsta vor. Þessi einstaka borg býður allt það sem maður óskar sér í borgarferð. Góð hótel í boði. Sérpöntum miða á leiki með Barcelona og Espanol ef óskað er. • Frábært að versla • Iðandi mannlíf • Fjörugt næturlíf • Fjölskrúðugt menningarlíf • Áhugaverðar kynnisferðir með íslenskum fararstjórum Heimsferða • FC Barcelona - spænski boltinn BÓKAÐU NÚNA! Flugsæti báðar leiðir með sköttum 1.-4 okt., 8.-11. okt.,15.-18. okt., 21.-25.okt., 28. okt. - 1. nðv., 5.-8. nóv.,12.-15. nóv. 19.-22. nóv., 1Ó.-13. mars, 24.-28. mars., 31. mars - 3. aprfl. 7,10. aprfl, 14-17. apríl., 21-24. april, 28. aprfl -1. maf., 5-8. maí. Netverð á mann. Frá 34.990 kr Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi í 3 nætur á Hotel Atlantis með morgunmat 5. nóv., 12. nóv. eða 19. nóv. Frá 39.990 kr, Netverð á mann, m.v. 2 f herbergi í 4 nætur á Del Comte með morgunmat 22, 26. nóv. Frá 49.990 kr. Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi í 4 naetur á Catalonia Plaza með morgunmat 22. - 26. nóv. Heimsferðir Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Starfsmenn við Hrauna- veitu Fyrirtækin tvö starfa sem undirverktakar Arnarfells sem vinnur að byggingu Hrauna- veitu Kárahnjúkavirkjunar. Starfsmennirnir sem um er að ræða eru tæplega 60 talsins. Blaöið/Steinunn Fyrirtækin fá að starfa áfram ■ Starfsemi tveggja verktaka við Kárahnjúka var ekki stöðvuð í gær líkt og boðað hafði verið ■ Arnarfell beri ábyrgð á öllu starfsfólki Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@bladid.net Starfsemi fyrirtækjanna Hunne- beck Polska og GT-verktaka var ekki stöðvuð í gær líkt og boðað hafði verið. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnu- málastofnunar, segir að samkomu- lag hafi náðst milli aðila málsins. Það feli í sér að Arnarfell, yfirverk- taki verksins, ráði pólska starfs- menn Hunnebeck beint til sín frá í. september síðastliðnum og taki auk þess ábyrgð á öllum öðrum starfs- mönnum sem hafa starfað að verk- inu, íslenskum sem erlendum. „Þeir munu leggja fram launa- seðla og staðfesta launagreiðslur. Við munum svo yfirfara þau gögn í samvinnu við sérfræðinga og kanna hvort rétt hafi verið greitt. Arnarfell ábyrgist siðan að greiðaþað sem upp á vantar frá því að þetta fólk hóf störf hér á landi. Það er því búið að ábyrgj- ast að enginn sem starfar að þessu verkefni fær lægri laun en íslenskir kjarasamningar segja til um.“ Arnarfell hefur fengið frest til 20. september til að verða við skil- málum samkomulagsins og ber ábyrgð á því að nálgast nauðsynleg launagögn frá heimalöndum starfs- mannanna. Gissur segir tímann SKILMÁLARNIR ► Yfirverktakinn Arnarfell ræð- urtil sín alla starfsmenn Hiinnebeck Polska. Fyrirtækið ber einnig áby- rgð á öilum öðrum starfs- mönnum verksins, íslensk- um sem erlendum. ► Arnarfell mun greiða þau laun sem vantar upp á frá því að starfsmennirnir hófu störf á íslandi þannig að launin verði í samræmi við íslenska kjarasamninga. verða að leiða það i ljós hvort og þá til hvers konar aðgerða verði gripið hlíti Arnarfell ekki skilmálunum. Tala digurbarklega I Blaðinu í gær gagnrýndi Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands íslands, þá fresti sem Vinnumálastofnun hafði gefið fyrirtækjunum tveimur. Gissur neitar því aífarið að Vinnumála- stofnun hafi sýnt linkind í málinu. „Það er ósköp auðvelt að tala digur- barklega með þessum hætti en erfið- ara í það að komast. Málsmeðferðar- og leikreglur stjórnsýslunnar um það hvernig skuli meðhöndla svona mál gera ráð fyrir þvi að það þurfi að gefa mönnum tækifæri til að tjá sig. Stjórnvald á líka að ganga fram af hófsemd. Það þarf alltaf að meta hversu ríkir hagsmunirnir eru og ég tel að þeir séu mjög ríkir í þessu efni. Það er raunverulega verið að verja skipulag vinnumarkaðarins og leikreglurnar sem um hann gilda. Við höfum ekki viljað beita svona viðurlögum nema við teljum að annað sé ekki fært.“ Félögin hafa eftirlitsskyldu Hann segir verkalýðsfélögin Hka eiga að sinna ákveðnu hlutverki í svona málum. „Það er hægt að snúa þessu við og spyrja hverjir það séu sem fara með eftirlit og framkvæmd kjarasamninga. Það eru aðilar vinnu- markaðarins. Ég veit ekki hversu hart þessi verkalýðsfélög hafa gengið fram í sinni eftirlitsskyldu og það yrði fróðlegt að fá það fram. Við höfum líka ákveðna leiðbeininga- skyldu sem verkalýðshreyfingin hefur ekki. Slíkar leikreglur eiga ekki við frjáls félagasamtök eins og verkalýðsfélög og því er auðvelt fyrir þau að tala með þessum hætti.“ ÞEKKIRÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.