blaðið - 07.09.2007, Blaðsíða 2

blaðið - 07.09.2007, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2007 blaðiö Þjóðarpúls Capacent Gallup Flestir vilja lækka áfengisgjaldið Mikill meirihluti þjóðarinnar, eða 64 prósent, er hlynntur því að lækka áfengisgjaldið, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Capacent Gallup. Rúmlega fimmti hver er andvígur því að lækka áfengisgjaldið. Um 69 prósent karla eru hlynnt lækkun áfengisgjalds, en 58 prósent kvenna. Þegar litið er til aldurshópa sést að yngri aldurshópar eru hlynntari lækkun gjaldsins en hinir eldri og eftir því sem tekjur fólks hækka því hlynntara er það lækkun. Meirihluti þjóðarinnar telur það líklegt að lækkun áfengisgjalds leiði til aukinnar sölu áfengis. Um 58 pró- sent töldu það líklegt, en 30 prósent ólíklegt. aí Rússar í íslenskri lofthelgi Átta rússneskar sprengjuflugvélar flugu innan íslenska flugstjórnar- svæðisins í gærmorgun. íslensk stjórnvöld fylgdust með ferðum þeirra með íslenska loftvarnakerfinu. Vélarnar voru af gerðinni Tupolev- 95. Næst fóru þær íslandi er þær voru um 120 sjómílur frá Höfn í Hornafirði. Sendiherra Rússlands hefur verið kallaður á fund Grétars Más Sigurðs- sonar, ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu, vegna málsins. „Þegar vélar koma á opinberum vegum inn í okkar lofteftirlitssvæði án þess að tilkynna sig þá biðjum við um skýringar," segir Grétar Már. mbi.is Amfetamín í heimahúsi Um 30 grömm af amfetamíni fundust við húsleit í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði í fyrradag. Hús- ráðanda, sem er þrítugur, var sleppt að lokinni skýrslutöku. Hann hefur áður komið við sögu lögreglu vegna fíkniefna. Leyfi til húsleitarinnar fékkst með úr- skurði Héraðsdóms Reykjaness. Tveir slasast í tuttugu árekstrum Ökumenn í tveimur af tuttugu árekstrum, sem tilkynntir voru til lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu í fyrradag, voru fluttir á sjúkradeild. Meiðsl þeirra voru ekki alvarleg. Fjögur önnur umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu. f tveimur þeirra hafði grjót fallið af vörubílum og skemmt aðvífandi bíla. sérmerkt þér! Utanríkisráðuneytið ákvað í júní að kalla friðargæsluliða heim Of lítið að hafa einn í Bagdad Af'P ^j't^Í^TcPhoto íslendingar draga sig frá vígvellinum Enginn íslenskur friðargæsluliði verður eftir í írak eftir 1. október. Utanríkisráðuneytið hefur 2 í ákveðið að draga sig út úr verkefninu ■. JEM Utanríkisráðuneytið ákvað þegar í júní að kalla eina íslenska friðar- gæsluliðann sem verið hefur að störfum í frak heim. f tilkynningu frá ráðuneytinu segir að íslenska friðargæslan hafi metið það svo að ,ekki sé ráðlegt að hafa aðeins einn starfsmann i Bagdad heldur væri nauðsynlegt að fjölga fulltrúum eða draga sig út úr verkefninu.“ Utanríkisráðuneytið mun eftir sem áður taka þátt í mannúðar- og uppbyggingarstarfi í frak. Ákveðið hefur verið að leggja fram 10 millj- ónir til átaks Flóttamannastofnunar SÞ og UNICEF til stuðnings börnum sem eru meðal íraskra flóttamanna í Sýrlandi, Jórdaníu, Egyptalandi og Líbanon. Miðar átakið meðal annars að því Einnig hefur Alþjóða Rauða krossinum verið veitt 7 millj- óna viðbótarframlag vegna síversn- andi aðstæðna óbreyttra borgara í frak.“ freyr@bladid.net Bandaríkjamenn hnýsast í greiðslur ■ Geta sótt persónuupplýsingar um þá sem nota SWIFT-kerfið til að senda peninga milli ianda ■ Bönkum skylt að láta viðskiptavini vita | Aðgangur að persónuupplýsingum Séu pen- ingagreiðslur sendar í gegnum alþjóðlegu greiðslu- j miðlunina SWIFT geta bandarísk yfirvöld fengið | upplýsingar um sendanda og viötakanda. I. T/m Mynd/Kristinn Ingvarsson Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Fjármálafyrirtæki sem hafa með höndum miðlun peningagreiðslna kunna að vera skyldug til að veita yfirvöldum í ríkjum utan sem innan Evrópska efnahagssvæðis- ins upplýsingar um greiðanda. Sam- tök fjármálafyrirtækja hér á landi beina því þess vegna til aðildar- fyrirtækja sinna að gera viðskipta- vinum sinum grein fyrir þessu. Þegar fregnir bárust af því í fyrra að bandarísk yfirvöld hefðu fengið upplýsingar um peningagreiðslur í gegnum miðstöð alþjóðlegu greiðslumiðlunarinnar SWIFT í Bandaríkjunum, sem allir bankar á íslandi eru aðilar að, lét Evrópu- sambandið til sín taka, að sögn Særúnar Maríu Gunnarsdóttur, lög- fræðings hjá Persónuvernd. Óheimilt að mati ESB „ÖIl aðildarríkin, og þau sem eiga áheyrnaraðild að starfshópi um meðferð persónuupplýsinga, þar á meðal ísland, höfðu samband við aðila í sínum löndum til að tryggja að viðskiptavinum yrði gerð grein fyrir þessu,“ greinir María frá. Hún segir niðurstöðu starfshóps- ins hafa verið þá að flutningur á upplýsingum til Bandaríkjanna hafi út af fyrir sig verið óheimill. Lágmarkskrafan væri samt sú að viðskiptavinir bankanna yrðu upp- lýstir um það. VEÐRIÐ í DAG Léttir til austanlands Suðvestan 8-13 metrar á sekúndu með skúrum vestanlands nú í fyrramálið, en léttirtil austanlands síðdegis. Hiti 7 til 14 stig. Samkomulag við Bandaríkin Greint var frá því í sumar að sam- komulag hefði náðst við Bandaríkin um notkun upplýsinga um greiðslur í gegnum SWIFT. Bandarísk yfir- völd mega geyma gögn sem ekki skipta máli varðandi baráttuna gegn hryðjuverkum í allt að 5 ár. Ef upplýs- ingarnar skipta máli í slfkri baráttu mega bandarísk yfirvöld afhenda yf- irvöldum annarra landa gögnin. Upplýsingarnar sem bandarísk yfirvöld geta sótt til SWIFT eru um hver sendandi greiðslunnar er, hversu há upphæðin er og hver mótt- takandi greiðslunnar er. Ólafur Páll Gunnarsson, lögfræð- ingur Samtaka fjármálafyrirtækja, segir að í kjölfar árásanna 11. sept- ember 2001 hafi bandarísk yfirvöld nýtt sér þær heimildir sem þau ÁMORGUN Skúrir vestantil Suðvestan 5-10 m/s og skúrir um landið vestanvert, en suðaustan 8-13 með rigningu síðdegis. Þurrt og fremur bjart veður austanlands fram eftir degi. Hiti víða 10 til 15 stig. SWIFT-KERFIÐ ► SWIFT er staðlað sam- skipta- og fyrirspurnakerfi sem þjónar bönkum um alian heim. ► Nú eru rúmlega 8000 bank- ar og fjármálastofnanir í rúmlega 200 löndum notend- ur að kerfinu. ► Gefa þarf upp upplýsingar um nafn viðtakanda, við- skiptabanka hans og númer bankareiknings viðtakanda. höfðu samkvæmt bandarískum lögum til að afla upplýsinga til stofn- ana til hins ýtrasta. „Að mati Evrópu- sambandsins voru ekki allar heimild- irnar í samræmi við evrópsk lög.“ STUTT • Undirskriftir Vinir Kola- portsins munu standa fyrir undirskriftasöfnun í Kola- portinu um helgina til að mótmæla tillögu um breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar, sem mun hafa mikil áhrif á starfsemi Kolaportsins, gangi hún eftir. • Gæsluvarðhald Hæsti- réttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að síbrotamaður, sem verið hefur í gæsluvarðhaldi frá því í júní, sæti áfram varð- haldi þar til dómur gengur í máli sem höfðað hefur verið á hendur honum, þó ekki lengur en til 11. október. mbl.is Leiðrétt Ritstjórn Blaðsins vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. VÍÐA UM HEIM Algarve 26 Amsterdam 20 Ankara 31 Barcelona 26 Berlin 17 Chicago 27 Dublin 18 Frankfurt 18 Glasgow 17 Halifax 22 Hamborg 18 Helsinki 14 Kaupmannahöfn 17 London 24 Madrid 31 Milanó 20 Montreal 14 Miinchen 16 New York 22 Nuuk 3 Orlando 25 Osló 20 Palma 25 Paris 20 Prag 18 Stokkhólmur 17 Þórshöfn 13

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.