blaðið - 07.09.2007, Blaðsíða 22

blaðið - 07.09.2007, Blaðsíða 22
LÆRÐU AÐ NOTA ILMKJARNAOLIUR Námskeið um meðferð og notkun ilmkjarnaolía * Áhrif ilmkjarnaolía á líkama og huga * Blöndun og uppskriftir * ítarleg umfjöllun um 20 algengar ilmkjarnaolíur * Vegleg námskeiðsmappa fylgir * Allt efni innifalið Leiðbeinandi á námskeiðinu er Rúna Björk Smáradóttir, ilmkjarnaoliufræðingur. . ^ Upplýsingar og skráning á www.palmarosa.is eða í síma 691 3129 (Rúna) Guðbjargar Björgvins • -■ { KLASSISKUR BALLETT JAZZ BALLES Itinritun hadfin Byrjenda- og framhaldshópar frá 3 ára aldri Ballettskóli Guðbjargar Björgvins Eiðistorgi, Seltjarnarnesi S: 561-1459 562-0091 gbballett@simnet.is F.I.L.D. 22 NÁMSKEIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2007 blaöiö Jeppa- og ferðalagaskóli Ferðast um landið með auðveldum hætti Hægt er að sækja nám- skeið til að læra grund- vallaratriði í sambandi við jeppa og um helstu aðstæður sem ökumenn jeppa geta staðið frammi fyrir. Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu Guðmundsd. svanhvit@bladid.net Jeppa- og ferðalagaskóli Arctic Trucks verður starfræktur annað árið í röð í vetur en aðsóknin í fyrra var mjög góð. Bolli Valgarðsson er umsjónarmaður námskeiðshalds hjá Arctic Trucks. „Við höfum haldið eitt námskeið undanfarin ár en í fyrra gerðum við þetta form- lega í fyrsta sinn og höfðum fleiri námskeið. Að sama skapi urðu nám- skeiðin fjölbreyttari. Við vorum til að mynda með kennslu í stafrænni ljósmyndun, fræðslukvöld um flug- vélarflök á suðvesturhorninu og síðan vettvangsskoðun þar sem fræg flugvélarflök eru staðsett. Ég held til dæmis að fáir íslendingar geri sér grein fyrir því að fjall á Suðurnesjum er í rauninni skurð- punktur í mannkynssögunni. Þar fórst Frank M. Andrews hershöfð- ingi sem átti að fara fyrir sameig- inlegum herjum bandamanna til Normandí. Þar sem hann fórst á Islandi var Dwight D. Eisenhower settur yfir heri bandamanna, en hann varð stríðshetja og síðar for- seti Bandaríkjanna. Maður veit því ekki nema mannkynssagan hefði orðið önnur ef vélin hefði lent heilu og höldnu.“ Jeppafræði í Jeppa- og ferðalagaskólanum verður til dæmis boðið upp á jeppa- námskeið í vetur. „Á jeppanám- skeiðunum kennum við grundvall- aratriði í sambandi við jeppann, um stjórnbúnað, drif og margt fleira. Við fjöllum líka um helstu aðstæður sem fólk getur staðið frammi fyrir, hvernig fólk á að aka yfir ár, hvernig á að draga bíla og hvernig á ekki að draga bíla, hvernig búnað er nauð- synlegt að hafa í bílnum, klæðnað og fleira," segir Bolli og bætir við að alls konar fólk komi á jeppanám- skeiðin. „Þetta eru bæði reyndir fjallamenn og fólk sem er að kaupa sér jeppa í fyrsta sinn, sem vill fá til- finningu fyrir bílnum og læra ýmis grundvallaratriði. Þegar jeppi er keyptur þá opnast ákveðinn heimur því allt í einu er hægt að ferðast um landið með auðveldum hætti. Jepp- inn veitir manni ákveðið frelsi og opnar tækifæri til nýrra ævintýra.“ Námskeið fyrir alla Það er ekki nauðsynlegt að skrá Námskeið fyrir óvana ,Við erum að undirbúa námskeið sem er sér- staklega ætlað óvönu jeppafólki á óbreyttum jepplingum og jeppum." ARCTICTRUCKS Arctic Trucks jeppamiðstöð er þjónustufyrirtæki sem vinnur að lausnum fyrir fólk sem hefur áhuga á jeppum og ferðalögum. Fyrirtæki Arctic Trucks var stofnað 1990 en nafnið varð til árið 1997. Heimasíða Arctic Trucks er www.arctictrucks.is sig sérstaklega í Jeppa- og ferðalaga- skólann heldur er nægilegt að skrá sig í einstök námskeið. Bolli hvetur áhugasama til að fylgjast með heimasíðu Arctic Trucks til að sjá hvaða námskeið verða í boði. „Við erum að undirbúa námskeið sem er sérstaldega ætlað óvönu jeppafólki á óbreyttum jepplingum og jeppum. Námskeiðið verður í rauninni dags- ferð frá morgni til kvölds þar sem farið verður upp á hálendi og tekist á við aðstæður. Dagurinn verður bara samfelld keyrsla og við búumst við góðri mætingu,“ segir Bolli sem er ánægður með viðtökur nám- skeiðanna í fyrra. „Það mættu um 400 manns yfir veturinn. Reyndar eru kynjahlutföllin mjög skökk og þetta voru helst karlmenn. Von- andi verður bót á því þar sem nám- skeiðin eru ekki síður ætluð konum. Þetta eru námskeið fyrir alla sem hafa áhuga á að ferðast, að kunna á bílinn sinn og vilja læra að lesa að- stæður rétt.“ Hvetjið til ástar á lærdómi ILestu, lestu og lestu fyrir barnið og í að minnsta kosti fimmtán mínútur á hverjum degi. Þegar börnin eru orðin eldri er tilvalið að skiptast á að lesa; foreldri les eina blaðsíðu og barnið les aðra. Svo má líka hafa fjölskyldulestrarstund þar sem allir lesa sína bók. 2Hvettu barnið til að tjá skoð- anir sínar, tala um tilfinn- ingar sínar og taka ákvarðanir. Það byggir upp sjálfstraust barns og það þorir frekar að taka þátt í umræðum í skólanum sem og í tómstundum. Búðu til mæli- kvarða um ákvarðanir barnsins þar sem þú vilt alls ekki gagn- rýna ákvörðun þess nema að vel rökstuddu máli. 3Hjálpið barninu að þróa áhuga- mál sin og tryggið að barnið hafi þá hluti sem til þarf. 4Sjáið til þess að barnið eigi alls kyns leikföng og tæki sem örva mismunandi tegundir lær- dóms, allt frá því að hlusta, horfa á, til uppröðunar og þess að sort- era. Fyllið heimilið afvörum sem hvetja barnið til að vera skapandi og til að tjá sig. Lærdómur Öll börn hafa gaman af að læra eitthvað nýtt og sérstak- J lega ef umhverfi þeirra ýtir undir það. , tí 5Vektu athygli á öllu nýju sem þú lærir með miklum áhuga. Spjallið saman um mismunandi leiðir til að finna upplýsingar og sýndu barninu að lærdómur er bæði skemmtilegur og krefjandi.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.