blaðið - 07.09.2007, Blaðsíða 25

blaðið - 07.09.2007, Blaðsíða 25
blaóið FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2007 25 KYNNING Skiptir máli aö borða rétt Verslunin Maður lifandi stendur fyrir mörgum áhugaverðum nám- skeiðum á veturna sem flest snúast um hollara líferni. Hjördís Ásberg, framkvæmdastjóri Maður lifandi, segist finna glöggt fyrir auknum áhuga á hollustu á þeim þremur árum sem Maður lifandi hefur verið starfrækt. „Við finnum vel fyrir því að fólk er stöðugt að færa sig yfir í hollara mataræði. Sumir eru mjög ákveðnir en aðrir þreifa fyrir sér. Það er líka orðið meira um að fólk kaupi hollar matvörur fyrir börnin sín og kaupi jafnvel nesti í skólann hjá okkur, bæði holla djúsa sem og brauð.“ Fullsetin námskeið Hjördís talar um að líka megi sjá aukinn áhuga á hollustu á aðsókn- inni á námskeiðin. „Heilsukostur er matreiðslunámskeið sem er sérstaklega vinsælt hjá okkur og við höldum þau reglulega. Það hefur verið gríðarlega góð þátttaka í þeim og þau eru alltaf fullsetin. Á nám- skeiðinu Heilsukostur er fjallað um hvernig gott mataræði eigi að vera, hvernig fólk getur byrjað að borða heilsufæði án þess að það sé of erfitt. Eins er fjallað um hvernig eigi að matreiða hollan og góðan mat með auðveldum hætti,“ segir Hjördís og telur upp fleiri vinsæl námskeið hjá Maður lifandi. „Sólveig Eiríksdóttir er með hráfæðisnámskeið og það er mjög vaxandi þátttaka í því. Solla bauð upp á sambærilegt námskeið í fyrra og annaði varla eftirspurn enda aukinn áhugi á hráfæði. Auk þess eru námskeið með Eddu Björg- vinsdóttur og Benediktu Jónsdóttur alltafvinsæl." Hjördís Ásberg „Við finnum vel fyrir því að fólk er stöðugt að færa sig yfir i hollara mataræði." Mataræði barna Maður lifandi hefur vaxið gríð- arlega frá opnun fyrsta staðarins og Hjördís segir að það sýni hve almennur áhugi í þjóðfélaginu er mikill. „Fólk er sífellt að átta sig betur á því hvað þetta skiptir miklu máli og að það er hægt að ráða við ýmsa sjúkdóma og kvilla með því að borða rétt.“ I haust er boðið upp á ýmis ný námskeið í Maður lifandi sem Hjördís segir að séu mjög áhugaverð. „Til dæmis verður Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir með námskeið um áhrif jurta með sérstakri áherslu á hörn. Eins verður Edda Guðný Guðmunds- dóttir með námskeið um mataræði barna og hvernig eigi að útbúa mat fyrir ungbörn og aðeins eldri börn auk þess sem Tryggvi Helgason barnalæknir verður með námskeið um offitu barna.“ NÁMSKEIÐIN ERU AÐ HEFJAST ÍTALSKA 1 mánud. og fimmtud. 17. sept. -11. okt. kl. 18-19:30 ÍTALSKA II mánud. og fimmtud. 22. okt. - 15. nóv. kl. 18-19:30 SPÆNSKA 1 þriðjud. og miðvikud. 18. sept. - 10. okt. kl. 18-19:30 SPÆNSKA II þriðjud. og miðvikud. 23. okt. - 14. nóv. kl. 18-19:30 ENSKA 1 mánud. og fimmtud. 24. sept. - 18. okt. kl. 18-19:30 ENSKA II mánud. og fimmtud. 22. okt. - 15. nóv. kl. 18-19:30 JAPANSKA þriðjud: og miðvikud. 2.okt. - 24 okt. kl. 19-21:00 DANSKA þriðjud. og miðvikud. 9. okt - 31. okt. kl. 18:30-20 I FRANSKA mánud. og miðvikud. 1. okt - 24. okt. kl. 20-21:30 ÞÝSKA 1 mánud. og fimmtud. 24. sept. - 18. okt. kl. 18-19:30 ÞÝSKA II ménud. og fimmtud. 22. okt. - 15. nóv. kl. 18-20:00 PORTÚGALSKA þriðjud. og fimmtud. 25. sept. - 18. okt. kl. 18-19:30 ICELANDIC 1 Tues. and Wed, 2. oct. - 24. oct. kl. 18-19:30 ICELANDIC II Tues. and Wed. 6. nov - 28. nov. kl. 19:30-21 Litlir hópar, faerir kennarar, persónuleg kennsla. Kennt í Odda, Háskóla íslands Málaskólinn LINGVA, sími 561 03 15, www.lingva.is •• Einbeitt Góð stelling getur skipt höfuðmáli þegar verið er að læra. Góðar lærdómsvenjur Strax í byrjun skólaárs eða nám- skeiða er gott að venja sig á góðar lærdómsvenjur. Góðar venjur gera verkið auðveldara auk þess sem árangurinn verður meiri. Hér eru fjögur góð ráð. 1. Forðastu sársauka í höndum eðahálsi. Finndu hvernig best er að sitja við tölvu eða borð, rétt stelling getur gert gæfumuninn. 2. Sofðu vel Það er mikilvægt að fá nægan svefn svo heilinn sé virkur. Breyttu svefnvenjum þínum ef þú færð ekki nægan svefn á nóttinni. Heitt bað fyrir svefninn, flóuð mjólk eða afs- löppun getur hjálpað. 3. Bættu matarvenjurnar Það er erfitt að læra ef orkan er lítil en hægt er að fá meiri orku með því að borða rétt. Einn banani þegar þreytan segir til sín getur gert kraftaverk. 4. Vertu einbeitt/ur. Finnurðu fyrir þörf til að gera eitthvað allt annað þegar þú ert að læra og lætur það eftir þér? Það er ágæt regla að standa upp einu sinni á hverjum klukkutíma og fá sér pásu í fimm mínútur. Mambó Tjútt Freestyle Break Salsa BrúÖarvals Barnadansar Samkvæmisdansar Sérnámskeið fyrir hópa Nýjustu tískudansarnir Börn - Unglingar - Fullorðnir Ýmis starfsmanna- stéttar- og sveitarfélög veita styrki vegna dansnámskeiöa. DANSSKÓU Jóns Peturs og Iíöru Dansráö íslands | Faglærðir danskennarar Borgartúnó | 105 Reykjavík | sími 553 6645 | fax 568 3545 | dans@danskoli.is | www.dansskoli.is F

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.