blaðið - 07.09.2007, Síða 34

blaðið - 07.09.2007, Síða 34
34 FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2007 blaóiö KOLLAOGKÚLTÚRINN kolbrun@bladid.net Leti er ekkert annað en sú venja að hvíla sig áður en maður verður þreyttur. Johann Wolfgang von Goethe Hátíö í bæ Bókmenntahátíðin í Reykjavík verður haldin í áttunda skipti dagana 9.-15. september 2007. Hátíðin verður sett við form- lega athöfn í glerskálanum við Norræna húsið, sunnudaginn 9. sept kl. 17:00-19:00. Nóbels- verðlaunahafinn John Maxwell Coetzee frá Suður-Afríku verður meðal ræðumanna við setninguna. Athyglisverðir gestir Auglýst dagskrá bókmennta- hátíðar hefst í Iðnó kl. 20:00 sama kvöld með upplestrum íslenskra og erlendra höfunda. Tveir af athyglisverðustu gestum hátíðarinnar, Nóbels- verðlaunahafinn J. M. Coetzee og Ayaan Hirsi Ali, lesa úr verkum sínum strax á opnun- arkvöldinu. Ali er þekktust fyrir gagnrýni á stöðu kvenna í íslömskum ríkjum og var kosin ein af 100 áhrifamestu persónum í heiminum árið 2005 af tímaritinu TIME. Alla hátíðarvikuna (að fimmtu- degi undanskildum) munu fara fram viðtöl við erlenda höfunda kl. 12:00-13:00 og kl. 14:00-15:00 í Norræna húsinu og upplestrar frá kl. 20:00 í Iðnó. Viðamesta bókmenntahátíðin Tuttugu og einn höfundur frá fjórum heimsálfum tekur þátt í hátíðinni í ár. Þeirra á meðal eru bæði heimsþekktir verð- launahöfundar sem og ungir og efnilegir rithöfundar sem þegar hafa skrifað metsölu- bækur í sínum heimalöndum. Meðal íslensku þátttakend- anna eru margir af ástsælustu höfundum landsins. Bókmenntahátíðin í ár er sú viðamesta og fjölmennasta sem haldin hefur verið, en sú fyrsta var haldin árið 1985. AFMÆLI í DAG Elísabet 1. Englandsdrottning, 1533 Buddy Holly rokksöngvari, 1936 Luciano Pavarotti, einn ástsælasti óperusöngvari sögunnar, er látinn „Svona hef ég aldrei heyrt áður“ Luciano Pavarotti er látinn. Mikil raddfegurð, einstök tækni og jákvæð útgeislun voru einkenni hans að mati íslenskra óperusöngvara sem Blað- ið ræddi við. Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@bladid.net Fáir óperusöngvarar hafa notið jafn mikillar alþýðuhylli og ítalski tenórsöngvarinn Luciano Pavarotti sem nú er látinn úr krabbameini, 71 árs. Frægð hans náði langt út fyrir óperuheiminn og segja má að hann hafi öðlast stöðu poppgoðs í huga milljóna manna. Ótrúlegir tónleikar „í fyrsta sinn sem ég sá hann var á tónleikum hans í Laugardalshöll- inni árið 1980,“ segir Kristinn Sig- mundsson söngvari. „Það voru for- setakosningar það ár og einhverjir höfðu skilað miðunum sínum af því að þeir ætluðu að horfa á kappræður forsetaframbjóðendanna í sjón- varpi og áttuðu sig greinilega ekki á því hvers konar stórviðburður var þarna á ferðinni. Þetta voru aldeilis ótrúlegir tónleikar. Ég held að eng- inn viðstaddra hafi nokkru sinni heyrt eitthvað þessu líkt. Ég sat við hliðina á Guðmundi Jónssyni söngv- ara sem varð seinna kennari minn og varð samferða honum þegar við gengum út úr höllinni. Hann var endalaust að tauta fyrir munni sér: „Svona hef ég aldrei heyrt áður“. Þessir tónleikar voru ótrúlegir. Persónutöfrar Pavarottis voru slíkir að hann töfraði alla, allt frá fyrsta bekk og upp í rjáfur. Röddin var ótrúleg, gullfalleg. Hvað tækni varðar hefur enginn komist með tærnar þar sem Pavarotti hafði hæl- ana. Það var eitthvað alveg sérstakt við þennan mann, söngurinn var honum svo eðlilegur og auðveldur. Að hinum tenórunum ólöstuðum, Carreras og Domingo, þá fannst mér Pavarotti alltaf bera af þegar þeir komu saman þrír. í fyrsta sinn sem þeir sungu saman á Ítalíu var nánast eins og hann væri að taka hina tvo í söngtíma." Hann var raddundur Bergþór Pálsson söngvari segir um Pavarotti: „Hann er ein glæst- asta söngstjarna heims fyrr og síðar. Hann var raddundur. Það var eins og hann hefði ekki fyrir nokkrum hlut. Allt virtist svo auðvelt. Hann stóð öllum framar í tækni og raddfegurð." „Pavarotti var með ótrúlega fal- lega og túlkunarmikla rödd. Hann var tæknilega mjög góður söngvari," segir Garðar Cortes, söngvari og söngkennari. „Túlkun hans í Rigol- etto og Luciu di Lammemoor er mér minnisstæð. Sem hertoginn í Rigol- etto hljómar hann lostafullur og leið- inlegur karakter, en sem Edcardo í Luciu er hann ástfanginn og röddin er allt öðruvísi þótt hann sé ítalskur tenór að syngja ítalska aríu. Hann var yfirstærð á alla vegu. Sem söngvari söng hann hærra og bjartara en flestir aðrir og sem per- sóna virkaði hann stór þannig að maður tók eftir. Hann var góður svo lengi og dalaði aldrei.“ „He's the man,“ segir Gunnar Guð- björnsson söngvari þegar hann er spurður álits á Pavarotti. „Ég hitti hann í London fyrir átján árum, eftir sýningu á Ástardrykknum. Ég hef sjaldan upplifað aðra eins áru hjá einum manni. Hann hafði þetta óskaplega fallega brosandi andlit en það var ekki bara andlitið sem brosti, það geislaði af honum öllum. Hann tók í fyrstu ekkert eftir mér en var upptekinn af konunni minni sem hann sagði vera fallega um leið og hann klappaði henni á kinnina með þeim afleiðingum að næstu daga fékkst hún ekki til að þvo sér í framan. Það er mjög eftirminnilegt að hafa hitt hann vegna þess að þessi jákvæða og góða útgeislun var svo sérstök. Sem söngvari var hann óviðjafnanlegur og háu c-in hans voru stórkostleg og hann hélt þeim ótrúlega lengi. Hann bjó yfir mikilli tækni, raddfegurð og útgeislun sem setti hann á stall sem hann verður ekki færður af.“ Meö eiginkonu og yngstu dóttur MAÐURINN Luciano Pavarotti, sem var bakarasonur, fæddist 12. október1935 í Modenaá Ítalíu og lést úr krabbameini 6. september 2007. Hann eignaðist fjórar dætur með fyrri eiginkonu sinni, Adua. Hann kvæntist seinni eiginkonu sinni, Nicolettu, árið 2003. Dóttir þeirra, Al- ice, fæddist sama ár. Pavarotti vann ötullega að góðgerðamálum og hlaut verðlaun og viðurkenningar vegna þeirra starfa sinna. Starfar þú með gigtarfólki? Átt þú erindi á samnorræna þverfaglega gigtarráðstefnu á Grand hótel við Sigtún 12. til 15. september nk. Allar upplýsingar eru á slóðinni www.reuma2007.com Skilvirkt heilbrigðiskerfi skiptir öllu Gigtarfélag íslands SEPTEMBER 2007 11. NORDISKE TVERRFAGLIGE KONFERANSE REUMA 2 0 0 7 12. - 15. MENNINGARMOLINN Alþýðulistakona fæðist Á þessum degi árið 1860 fædd- ist Grandma Moses, sem hét réttu nafni Anna Mary Robertson. Hún giftist sautján ára gömul Thomas Salmon Moses. Þau bjuggu í sveit og eignuðust tíu börn en fimm þeirra létust í æsku. Eiginmaður hennar lést árið 1927. Nokkrum árum síðar byrjaði Moses að mála, þá komin á áttræðisaldur. Sýning á málverkum hennar í lyfjaverslun vakti athygli listsafnara sem sýndi þau listaverka- sala í New York. Fljótlega öðlaðist hún viðurkenningu sem listamaður undir nafninu Grandma Moses. Myndir hennar lýsa sveitalífi á afar fallegan hátt. Ævisaga hennar kom út árið 1952 og hún lést árið 1961, rúmlega hundrað ára gömul.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.