blaðið - 07.09.2007, Blaðsíða 11

blaðið - 07.09.2007, Blaðsíða 11
blaóió FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2007 FRETTIR 11 Við afhendinguna Björgólfur Guðmundsson sat í dómnefndinni fyrir hönd hagsmunaaðila. Hér ræðir hann við Steve Christer. Btaðið/Sverrir um,“ sagði hún um afrakstur keppn- innar. Hún sagði dómnefndina strax hafa hrifist af sigurtillögunni og hefði hrifning þeirra bara aukist með frekari íhugun. Sextán tillögur bárust í keppnina, þrjár hlutu verð- laun og þrjár að auki fengu sérstaka viðurkenningu. Unnið hratt Skipulag Kvosarinnar verður nú mótað á grundvelli tillögunnar sem var valin hin besta, en einnig stendur til að kaupa ákveðna þætti úr þeim tillögum sem lentu í öðru og þriðja sæti og nýta þá með sigurtillögunni. Gert er ráð fyrir að skipulagið verði tilbúið fyrir jól og að hægt verði að hefja framkvæmdir innan skamms. Formaður dómnefndar ítrekaði að þrátt fyrir að hraðar hendur yrðu hafðar við skipulagninguna yrði farið eftir öllum kúnstarinnar reglum er kæmi að samráði við íbúa á svæðinu. Gamalt og nýtt mætist Steve Christer, annar stofnenda Studio Granda, viðurkennir að það sé ekki bara stórskemmtilegt heldur líka dálítið skelfilegt að hafa unnið samkeppni um skipulag svæðis sem honum hefur verið hugleikið í tvo áratugi, þó að tillagan sem slík hafi verið unnin hratt. Steve segir útgangspunkt hönnunarinnar vera fjölbreytni, því Reykjavík sé mjög fjölbreytt borg. Á svæðinu eiga for- tíð, nútíð og jafnvel framtíð að lifa saman. HEFURÐU ÁBENDINGU? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net Framkvæmdastjóri segir vinnubrögðin alsiðu þegar vörur eru ódýrar Mátti ekki kaupa tíu notaðar frönskubækur Jóhann Björnsson freistaði þess að kaupa tíu eintök af frönskukennslu- bókinni Cafe Creme í ritfangaversl- uninni Office 1 á dögunum en honum kom það í opna skjöldu að starfsfólk verslunarinnar vildi ekki leyfa honum að kaupa svo mörg ein- tök af einni bók. Vildi stytta sér leið „Ég kenni frönsku í tíunda bekk í Réttarholtsskóla. Það eru fleiri nem- endur nú í ár en hafa verið undan- farið og því vantaði nokkrar bækur. Með því að kaupa bækurnar sjálfur gat ég sparað skólanum dálítið fé og fyrirhöfn svo ég bauðst til þess. Þannig gátu krakkarnir líka fengið bækurnar í hendur strax daginn eftir,“ sagði Jóhann. Þegar Jóhann maldaði í móinn út af fjöldatakmörkunum og sagðist vera að kaupa bækurnar fyrir skóla hugðist starfsfólkið leita heimildar hjá yfirmanni til að selja honum öll eintökin, en þá var þolinmæði Jó- hanns þrotin og hann kaus að kaupa bækurnar frekar hjá Griffli, þar sem hann var afgreiddur orðalaust. Nínu K. Hjaltadóttur, verslunar- stjóra Griffils, kom það líka í opna skjöldu þegar hún var spurð hvort sambærileg stefna væri í verslunum Griffils. „Hann má kaupa eins mörg eintök og hann vill hjá mér!“ Til verndar viðskiptavinum Hannes Sigurbjörn Jónsson, fram- kvæmdastjóri Office í, segir sögu Jó- hanns vera úlfalda orðinn til úr mý- flugu - hefði Jóhann kynnt sig strax við komuna í búðina hefði aldrei orðið nein rekistefna út af innkaup- unum. „Að sjálfsögðu seljum við skólum. Við erum með öfluga fyrir- tækjaþjónustu og þessi maður hefði getað pantað bæfcurnar í gegnum hana og fengið þær sendar til sín á nákvæmlega sama verði og er í búðinni." Hannes segir reglurnar um þrjú eintök á mann vera settar til verndar viðskiptavinum verslunarinnar. ,Það hefur komið fyrir að hingað hefur komið fólk sem er kannsfci í svipuðum bransa og við og kaupir jafnvel upp bækurnar hjá okkur þannig að við höfum ekki átt þær fyrir okkar viðskiptavini.“ Hannes segir sambærilegar reglur þekkjast víðar og nefnir matvöruviðskipti sem dæmi. „Þegar tilboð eru í gangi þá eru oft hámark tveir, þrír hlutir á mann.“ arndis@bladid.net HUSBILAR. A NIÐURSETTU VERÐI Seljum útleiguhásbílana okkar á niðursettu verói á meðan birgðir endast. Mikil verðlcekkun. Komdu núna og geróu góð kaup! r~r-—-—v Ír'\r*sí' «•» I

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.