blaðið - 07.09.2007, Blaðsíða 43

blaðið - 07.09.2007, Blaðsíða 43
blaðið FOSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2007 ORÐLAUSTÓNLIST tonlist@bladid.net Það er dýrara að fá Papana en Bloc Party, ég get sagt þér það. Busaballið okkar var dýrara en þetta. Aukagigg á Organ Styttist í tónleika Franz Ferdinand Uppselt er á tónleika hljómsveit- arinnar Franz Ferdinand sem fram fara á skemmtistaðnum NASA þann 14. september næstkomandi, en af- ráðið hefur verið að halda sérstaka aukatónleika á skemmtistaðnum Organ í Hafnarstræti. Aukatónleik- arnir fara fram kvöldið eftir, laug- ardagskvöldið 15. september, en að sögn Eldars Ástþórssonar hjá Dest- iny.is óskaði sveitin sjálf eftir því að halda aðra tónleika. Minnstu tónleikar Franz Ferdinand „Það var ósk af þeirra hálfu að halda aðra tónleika á minni stað í Reykjavík. Til að byrja með vildu þeir koma aftur hingað til lands og halda tónleika á NASA, sem er jú minni staður en þeir eru vanir að spila á, en svo datt þeim í hug að halda eina tónleika í viðbót fyrir blaðamenn sem eru með þeim og starfsmenn plötuútgáfunnar þeirra, Domino Records. En þeir vildu líka gera alvöru tónleika úr þessu og bjóða hinum almenna tónlistar- unnanda og aðdáendum þeirra hér á íslandi að koma. Fyrir vikið eru þeir búnir að rigga upp öðrum tón- leikum á Organ, sem er alveg frábær tónleikastaður, en eflaust minnsti staður sem þeir hafa spilað á síð- ustu fimm árin,“ sagði Eldar í sam- tali við Blaðið í gær. Miðasala hefst laugardaginn 8. september í verslunum Skífunnar og á midi.is halldora@bladid.net 90 s partí með Curver og Kiki Plötusnúðarnir Curver og Kiki- Ow hafa i sumar staðið vaktina þegar kemur að partíum tileink- uðum tíunda áratugnum og um helgina munu þau endurtaka leikinn í Reykjavík og á Akureyri. Plötusnúðaparið hyggst spila í Sjallanum Akureyri í kvöld, en halda svo til byggða á morgun þar sem spilað verður fyrir dansþyrsta íslendinga á skemmti- staðnum Nasa við Austurvöll. „Þetta er fyrsta skiptið sem við erum með svona mega-90's helgi bæði í Reykjavík og Akureyri. Þessi kvöld okkar eru bara búin að sprengja svo rosalega utan af sér. Það er alltaf brjálæðislega mikið fjör og við erum farin að sjá mikið af stórum hópum koma í 90's fötum, sem er auðvitað mjög skemmtilegt," sagði Curver í samtali við Blaðið í gær. Miðasala á Nasa fer fram á www. midi.is og í Spútnik, Laugavegi, en miðasala fyrir Sjallann er á Café Amor og í Pennanum á Akureyri. Tónlist fyrir sveitta rokkbúllu Strákarnir í Jan Mayen háfa verið nokkuð áberandi í íslenskri poppmenningu undanfarin þrjú eða fjögur ár. Árið 2004 gáfu þeir út plötuna Home of the Free Indeed og síðan þá er varla það íslenskt mannsbarn sem kannast ekki við þessa eftirminnilegu rokkhunda í sjón. Fyrir skemmstu gaf hljóm- sveitin út aðra breiðskífu sína, sem ber hið skemmtilega heiti So Much Better Than Your Normal Life. Skífan er, eins og það sem strákarnir höfðu áður gefið frá sér, ágætlega þétt og vel spilað gítar- rokk. Ekkert sérstaklega frumleg eða fersk, en bætir það upp með sæmilega grípandi gítarstefjum. Jan Mayen So Much Better Than... □Pn mOLjEIT Eftlr Hlyn Orra Stefánsson > hlynur@bladid.net TÓNLIST ++Í „We Just Want to Get Everybody High“, sem fengið hefur að hljóma í útvarpi síðustu vikurnar, er gott lag með ágætis texta sem fjallar um leiðindi hversdagsleikans og, eins og titilinn gefur til kynna, eina leið af mörgum til að flýja þau. Þá nýtur rödd Valgeirs Gestssonar - sem kemur nokkuð vel út á plöt- unni - sín sérstaklega vel í laginu. Lokalag plötunnar, „Let it Burn“, er þó að mínu mati besta lag hennar og reyndar virkilega gott lag. Textinn er mjög myndrænn og lagið frábærlega uppbyggt - algjör tilfinningabomba sem endar í villtum gítartryllingi. Ekkert lag plötunnar er sérstak- lega slæmt. Lögin „Absolution" og „Biscuit“ (sem minnir á Botnleðju á ungdómsárum sveitarinnar) eru t.d. ekki heldur sem verst og njóta sín eflaust vel á sveittri rokkbúllu. En lögin á plötunni eru, að frátöldum „We Just Want to Get Everybody High“ og „Let it Burn“, ekkert sérstaklega góð heldur. Og með tilliti til þess mikla framboðs frábærrar tónlistar sem við eigum öll - eða a.m.k. flestöll - eftir að gefa okkur tíma til að hlusta á, er engin ástæða til að hafa miklar áhyggjur af því þótt við höfum ekki brotið So Much Better Than Your Normal Life til mergjar. JAN MAYEN Á NETINU www.jan-mayen.com www.myspace.com/janmayen www.smekkleysa.net Papamir kosta meira en alþjóðlegar rokkstjömur Bloc Party á balli í Flensborg Breska sveitin Bloc Party kemur fram á tónleikum í Flensborgarskóla í Hafnarfirði í október. Sveitin verður á land- inu að spila á lceland Airwaves-hátíðinni. Eftir Atla Fannar Bjarkason atli@bladid.net „Við erum búin að bóka þá og þeir ætla að koma og spila hjá okkur," segir Olga Eir Þórarinsdóttir, oddviti nemendafélags Flensborgar- skóla í Hafnarfirði, en hljómsveitin Bloc Party hefur verið bókuð á tónleika í skólanum föstudaginn 19. október. „Það eru strákar í tónlistarráði hjá okkur og þeir voru svo ótrúlega sniðugir að prófa að senda þeim póst og spyrja hvort þeir vildu koma og spila á tónleikum um leið og þeir kæmu að spila á Airwaves- hátíðinni. Bloc Party sagði já,“ segir Olga Eir. „Ég var ekkert smá glöð þegar ég heyrði þetta.“ Mjög sanngjarnir „Það er dýrara að fá Papana en Bloc Party, ég get sagt þér það. Busaballið okkar var dýrara en þetta,“ segir Olga, aðspurð hvort tónleikarnir verði þeir dýrustu í sögu Flensborgar. „Þeir eru mjög, mjög sanngjarnir." Bloc Party gaf út sína fyrstu breiðskífu, Silent Alarm, árið 2005. Skífan sló í gegn og var meðal annars valin breiðskífa ársins hjá tónlistartímaritinu NME. Sveitin BLOC PARTY ► Bloc Party var stofnuð árið 2002. Hennar fyrsta breiðskífa, ► Silent Alarm, sló í gegn um allan heim. ► Sveitin segist vera undir áhrifum frá sveitum eins og The Cure, Smashing Pumpk- ins, Pixies og Joy Division. gaf út sína aðra breiðskífu, Week- end in the City, í febrúar á þessu ári. Hún fór hæst í annað sætið á breska vinsældarlistanum og í það 12. á bandaríska Billboard-listanum. Óvíst með almenning Olga segir óákveðið hvort tónleik- arnir verði opnir almenningi eða að- eins fyrir nemendur skólans. „Það á eftir að skoða hvernig því verður háttað, það er ekki ákveðið," segir hún. „Við erum með svo stóran sal. Það er náttúrlega nýbúið að byggja við skólann, en ég er hrædd um að það yrði svolítið mikið kaos, ef það kæmu fleiri en nemendur skólans. Þá værum við komin út í miklu stærri pakka í rauninni - strangari gæslu og svona. Það á bara eftir að ræða við skóla- stjórann, þetta er í rauninni allt á byrj- unarstigi." Chris Cornell áritar í Skífunni Rokkgoðið Chris Cornell heldur tónleika í Laugardalshöll á morgun ásamt hljómsveit. Cornell kemur við í Skífunni á Laugavegi klukkan 16 og áritar nýjustu skífu sína, Carry On. Miðasala á tónleikana er ennþá í fullum gangi, en uppselt er í stúku. Chris Cornell er þekktastur fyrir hljómsveitirnar sínar Soundgarden og Audioslave. Slagarinn Black Hole Sun er þekktasta lag Soundg- arden og hugsanlega vinsælasta lag sem Cornell hefur sungið. Búast má við að hann taki það í höllinni á morgun ásamt fleiri þekktum slögurum. atli@bladid.net Pete Doherty mun drepast Söngvari hljómsveitarinnar The Who, Roger Daltry, segir Pete Do- herty greinilega eiga þá ósk heit- asta að drepast. Doherty er um þessar mundir í meðferð en þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann leitar sér hjálpar, en það hefur ekki borið neinn árangur hingað til. Daltrey sagði í samtali við The Sun að það biði baðherberg- isgólf eftir Doherty. „Þar mun hann leggjast niður og drepast haldi hann þessu áfram. Það er svo hallærislegt að halda að þessi lífsstíll sé töff og að tónlistin snú- ist um svona vitleysu. “ Keane til liðs við War Child Hljómsveitin Keane hefur ákveðið að láta ágóðann af sölu smáskífunnar The Night Sky renna til góðgerðasamtakanna War Child. „Við erum mjög stoltir af því að taka þátt í starfi samtakanna,” segir söngvari hljómsveitarinnar, Tom Chaplin. „Það deyr barn á þriggja mínútna fresti af völdum vopnaðra átaka einhvers staðar í heiminum og við getum öll gert eitthvað í því.” Misty, Laugavegi 178, Sími 551 2070 Góö þjónusta - fagleg ráðgjöf Sflottir leðurskór með um rennilás í stœrðum 40-46 á kr. 6.585, Óreimaðir leðurskór í stcerðum 40-47 á kr. 6.885,-

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.