blaðið - 07.09.2007, Page 40

blaðið - 07.09.2007, Page 40
40 FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2007 blaöiö ÍÞRÓTTIR ithrottir@bladid.net Taktíkin veitur einmitt mikið á því að fá ekki á sig mark og þá í versta falli ná jafntefli og stigi. En auðvitað er þetta ekki mikið fyrir augað og allra síst á heimavelli. SKEYTIN INN Arsene Wenger er um það bil að fá loks laun erfiðis síns en heimildir breskra fjölmiðla herma að nýr samningur hans við Ar- senal geri Wenger að næstlauna- hæsta manni liðsins með helm- ings launahækkun frá því sem verið hefur. Venjulega eru þjálf- arar langt frá stórstjörnum liða í launum en það virðist vera mat stjórnar Arsenal að Wenger sé ómissandi... sem hann reyndar er. Deco, Messi, Kaka, Cristiano Ronaldo og Thierry Henry eru fimm bestu leikmenn heims að mati besta leikmanns heims, brasilíska snillingsins Ronaldin- ho. Kemur þetta fram í viðtali hans við breska fótboltasnepilinn 4-4-2 og fóru strax í kjölfarið sam- særiskenningar í gang um vináttu hans og Samuel Eto '0 sem ekki er nefndur til sögunnar. Ekki er heldur pláss fyrir neinn landa Ronnie úr brasilíska landshðinu. AndriyShevc- henko skil- ur ekkert í af hverju hann er ekki fyrsta val Jose Mourinho í lið Chelsea. Segist hann ráðvilltur mjög vegna stöðu sinnar en fáum hefði dottið í hug að einn dýrasti leikmaður Hðsins rétt slefaði á bekkinn. Fyrir utan að Shevchenko geldur fýrir að það var eigandi liðsins, Abramovich, sem keypti hann en ekki Mour- inho þá hefur kappinn staðið sig illa og það er næg orsök í slíku liði. Þetta er ekki svo flókið. 0SW4 Mikill sökn- uður er meðal stuðningsmanna Real Madrid eftir Roberto Carlos sem nú safnar ryki sem leikmaður Fenerbache í Tyrklandi. 1 nýlegri könnun dagblaðsins Marca kemur fram að yfir 60 prósent aðdáenda liðsins segja það mikil mistök að láta kappann fara enda hefði hann gefið allt fyrir liðið og átt nóg eftir. Engin spurning enda bauðst hann sjálfur til að lækka laun sín í vor yrði það til þess að hann gæti áfram búið í Madrid þarsem hann hefur komið ár vel fyrir borð og rekur meðal annars nokkra skemmtistaði sem hann sækir grimmt sjálfur. Sendibíiar tii leigu F-RIÐILL 1. Svíþjóö 18 stig 2. N-lrland 16 stig 3. Spánn 15 stig 4. Danmörk 10 stig 5. Island 4 stig | 6. Liechtenstein 4 stig 7. Lettland 3 stig Vöm besta sóknin Þjálfarar sammála Eyjólfi ■ 4-5-1 kerfið ákjósanlegt gegn Spáni Fastlega er búist við að Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari noti 4-5-1 leikskipulagið þegar íslenska knattspyrnulandsliðið mætir lands- liði Spánverja á Laugardalsvellinum í F-riðli Evrópukeppni landsliða á morgun. Blaðið tók hús á nokkrum vönum þjálfurum efstu deildar Landsbankadeildarinnar og líst þeim flestum vel á kerfið, sérstaklega gegn Spánverjum, sem hingað koma með miklar yfirlýsingar um að berjast til hinstu stundar. Sé eitthvert kerfi til þess fallið að stöðva þá rauðgulu kemur það kerfi sterklega til greina. Annars er landsliðið okkar væng- brotið gegn stórveldinu. Eiður Smári verður með, en vart allan leikinn. Markahrókurinn Helgi Sig- urðsson er frá sem og Brynjar Björn Gunnarsson sem er mikill missir fyrir litla knattspyrnuþjóð. Þá verða og alls nfu leikmenn að fara varlega gegn Spánverjum, ef það er hægt á annað borð. þar sem þeir fara í leik- bann fái þeir gult á morgun. Liðið má ekki við frekari missi fyrir mið- vikudagsleikinn gegn N-írum. Logi Ólafsson þjálfari KR „Það er ekkert óraunhæft að keyra 4-5-1 taktík í leik sem þessum. Reyna að verjast og beita skyndisóknum og þessi taktík hefur á stundum gefið góða raun eins og til dæmis gegn þeim úti fyrir ári þar sem þeir rétt náðu að setja eitt mark í lokin. Hún veltur einmitt mikið á þvf að fá ekki á sig mark og þá í versta falli ná jafntefli og stigi. En auðvitað er þetta ekki mikið fyrir augað og allra síst á heimavelli.” Ólafur Jóhannesson þjálfari FH „Vörn íslands þarf að standa plikt sína 100 prósent allan leik- inn gegn svona liði eins og Spán- verjum og hreinn dauðadómur að reyna sóknarleik. Þannig er 4-5-1 skipulagið ágætt svo lengi sem vörnin heldur en gallinn er bara sá að varnarleikurinn hefur verið hausverkur hjá liðinu lengi. Svo er aftur stór spurning hvað á að gera þegar liðið fær boltann og á því þarf að finna einhverja lausn. Annars er ég á þvf að við eigum að hafa trú á liðinu enda komið heilt ár af miskunnarlausri gagn- rýni og það hefur áhrif.” Leifur Garðarsson þjálfari Fylkis „Það er að mínu viti algjör fásinna að blása til húrrandi sóknar gegn svona stórþjóð og að því leyti er 4-5-1 góð til síns brúks. Henni er auðvelt að breyta með litlum tilfærslum ef á þarf að halda og sú staða gæti auðveldlega komið upp gegn Spánverjum. Eyjólfur vill ná fram góðum úrslitum og engu skiptir þó liðið hangi í vörn allan leikinn ef tekst að skora eitt sigurmark. Það muna allir eftir slíkum sigri ári seinna þó spilamennskan hafi ekki verið skemmtileg.” Willum Þór þjálfari Vals „Það er eðlilegt að leggja upp með 4-5-1 gegn Spáni. Þeir eru í öðrum heimi knattspyrnulega og með hvern fyrsta flokks leikmanninn á fætur öðrum í liðinu. Það er ágæt uppstilling og ég á von á að tveir miðju- mannanna dragi sig niður á miðjusvæðið en það er einmitt það svæði sem Spánverjarnir eru vanir að nýta sér hvað mest enda eldfljótir og nota stutta spilið mikið. Þannig að gegn Spánverjum er 4-5-1 vel til fundið og ég skil Eyjólf vel ákveði hann að beita því.” Ólafur Þórðarson þjálfari Fram „Sé tekið mið af árangri íslands hér áður þá liggur fyrir að okkur gengur best þegar við spilum 5-3-2 og það á bæði við um þegar Sigfried Held og Guðjón Þórðarson stýrðu liðinu. Okkur fer illa að stjórna leik og spila fram á við en vel yfir- leitt að gefa það eftir og spila upp á skyndisóknir. 4-5-1 er í ætt við þetta en þarna vantar kantmennina sem þarf til að skapa þau færi sem við þurfum til sigurs. En ég vona inni- lega að liðinu gangi vel gegn Spánverjunum.” Þriðja sætið Með frábærum og í raun einstökum endaspretti í Evr- ópukeppni landsliða hefur íslenska landsliðið tryggt sér þriðja sætið í C-riðli eftir sigur á Austurríki og klárt að Sigurður Ingimundarson er að gera glerfína hluti með hópinn. Þó rósir fyrir þriðja sætið séu fáar og fölnaðar er ís- lenski hópurinn á besta aldri og aðeins Brenton Birming- ham sem kominn er á aldur. Spurning um sólgleraugu því framtíðin er björt. Landsbyggðin iániaus Það verða Afturelding og sam- einað lið HK/Víkings sem bæt- ast í flóru liða í Landsbanka- deild kvenna á næstu leiktíð og vonir ýmissa um að tvö landsbyggðarlið hrepptu þann heiður eru úti. Afturelding sigraði Völsung frá Húsavík meðan HK/Víkingur burstaði Hött frá Egilsstöðum. Bæði lið fara í úrslit en þar sem tvö lið fara upp skiptir sá leikur ekki öllu máli. Á teig með ekli Fyrr í sumar forvitnaðist Blaðið um hvort lesendur þess kynnu gott íslenskt orð í stað enska orðsins dræver í golfi en fyrir óinnlimaða er dræverinn stærsta kylfan og gjarnan sú sem oftast er notuð til upphafshögga í íþróttinni. Nokkrir tugir svöruðu og er yf- irgnæfandi meirihluti þeirra fylgjandi orðinu ekill. Ekill er nokkuð nákvæm þýðing á enska orðinu en er nokkuð óþjált og nær heldur ekki vel utan um það sem enska orðið þýðir með tilliti til golfsins. Heilaskaðaður Það þurfti rannsóknir færustu lækna til að komast að þeirri niðurstöðu að glímukappinn bandaríski, Chris Benoit, sem myrti í sumar konu sína og barn áður en hann tók eigið líf væri heilaskaðaður. Fullyrða má slíkt um þá er slíkt ódæði fremja en þar fyrir utan er amcríska glíman þannig að aðeins heilaskaðaðir geta heill- ast af slíkri íþrótt.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.