blaðið - 07.09.2007, Blaðsíða 46

blaðið - 07.09.2007, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2007 blaóió FÓLK folk@bladid.net Já, ef áfengissala verður gefin frjáls fyrir helgi. Á að skella sér í „nýja Ríkið" fyrir helgina? Samkvæmt framtíðaráformum íslandspósts ohf. hyggst fyrirtækið út- víkka starfsemina og hefja sölu á skrifstofuvarningi, netaðgangi og ýmsu fleiru. Erla Ósk Asgeirsdóttir og félagar hennar í Heimdalli mótmæla þessum áformum og líkja þeim við það ef Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, eða Ríkið, keypti 10-11 eða Pétursbúð. Ómar Ómar og félagar endurvekja vefsíðuna hiphop.is Mikil gróska í íslensku hipphoppi Ómar Ómar „Það er kom inn tími á hipphopp aftur í íslensku tónlistarlífi." HEYRST HEFUR Töluverðar líkur eru á því að kona verði skipuð i embætti dómkirkjuprests bráðlega, en sjö hafa sótt um stöðuna, þar af sex konur. Þær eru Anna Sigríður Pálsdóttir, Ása Björk Ólafsdóttir, Guðbjörg Jóhannes- dóttir, Guðrún Karlsdóttir og Sigríður Hrönn Sigurðardóttir. Eini karlkyns um- sækjandinn um stöðuna er Rúnar M. Þorsteins- son... Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri Akureyrar og fleiri fyrirmenn úr bænum eru nú í Grimsby í Bretlandi í opinberri heimsókn. Tilgangur heimsóknarinnar er að efla viðskipta- og vinatengsl milli bæjanna og stefnt er að '' vinabæjasambandi þeirra í framtíðinni. í þorskastríðunum voru það togaraskipstjórar frá Hull og Grimsby sem voru erkióvinirnir en gamlar erjur gleymast auðvitað um síðir... Guðmundur Árni Stefánsson < er ekki bara sendiherra í Svíþjóð. Hann afhenti í vikunni trúnaðarbréf sitt hjá Tassos Papadopoulos, forseta Kýpur. Athöfnin vakti meiri athygli kýpverskra fjölmiðla en ella vegna þess að forsetinn notaði tækifærið og úttalaði sig um væntanlegan fund sinn með leiðtoga Kýpur-Tyrkja. Guðmundur Árni lagði líka orð í belg og sagði íslensku þjóðina hafa fylgst grannt með þróun mála i Kýpur allt frá því að landið hlaut sjálfstæði 1960. ’ í slendingar hefðu áhyggjur af deilum þjóðarbrotanna á Eftir rúmlega tveggja ára bið mun hipphoppsenan endurnýja sinn opinbera vettvang með upprisu hip- hop.is um helgina. Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@bladid.net Mikið verður um dýrðir á skemmtistaðnum Organ næstkom- andi laugardagskvöld, en þá stíga á stokk helstu rapplistamenn lands- ins í tilefni af því að vefsíðan hiphop. is verður opnuð aftur eftir rúmlega tveggja ára dvala. Ómar Ágústsson, betur þekktur sem Ómar Omar, er aðalmaðurinn á bak við vefsíðuna. „Síðan lagðist niður á sínum tíma vegna þess að netþjónninn okkar hrundi og heimasíðukerfið bilaði. Það þurfti því að byrja alveg frá grunni til að fá síðuna í lag aftur og í millitíðinni komu upp alls konar mál sem töfðu þá vinnu. Ég skipti um starf og annar flutti til útlanda þannig að þetta hefur dregist tölu- vert. En nú verður langþráðu mark- miði loksins náð um helgina, enda hef ég verið að stefna að því að koma henni aftur í gagnið frá því að hún lagðist niður,“ segir hann. Rétti tíminn Nýja vefsíðan verður að sögn Ómars með svipuðu sniði og sú gamla með greinum, fréttum, spjallborði og tónlist, að minnsta kosti til að byrja með. „Svo býst ég við því að hún eigi eftir að taka breytingum með tímanum og að alls kyns efnisþættir bætist við, en það kemur allt í ljós síðar,“ segir hann. Ómar segir rétta tímann núna til þess að endurvekja hiphop.is. „Það var komin svolítil þreyta gagnvart íslensku hipphoppi í fjölmiðlum á sínum tíma. Ég held að áhuginn hafi byrjað að dala í lok ársins 2003 en þá komu út 10 íslenskar hipp- hopp-plötur fyrir jólin. Einhvern veginn var eins og það væri of mikið, enda vildu allir fá sína sneið af kökunni. Smátt og smátt fór ís- lenskt hipphopp svolítið undir yfir- borðið ef svo má segja, en því fylgja þó vissir kostir. Nú eru allir farnir að gera tónlist með sínum eigin per- sónulega stil og það er mikil gróska í gangi. í kjölfarið af opnuninni verður gefinn út sérstakur mix- diskur með íslensku hipphoppi úr öllum áttum og svo ætlar til dæmis Benni, eða DJ B-Ruff úr Forgotten Lores, líka bráðum að gefa út disk með um 30 íslenskum hipphopp- lögum þannig að það er margt í gangi,“ segir hann. Barist með orðum Meðal tónlistarmanna sem koma fram á Organ á laugardagskvöldið eru Iöngu þekktir rapparar á borð við Bent, Sesar A og Móra ásamt öðrum yngri og upprennandi röpp- urum á borð við Dabba T. „Það er alveg kominn tími á hipphopp aftur í íslensku tónlistarlífi og ég myndi segja að senan væri að mörgu leyti heilsteyptari en hún var áður. Á tímabili var hún eiginlega tviskipt. Annars vegar voru það þeir sem fíl- uðu Rottweiler og hins vegar þeir sem fíluðu Móra, Forgotten Lores og fleiri. Núna eru Móri og Bent að fara að spila á sömu tónleikunum á laugardaginn en það hefði bara ekki gerst fyrir nokkrum árum. Svo er ótrúlega mikill metnaður í íslensku hipphoppi sem ég fullyrði að sé í heimsklassa," segir Ómar og bætir því við að þó svo að ólíkustu listamenn séu að vinna saman séu eir jafnframt í mikilli samkeppni. raun eru menn eiginlega að berjast sín á milli með orðunum.“ Svefninn af skornum skammti Hvar er helst hægt að hlusta á ís- lenskt hipphopp? „Undanfarið hefur lítið heyrst af því í útvarpinu með nokkrum und- antekningum. Útvarpsstöðin Flash hefur gert því nokkur skil og ég er til dæmis með þátt þar á miðviku- dagskvöldum á milli klukkan tíu og tólf. En það er stefnan að þessi tón- list verði aðgengilegri þegar hiphop. is er komin í loftið.“ Ómar hefur fengið nokkra aðila til þess að vinna með sér efni á síð- una, eins og til dæmis greinar og plötudóma, en mun sjálfur sjá um að halda utan um rekstur hennar. Erþetta ekki mikil vinna? „Jú, vissulega er þetta það og svo er ég náttúrlega í minni dagvinnu eins og aðrir. Svefninn líður fyrir þetta og maður nær sjaldnast að landa mikið meira en 5 tímum á nóttunni. En ég er ekki í nokkrum vafa um að það sé þess virði,“ segir hann að lokum. Su doku 6 2 1 4 8 9 4 5 2 3 6 9 3 6 7 2 7 2 8 1 4 6 1 8 5 5 6 4 7 9 Su Doku þrautin snýst um aö raöa tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem uþþ eru gefnar. HERMAN eftir Jim Unger Ég veit ekki af hverju ég hef fyrir því að elda ofan í þig.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.