blaðið - 07.09.2007, Blaðsíða 16

blaðið - 07.09.2007, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2007 blaðiö FÉOGFRAMI vidskipti@bladid.net Skeið ódýrs fjár- magns er á enda runnið að sinni. Fundað um íbúðalánasjóð Nefnd sem Jóhanna Sigurðar- dóttir féiagsmála- ráðherra skipaði til að fara yfir íbúðalánasjóð og úrbætur varð- andi félagslegt húsnæði hefur fundað nokkrum sinnum og mun skila félagsmálaráðherra endan- legri niðurstöðu um málið fyrir r. nóvember. Þetta segir Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra. Eins og komið hefur fram vonast ýmsir þeir sem láta sig peninga- málastjórnun og baráttuna við verðbólgu varða eftir því að gerðar verða breytingar á íbúða- lánasjóði þannig að hann hætti að ýta undir verðbólgu. Óbreyttir stýrivextir Bankastjórn Seðlabanka fslands tilkynnti í gær að stýrivextir bankans verði áfram 13,3 prósent, a.m.k. til 1. nóvember þegar ákvörðun um stýrivexti verður næst tilkynnt. f fréttatilkynn- ingu frá bankanum segir að sam- kvæmt verðbólguspá bankans frá því í sumar sé ólíklegt að hægt verði að lækka stýrivexti fyrr en á fyrri helmingi næsta árs, og ætlar bankastjórnin ekki að hvika frá því mati að svo stöddu. Þar segir einnig að verðbólguhorfur til skamms tíma séu lakari nú en við síðustu vaxtaákvörðun og að nokkur gengisórói ríki. Sameina sparisjóði Forsvarsmenn Sparisjóðsins í Keflavík, Sparisjóðs Vestfirð- inga og Sparisjóðs Húnaþings og Stranda hafa gert með sér samkomulag um að leggja til við stjórnir sjóðanna að þeir verði sameinaðir. Áætlanir gera ráð fyrir því að stofnfé verði aukið í tengslum við sameininguna og verði að því búnu u.þ.b. 5,7 millj- arðar króna. Eigið fé sameinaðs sjóðs mun nema u.þ.b. 21 millj- arði króna. íbúðakaup tvöfaldast Alls var 864 kaupsamningum um fasteignir þinglýst við sýslu- mannsembættin á höfuðborg- arsvæðinu í ágúst. Heildarvelta nam 25,3 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamn- ing var 29,3 milljónir króna. Við- skipti með eignir í fjölbýli námu 17,1 milljarði, viðskipti með eignir í sérbýli 6,2 milljörðum og viðskipti með aðrar eignir 2 milljörðum króna. Þegar ágúst 2007 er borinn saman við júlí 2007 fækkar kaupsamningum um 13,5% og velta minnkar um 20,4%. Þegar ágúst 2007 er hins vegar borinn saman við ágúst 2006 fjölgar kaupsamningum um 108,2% og velta eykst um 110,2%. 209 milljarðar í fjármagnstekjur Fjármagnstekjur fslendinga hafa vaxið stórlega á undanförnum árum og á fyrstu sjö mánuðum ársins nema þær nærri 209 milljörðum króna. Það eru meiri fjármagnstekjur en fjármálaráðu- neytið gerir ráð fyrir í fjárlaga- frumvarpinu á öllu árinu, að því er kemur fram í fréttabréfi Samtaka atvinnulífsins. (« GLIT 8 >s*3 í- & Allt efni til skart gripagerðar. Mikið úrval 1 af perlum, leðurreimum ■ og festingum. Einnig gjafaöskjur, standar og pokar. Tökum hópa eina kvöldstund í skartgripagerð. 3ott verð. Allt til leir og glergerðar. Glit ehf. Heildverslun Krókhálsi 5,110 reykjavík Sími 587 5411 Óróinn mun lækka húsnæðisverðið ■ Greiðslubyrði lána mun aukast ■ „Skeið ódýrs fjármagns er á enda runnið," segir hagfræðingur Seðlabanka íslands Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@bladid.net ÁHRIF Á HEIMILI Órói og vaxtahækkanir á alþjóða- mörkuðum gæti skilað sér í lægra húsnæðisverði hér á landi, en auk- inni greiðslubyrði bæði hjá þeim fs- lendingum sem eru með verðtryggð og gengistryggð lán. Þetta segir Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræð- ingur hjá Seðlabanka íslands, sem telur að húsnæðisverð muni lækka einhvern tímann á næsta ári. „Vextir hafa almennt verið að hækka i heiminum, þannig að fjármögnun viðskiptabankanna á alþjóðamörkuðum er orðin dýrari. Það skilar sér í lakari lánskjörum viðskiptavina þeirra - enda hafa við- skiptabankarnir hér á landi þegar hækkað vexti á nýjum íbúðalánum - sem er líklegt til að minnka eftir- spurn eftir húsnæði og hafa nei- kvæð áhrif á húsnæðisverð," segir Þorvarður Tjörvi og bætir við: „Skeið ódýrs fjármagns er á enda runnið að sinni.“ Erlend lán óhagstæð Þorvarður Tjörvi segir að óróinn á mörkuðum hafi aukið áhættu- fælni fjárfesta og dregið þannig úr vaxtamunarviðskiptum, en með vaxtamunarviðskiptum er átt við það þegar fjárfestar taka lán í lág- vaxtagjaldmiðli, t.d. japönsku jeni, Skuldir hinna skuldsettustu ^ hafa aukist verulega að und- anförnu. ► Þeim fjölgar sem tekið hafa erlend lán, og þeir geta lent í vandræðum þegar krónan veikist sökum samdráttar í vaxtamunarviðskiptum. ► Veikari króna getur hækkað verðbólgu og komið sér illa fyrir þá sem eru með verð- tryggð lán. og nota þau til að fjárfesta í hávaxta- gjaldmiðli, t.d. íslenskum krónum. „Samdráttur í vaxtamunarvið- skiptum hefur leitt til þess að gengi lágvaxtagjaldmiðla hefur styrktst, þannig að greiðslubyrði lána sem tekin hafa verið í þeim gjaldmiðlum hefur aukist. Erlend lántaka hefur átt einhvern þátt í uppsveiflunni á fasteignamarkaði í ár en með aukinni greiðslubyrði af erlendum lánum er spurning hvort hún verði áfram sami drifkraftur," segir Þor- varður Tjörvi. Húsnæðisverð lækkar Minnkandi vaxtamunarviðskipti draga úr eftirspurn eftir hávaxta- gjaldmiðlum eins og tslensku krón- unni, sem veldur verðbólguþrýst- Þorvarður Tjörvi Ólafsson ingi og eykur þannig greiðslubyrði og skuldastöðu fólks með verð- tryggð lán. „Það gæti leitt til minnkandi um- svifa á fasteignamarkaði og lækk- andi verðs,“ segir Þorvarður Tjörvi, sem bendir þó á að sagan sýni að þegar húsnæðisverð lækki gerist það frekar hægt. Þorvarður Tjörvi bendir á að hús- næðisverð sé þegar farið að lækka í mörgum helstu borgum Bandaríkj- anna og sums staðar í Skandinavíu, sökum hækkandi vaxta, og reynslan hafi verið sú að húsnæðisverð fylgist að beggja vegna Atlantsála. MARKAÐURINN í GÆR Hlutabréfavlðsklptl með skráð bréf hjá OMX á fslandl, 6. sept. 2007 Viöskipti í krónum Heildar- ATH. = Athugunarlisti Viðskipta- Hlutfallsl. Dagsetning Fjöldi viðskipti Tilboö I lok dags: verð breytmg viðsk.verðs viðskipta dagsins Kaup Sala Félög í úrvalsvísitölu ▼ Atorka Group hf. 9,90 -1,10% 6.9.2007 8 735.767.569 9,90 9,91 ♦ Bakkavör Group hf. 66,30 0,00% 6.9.2007 22 254.373.223 65,80 66,30 ♦ Existahf. 33,75 0,00% 6.9.2007 25 208.123.033 33,55 33,75 ♦ FLGrouphf. 26,70 0,00% 6.9.2007 12 47.098.758 26,65 26,75 ▼ Glitnir banki hf. 28,70 -0,17% 6.9.2007 55 10.455.912.995 28,65 28,70 ▼ Hf. Eimskipafélag íslands 40,80 -0,37% 6.9.2007 13 66.521.530 40,80 41,10 ▼ lcelandair Group hf. 27,40 -0,54% 6.9.2007 1 13.015.000 27,40 27,50 ▼ Kaupþing banki hf. 1145,00 -0,35% 6.9.2007 79 3.873.959.056 1142,00 1145,00 ▼ Landsbanki íslands hf. 41,45 -0,60% 6.9.2007 27 475.636.494 41,15 41,50 Mosaic Fashions hf. 17,50 - 4.9.2007 1 21.709.415 - - ▼ Straumur-Buröarás Fjárf.b. hf. 20,10 -0,50% 6.9.2007 38 235.253.837 19,95 20,10 a Teymihf. 6,23 0,65% 6.9.2007 2 2.985.374 6,16 6,23 a. össurhf. 105,00 0,96% 6.9.2007 8 22.824.900 104,00 105,00 Onnur bréf á Aðallista 365 hf. 2,65 - 4.9.2007 - - 2,63 2,66 a Alfescahf. 6,16 0,65% 6.9.2007 7 29.223.199 6,12 6,16 t Atlantic Petroleum P/F 1050,00 -2,33% 6.9.2007 3 806.269 1056,00 1061,00 Eik Banki 682,00 - 6.9.2007 6 3.211.304 682,00 690,00 ♦ Flaga Group hf. 1,55 0,00% 5.9.2007 'r - 1,54 1,56 ♦ FarpyaBank 225,00 0,00% 6.9.2007 10 41.143.761 226,50 229,00 lcelandíc Group hf. 5,95 - 22.8.2007 - - 5,90 5,98 t Marelhf. 99,40 -0,60% 6.9.2007 1 397.600 99,40 100,00 Nýherji hf. 21,50 ■ - 6.9.2007 1 1.075.000 21,50 22,50 t TryggingamiístMin hf. 44,90 ■0,88% 6.9.2007 7 10.688.728 44,90 45,15 Vinnslustöíin hf. 8,50 - 22.8.2007 - - - 9,00 First North á Islandi t Century Aluminium Co. 3310,00 -0,30% 6.9.2007 4 40.005.000 3275,00 3322,00 HB Grandihf. 12,00 - 4.9.2007 - MMNHHi HHNI 11,50 ♦ Hampiðianhf. 6,50 0,00% 5.9.2007 - - - 6,75 • Mest viðskipti í Kauphöll OMX í gær voru með bréf Glitnis, fyrir um 9,0 milljarða króna. • Mesta hækkunin var á bréfum Foroya Banka, eða 2,0%. Bréf Öss- urar hækkuðu um 0,96% og bréf Century Aluminum um 0,45%. • Mesta lækkunin var á bréfum Atlantic-Petroleum, eða 2,33%. Bréf Atorku lækkuðu um 1,20% og bréf Straums-Burðaráss um 0,99%. • Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,23% í gær og stóð í 8.260 stigum i lok dags. • íslenska krónan styrktist um 0,43% í gær. • Samnorræna OMX40-vísitalan hækkaði um 0,44% í gær. Breska FTSE-vísitalan hækkaði um 0,7% og þýska DAX-vísitalan um 0,4%.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.