blaðið - 07.09.2007, Blaðsíða 6

blaðið - 07.09.2007, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2007 blaöió Þrjú fyrir- tæki vilja til Islands Netþjónabú „meiri- háttar tækifæri" Össur Skarphéðinsson iðnaðar- ráðherra sagði á ráðstefnu Skýrslu- tæknifélags fslands á Grand Hóteli þar sem fjallað var um netþjónabú að þrjú fýrirtæki hafi þegar skoðað aðstæður á íslandi og séu öll að íhuga uppsetningu stórbúa. Össur sagði að sérfræðingar á vegum Fjárfestingarstofu áætluðu að raforkuþörfin fyrir starfsemi af þessu tagi gæti á næstu 3-5 árum numið 200-250 MW. Væri litið 5-7 ár fram í tímann geti verið um að ræða 350 M W, sem er svipað og orku- þörfin fyrir 250 þúsund tonna álver. Slys ef fyrirtækin snúa frá „Hér ber allt að sama brunni: Um er að ræða meiriháttar tækifæri fyrir f slendinga. Þegar slíkur kostur er fyrir hendi væri það slys ef væn- leg fyrirtæki á þessu sviði, sem til okkar leita, þyrftu frá að snúa vegna þess að orkan væri öll bundin í fram- leiðslu á áli,” sagði Össur. Össur sagðist einnig vona að fyrir- tæki þar sem íslendingar eru í farar- broddi myndu ríða á vaðið og setja upp fyrsta netþjónabúið. Margt benti til þess að svo geti orðið. mbl.is Heimdallur Gagnrýna íslandspóst Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykja- vík, telur ríkisfyrirtækið fslandspóst vera komið langt út fyrir hlutverk sitt, sem sé að veita almenna og sérhæfða bréfa-, pakka- og sendingar- þjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki. f tilkynningu segir að Heim- dallur telji það afar neikvæða þróun að íslandspóstur hygg- ist útvíkka starfsemina og hefja sölu áýmsum skrifstofu- vörum og að fyrirtækið sé að færa sér í nyt aðstöðu sína sem fyrirtæki í opinberri eign. Tímabært sé að íslandspóstur verði einkavæddur. aí Stressaðir foreldrar ofnota sýklalyf H Sýklalyfjaónæmi vaxandi ógn M Foreldrar og læknar á þönum velja lyfin oftar en þarf Eftir Arndísi Þórarinsdóttur arndis@bladid.net Árið 1928 breyttist heimurinn þegar Alexander Fleming uppgötv- aði gagnsemi penisilíns. Innan við öíd eftir þá uppgötvun horfist mannkynið í augu við að æ fleiri bakteríur eru ónæmar fyrir sýkla- lyfjum sökum síaukinnar sýklalyfja- notkunar síðustu ára og er ástandið einna verst á f slandi. í ágústhefti fag- tímarits háls-, nef- og eyrnalækna, Otolaryngology - Head and Neck Surgery, er fjallað um rannsóknar- niðurstöður sem Vilhjálmur Ari Arason kynnti í doktorsritgerð sinni og er ástandið á íslandi kynnt sem víti öðrum þjóðum til varnaðar. Skyndilausna krafist Vilhjálmur komst að því að sýkla- lyfjanotkun barna á f slandi er meiri en annars staðar á Norðurlöndum. Vilhjálmur segir vandann eiga djúpar rætur í heilbrigðiskerfinu, sem byggi um of á skyndilausnum, s.s. kvöldvöktum. „Orsakirnar eru tvíþættar. Annars vegar liggja þær í þessum heilbrigðisstrúktúr, sem byggir að miklu leyti á hraðþjón- ustu, og hins vegar skapar stress og vinnuálag i þjóðfélaginu þrýsting um skyndilausnir." Vilhjálmur segir um þriðjung barna bera sýklalyfjaónæmar bakt- eríur eftir hvern sýklalyfjakúr sem Notist með varúð Sýklalyf hafa allt frá uppgötvun þeirra verið talin stórkostlegur bjargvættur, en ofnotkun þeirra getur haft alvarlegar afleiðingar. þau fara á. Þessar bakteríur smitast svo auðveldlega á milli barna, t.d. á leikskólum. Barnasjúkdómum síður sinnt Sýklalyfjanotkun barna hérlendis er aðallega vegna miðeyrnabólgu, en Vilhjálmur segir meðferð með sýklalyfjum við henni oft óþarfa. ,Við fundum vísbendingar um að sýklalyf geti aukið hættu á endur- teknum miðeyrnabólgum sem og þörf á hljóðhimnurörum, en þriðja hvert barn á íslandi fær hljóðhimnu- rör,“ segir hann. „Eyrnabólgur eru sjúkdómur barna númer eitt, tvö og þrjú og það er umhugsunarvert að það þurfi alltaf að afgreiða þær með skyndi- vöktum og með hraðþjónustu á meðan stórir sjúkdómar fullorðinna fá miklu meiri tíma og athygli.“ Vilhjálmur segir að til að hefja baráttuna gegn þessari tilhneig- ingu þurfi að auka aðgengi foreldra að þjónustu, auka eftirfylgni og auka fræðslu. „Það er sameigin- legt verkefni almennings og heil- brigðisyfirvalda að vinna á þessu þjóðfélagsmeini.” SÝKLALYFJANOTKUN ► Sýklalyfjanotkun jókst um 16% á hvern íslending á fyrstu tveimur árum eftir að rannsókninni lauk árið 2003. ► Á sama tímabili hefur dreg- ið verulega úr sýklalyfjanotk- un íflestum öðrum löndum. ► Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) skilgreinir sýklalyfja- ónæmi sem eina af mestu heilbrigðisógnum framtíðar. Formaður menntaráðs kynnir aukið samstarf tónlistarskóla og grunnskóla í Reykjavík Tónlistarnámið inn í grunnskólana Samstarf fimm tónlistarskóla í Reykjavík við tíu grunnskóla var kynnt á blaðamannafundi í gær. Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, segir að leiddir hafi verið saman stjórnendur tónlistar- og grunnskól- anna og þeir hafi sjálfir ákveðið með hvaða hætti samstarfið verði, en borgin leggur til 25 milljónir á ári á næstu þremur árum vegna verkefnisins. Ot úr því hafa komið fjölbreytt samstarfsverkefni, til dæmis fá nemendur í Fossvogs- skóla hópkennslu í hljóðfæraleik, nemendum í Hagaskóla er boðið upp á kynningu á ýmsum tónlistar- stefnum og nemendur í Seljaskóla fá kennslu í svokallaðri tónlistar- miðlun, en í því felst sambland af söng, sköpun og upplifun tónlistar. „Okkur fannst ekki vera eins mikið samstarf á milli tónlistar- skóla og grunnskóla í Reykjavík og við vildum sjá. En með þessu fá grunnskólanemendur kennslu og kynningu á ýmsum tónlistar- stefnum og við vonumst til þess að það skili sér í auknum fjölda tónlist- ariðkenda og unnenda," segir Júlíus. hlynur@bladid.net Frá blaðamannafundi Tilkynnt var um samstarf 5 tónlistarskóla við 10 grunnskóla I Reykjavík. VEIÐl'*V?HOLLlN Suðurlandsbraut 4. Reykjavík. -www.veidihollin.is - Sími 533 1115 - 893 7654 Er þetta jólagjöfin til þín eða frá þér í ár? Byssuskápa, byssupoka, gervigæsir sem fljúga, sitja og synda, sem og allt annað færðu hjá okkur í skot og stangveiði. Allt það besta frá Veiðilandi færðu hjá okkur. Verðum með notaðar byssur í endursölu, skráðu byssuna hjá okkur Ríkislögreglustjóri Yfirheyrslurnar á myndband Ríkislögreglustjóri hefur samþykkt norskan búnað, sem getur bæði tekið upp hljóð og mynd. Stefnt er að því að nota búnaðinn við yfirheyrslur lögreglu. í ársskýrslu embættisins kemur fram að búnaðurinn sé nú þegar í notkun hjá norsku lögreglunni. Ekki hefur verið regla að hljóðrita yfirheyrslur. Það hefur m.a. verið gagnrýnt í dómum Héraðsdóms Reykjavíkur, sem telur að bæði yrði staða ákæruvalds sterkari og hags- munir sakbornings betur tryggðir ef yfirheyrsla væri hljóðrituð. „Notkun þessa búnaðar er álitið mikið framfaraskref út frá faglegri hlið lögregluyfirheyrslna og búnað- ,,[E]r óþarft að minna á allan þann tíma og óþarfa fyrirhöfn sem nú fer í það - í hverju málinu á fætur öðru - að prófa fyrir dómi hvernig orð hafa fallið í lögregluyfirheyrslu. Er vafalaust að það myndi spara tíma og auka á skilvirkni réttarvörslukerf- isins ef hljóðupptökur af lögregluyf- irheyrslum yrðu almennar. Loks er það alkunna að tækin sem notuð eru við hljóð- og myndupptökur eru tiltölulega ódýr og þægileg í notkun." Pétur Guögeirsson héraðsdómari f dómi f janúar 2003 urinn nýtist einnig til að stytta rann- sóknartímann,“ segir í ársskýrslunni.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.