blaðið - 07.09.2007, Blaðsíða 1

blaðið - 07.09.2007, Blaðsíða 1
169. tölublað 3. árgangur Föstudagur 7. september 2007 FRJÁLST, ÓHÁÐ & ÓPFVPIS! FÓLKM46 Leysir útblástursvanda Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orku- seturs, er frumkvöðull á bak við breytingu á fyrsta tengitvinnbílnum á íslandi en heimurinn bíður eftir niðurstöðu. BÍLAR»30 Bloc Party í Flensborg Meðlimir hinnar þekktu hljómsveitar Bloc Party samþykktu að halda tónleika í Flensborg þegar nem- endur skólans óskuðu eftir því. Hljómsveitin verður á Airwaves. Tinna í Abbababb Tinna Hrafnsdóttir tekur við hlutverki Álfrúnar Örnólfsdóttur í söng- leiknum Abbababb eftir Dr. Gunna í Hafnarfjarðarleik- húsinu og segist hlakka mikið til leikársins. ORÐLAUS»43 I ?! f*1 Aukefni í sælgæti valda ofvirkni ■ Efnin sem rannsökuð voru í breskri rannsókn eru öll leyfð hér á landi ■ Matvæla- öryggisstofnun Evrópu endurskoðar mat sitt á skaðsemi litar- og rotvarnarefna Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Venjuleg litarefni og rotvarnarefni í t.d. sæl- gæti og gosdrykkjum geta valdið eirðarleysi og einbeitingarskorti hjá börnum. Þetta eru niður- stöður nýrrar breskrar rannsóknar sem greint er frá í læknatímaritinu The Lancet. Efnin sem rann- sökuð voru eru öll leyfð hér á landi, að sögn Gríms Ólafssonar, sérfræðings hjá Umhverfisstofnun. „Aukefni eru leyfð í ákveðnu magni í ákveðnum matvælum. Samanlagt magn litarefna sem leyft er er 300 mg í kílói af sælgæti,“ greinir Grímur frá. Hann getur þess að Matvælaöryggisstofnun Evrópu, EFSA, kanni reglulega öryggi þessara efna og nú hafi stofnunin sent frá sér fréttatil- ALGENG AUKEFNI ► Aukefnin sem rannsökuð voru eru meðal annars notuð í gosdrykki, ís, sælgæti, bragðbættar mjólkurvörur, sósur, kartöfluflögur og sinnep auk ýmislegs annars. ► Þessi efni voru rannsökuð: E211, E110, E122, E102, E 124 og E129. kynningu þar sem segi að verið sé að skoða lit- arefni sem tengjast breyttu hegðunarmynstri barna. Niðurstöður nýju rannsóknarinnar verða liður í mati á efnunum. Fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós að aukefni hafi neikvæð áhrif á börn sem greind hafa verið með ofvirkni. Nýja rannsóknin leiddi í ljós að efnin leiða einnig til aukins eirðarleysis og einbeiting- arskorts hjá börnum sem ekki eru ofvirk. Einn hópurinn sem rannsóknin tók til sam- anstóð af 150 þriggja ára börnum. í öðrum hópi voru jafnmörg börn á aldrinum átta til níu ára. Börnin fengu daglegan skammt af litarefnum og rotvarnarefni í ávaxtasafa, sem samsvaraði 100- 200 g af sælgæti. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu greinilegt samhengi milli neyslu aukefn- anna og ofvirkni hjá börnum, að minnsta kosti upp að níu ára aldri. Skeið ódýrs fjármagns á enda „Skeið ódýrs fjármagns er á enda runnið að sinni,“ segir hagfræð- ingur hjá Seðlabankanum. Hann segir óróa og vaxtahækkanir á mörkuðum geta lækkað %•% <m £• húnsæðisverð hér á landi^ri IO íslandi víti öðrum til vamaðar Skyndilausnir skýra af hverju sýklalyfjanotkun barna á íslandi er meiri en annars staðar á Norður- löndum. Vilhjálmur Ari Arason segir þriðjung barna bera sýkla- lyfjaónæmar bakteríur eftir hvern sýklalyfjakúr. »6 „Vasapeli" á vaxtafundi Gaman í bland við alvömna í Seðlabankamun Það eru ekki bara grafalvarleg mál sem menn fjalla um á fundum í Seðlabankanum. Á fundi í gærmorgun þegar tilkynnt var um stýrivaxtaákvörðun bankans brugðu Davíð Oddsson seðlabankastjóri og Þórhallur Jósepsson, fréttamaður Ríkisútvarpsins, á leik. „Upptökutækið sem við notum á útvarpinu gengur stundum undir gælu- nafninu vasapelinn. Seðlabankastjóri fór að gantast með þetta og talaði um að það væri nú réttara að fá £" eitthvað úr þessu tæki í stað þess að leggja inn á það endalaust," sagði Þórhallur. IO Meikaði ekki viðtalið Norska sjónvarpsstöðin TV2 fullyrðir að fyrirhuguðu sjónvarpsviðtali við Kristinu Halvorsen, norska fjármála- ráðherrann, hafi verið aflýst þar sem Halvorsen hafi farið fram á of langan tíma í meikstólnum. „TV2 bauð Hal- vorsen tíu mínútur í förðun- arstólnum með tveimur förð- unarmönnum. Því var hafnað,“ segir talsmaður TV2. Talsmaður ráðherrans segir þetta ekki eiga við rök að styðj- ast. Aftenposten hefur eftir förðunardömum að stjórn- málakonur þurfi almennt 20-30 mínútna meik áður en haldið er í útsendingu. a NEYTENDAVAKTIN í jP3| Verð á vínarbrauðslengju Fyrirtæki Krónur Fellabakari Egilsstöðum 277 Breiðholtsbakarí 381 Guðnabakarí Selfossi 422 Bakarameistarinn 461 Árbæjarbakari 495 Kristjánsbakarí Akureyri 750 Verö á vínarbrauðslengju (ekki er tekið tillit til gæða) Upplýsingarfrá Neytendasamtökunum GENGI GJALDMIÐLA SALA % USD 64,59 -0,22 ▼ GBP 130,33 -0,36 ▼ DKK 11,86 -0,11 ▼ JPY 0,56 -0,39 ▼ EUR 88,29 -0,14 ▼ GENGISVlSITALA 119,64 -0,17 ▼ ÚRVALSVlSITALA 8.259,74 -0,2 ▼ • Hvergi meira úrval af stillanlegum heilsurúmum og heilsudýnum. • Sjúkraþjáfari er í versluninni á fimmtudögum frá kl. 16 -18. • Sérþjálfað starfsfólk aðstoðar við val á réttu rúmi. Opið virka daga: 10-18 og laugardaga 11-16 Reykjavík: Mörkin 4, sími: 533 3500 Akureyri: Hofsbót 4, sími: 462 3504

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.