blaðið - 07.09.2007, Blaðsíða 24

blaðið - 07.09.2007, Blaðsíða 24
24 | NÁMSKEIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2007 blaöió Fagralund við Furugrund í Kópavogi Námskeið hefjast 12 september Skráning í síma 891-7190 Kennari: Sigríöur Guðjohnsen www.sigga.is ______Skólafélagsráðgjöf • Ráögjöf vegna náms og starfs fyrir alla aldurshópa sem byggir á heildarsýn á aðstæöur einstaklingsins. Áhugasviðsgreining. • Faghandleiösla fyrir kennara og námsráðgjafa. Styrkur úr sjúkrasjóði frá 1. des. 2005. • Ráðgjöf við foreldra. Guðrún Helga Sederholm, MSW félagsráðgjafi með sérfræóiréttindi sem skólafélagsráðgjafi. Námsráógjafi og kennari. Lágmúla 9, 3. h. tv. Símar 864 5628 og 554 4873. gsed@simnet.is / www.simnet.is/gsed/ Aukin ökuréttindi - Meirapróf Nýlegir kennslubílar ÖKU £KOUNN IMJODD Næsta námskeið byrjar 19. september Upplýsingar og innritun í síma 567 0300 Háskólinn á Bifröst Spennandi nám í fallegu umhverfi Háskólinn á Bifröst býður upp á spennandi mögu- leika í vetur enda hafa nemendur skólans aldrei verið fieiri. Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu Guðmundsd. svanhvit@bladid.net Háskólinn á Bifröst er háskóli í félagsvísindum sem veitir kennslu í viðskiptafræði, lögfræði, heimspeki, stjórnmálafræði og hagfræði auk þess að undirbúa nemendur fyrir háskólanám. Um þessar mundir er skólastarf að hefjast að nýju við skólann og samkvæmt Rebekku Rán Samper, markaðsstjóra Háskólans á Bifröst, hafa aldrei verið fleiri nemendur í námi við skólann. „Við höfum líka sótt í okkur veðrið með opnun úti- búa skólans, bæði á Austurlandi og Vestfjörðum þar sem núverandi og tilvonandi nemendum er veittur stuðningur við fjarnám.“ Máttur kvenna I ár er boðið upp á frumgreina- deild í fjarnámi í fyrsta sinn á Bifröst. „Það sóttu mun fleiri um fjarnám í frumgreinadeild en komust að sem sýnir enn og aftur þá miklu þörf sem er á úrræðum fyrir fólk sem vill hefja háskólanám eftir lengri eða skemmri fjarveru frá námi. Það hefur líka sýnt sig í miklum fjölda umsókna í nám- skeið sem við köllum Máttur kvenna að konur hafa í auknum mæli áhuga á að skerpa rekstrarkunnáttu sína. Máttur kvenna (fyrra sýndi og sann- aði að konur eiga eftir að láta meira að sér kveða í íslensku viðskiptalífi á komandi árum og Háskólinn á Bifröst vill gjarnan stuðla að þeirri þróun.“ Rekstur smærri fyrirtækja Rebekka segir að auk þess sé HÁSKÓLINN Á BIFRÖST Skólinn á rætur sínar að rekja til Samvinnuskólans sem var stofnaður árið 1918 í Reykjavík. Jónas Jónsson frá Hriflu var fyrsti skólastjóri skólans. Sumarið 1955 var skólinn fluttur að Bifröst í Norður- árdal í Borgarfirði og hefur verið starfræktur þar síðan. margt spennandi framundan. „f haust hefst nýtt nám við skólann sem við köllum RSF eða rekstur smærri fyrirtækja. Námið höfðar jafnt til karla og kvenna sem hafa verið í rekstri eða vilja hefja rekstur smærri fyrirtækja en eru ekki með viðskiptafræðimenntun að baki. Slíkt nám skerpir á öllu því er lítur að daglegum rekstri lítils fyrirtækis. Að- sóknin að RSF-náminu okkar hefur líka verið framar björtustu vonum. Þá hófu deildirnar okkar þrjár, við- skiptadeild, lagadeild og félagsvís- indadeild, starf sitt í grunn- og fram- haldsnámi sem deildirnar bjóða upp á, en skólinn hefur verið undirlagður af meistaranemum í sumar sem hafa gefið skólalífinu skemmtilegan og fjörlegan blæ enda fólk úr ólíkum áttum sem deilir saman háskóla- þorpinu á þeim tíma.“ Nýjar fbúðir Á sumrin er nokkuð alþjóðlegur blær á skólastarfinu samkvæmt Rebekku enda mikið um erlenda kennara sem heimsækja Bifröst á sumarmánuðum til að búa og starfa í háskólaþorpinu. „Það hefur verið mikið uppbyggingarstarf í húsnæðismálum á háskólasvæðinu og 48 nýjar íbúðir hafa þegar verið teknar í gagnið,“ segir Rebekka sem hlakkar til að takast á við nýtt skólaár. „Næstkomandi laugardag verða 60 nemendur útskrifaðir frá Háskólanum á Bifröst og hefur há- skólinn þá útskrifað samtals 158 nemendur það sem af er árinu auk þess sem 110 nemendur hafa lokið námi í frumgreinadeild á árinu.“ -------------------------------- Gott vinnurými fyrir námið í vetur Stundum er erfitt að sjá að með góðu móti sé hægt að koma fyrir vinnurými í lítilli íbúð. Lausn- irnar geta hins vegar verið með ýmsu móti eins og hér má sjá og hægt að nota efni sem til fellur í venjulegu heimilishaldi til brúks, svo sem tómar málningardósir, tóma morgunkornskassa og margt fleira. Tómar málning- ardósir sem hirslur í ýmsum málning- arvöruverslunum má festa kaup á tómum málningar- dósum. Þær má nota sem ansi nútímalegar og einfaldar hirslur. í þeim má geyma ýmislegt smálegt eins og penna, bréf, reikninga, bréfaklemmur, hefti, teygjur ofl. Gott er að festa þær með tvöföldu limbandi svo þær veltist ekki um í hillunni. Skrifstofa á neðri hæðinni í litlum barnaher- bergjum er góð lausn að staðsetja skrifborð og skrif- borðsstól undir koju. Ekkl þarf mikinn tilkostnað til að útbúa slíka vinnuaðstöðu. Einfalda borðplötu má festa við vegg og setja færanlegar skúffur við hana. Þá er hægt að mála með krítartöflumálningu fyrir ofan skrifborðið þar sem hægt er að skrifa minnisþunkta og reikna stærð- fræðidæmi. Eldhúsið er hlý- legt vinnurými Af einhverjum ástæðum finnst mörgum þægilegt að læra eða vinna í eldhúsinu. Þar er hlýlegt og oft góð birta. Ef eldhúsið er með stærra móti má jafnvel koma fyrir ágætri vinnuaðstöðu og testa ugp korkplötur og mála með krítartöflumálningu. Aðstöð- una má þá nota einnig fyrir uppskriftir og heimilisbókhaldið. Morgunverð- arkassarnir reynast fyrirtaks skjalageymsl- ur Morgunkorn er víða brúkað í morgunmat og barnafjölskyld- ur tæma hvern kassann á eftir öðrum. Þá er hægt að nýta sem skjalageymslur með því að skera þá til með skurðarhníf. Ef þeir þykja ekki fagrir má leyfa börnunum að skreyta þá að vild, skera niður skraut- pappír og festa á með lími. Þeir sem þjást af fullkomnunaráráttu geta fóðrað þá almennilega að utan með fallegum pappír með því að nota Ijósmyndalím. % c & K fc-ífí. FJARNÁM ÖFLUGT OG ÖDÝRT og Ml I Skráning á www.verslo.is 28. ágúst -10. september VER7LUNARSKÖLI ^ ÍSLANDS ÍK

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.