blaðið - 07.09.2007, Blaðsíða 10

blaðið - 07.09.2007, Blaðsíða 10
10 FRETTIR FOSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2007 blaöið Kúabændur Meira af nautakjöti Framleiðsla á nautakjöti hefur aukist samkvæmt upplýs- ingum frá Landssambandi kúa- bænda. Á tímabilinu í. ágúst 2006 til 31. júlí síðastliðins var 19.170 nautgripum slátrað hér á landi sem er 1.370 gripum fleira en á árinu 2006. Þetta er aukning um 7,3 prósent. Framleiðslan á tímabilinu var 3.425.515 kíló, sem er aukning um 7,2 prósent. Meðalþungi skrokka er því örlítið minni en á samanburðartímabilinu, sem nemur 0,2 kílóum. aí STUTT • Réttindalausir Þrír réttinda- lausir ökumenn voru stöðvaðir í umferðinni í gær en einn þeirra er jafnframt grunaður um fíkniefnamisferli. Þá var einn ökumaður tekinn fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. • Bílvelta Engin slys urðu á fólki þegar tengivagn aftan í dráttarbíl valt á Tunguvegi við Sogaveg í Reykjavík um tíu- leytið í gærmorgun. Krani var fenginn til að koma vagninum á réttan kjöl. mbi.is Vinningstillagan Tillagan þykir skara fram úr vegna hugmynda um uppbyggingu á horni Lækjargötu og Austurstrætis og þykir brúa vel mis- munandi stæröarhlutföll á svæðinu. hafði hann á orði að honum þætti það gleðilegt að allir flokkar í borg- arstjórn og almenningur virtust vera á sama máli og hann um þetta efni. Hanna Birna Kristjánsdóttir, for- maður dómnefndarinnar, var ekki síður ánægð. „Við fengum algjör- lega það sem við vorum að biðja ■ Arkitektar stinga upp á því að Lækjargata 4 verði flutt af Árbæjarsafninu á Lækjartorg ■ Austurstræti 22 mun standa áfram og Nýja bíó sem brann verður endurreist Eftir Arndísi Þórarinsdóttur arndis@mbl.is Borgarstjóri var óvenjuléttur á bárunni í gær þegar hann, ásamt dómnefnd í hugmyndasamkeppni um skipulag Kvosarinnar, tilkynnti niðurstöður hugmyndaleitarinnar. Tillagan sem varð hlutskörpust var unnin af Argos, Gullinsniði og Studio Granda. Sagði borgarstjóri glaður í bragði að sigurtillagan rímaði vel við þær yfirlýsingar sem hann gaf út í kjöl- far brunans sem varð síðastliðið vor um að taka yrði tillit til fortíðar og sögu reitsins sem um ræðir, og SIGURTILLAGAN Gerterráðfyriraðíviðbygg- ingu við Iðuhúsið, á lóð Aust- urstrætis 22, bergmáli Nýja Bíó, sem stóð þar áður. ► Tré munu afmarka gang- stétt og torg. ► Fiytja skal Lækjargötu 4 frá Árbæjarsafni og á Lækjar- torg. ► Gert er ráð fyrir að Austur- stræti 22 verði endurbyggt á tveimur hæðum. Gamalt og nýtt mætist í Kvosinni Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Bryndís Valbjamardóttir ÍSLANDS /ww.utforin.is • Sólarhringsvakt da ef óskað er Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í Qölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar LAUGARDAGAR LÍFSSTÍLLBÍLAR Auglýsingasíminn er 510 3744 blaðið= Mynd/Lögreglan á Hvolsvelli Sökktu einkajeppanum í Steinsholtsá Eldri þýskum hjónum bjargað Eldri hjónum frá Þýskalandi var í gær bjargað úr einkajeppa sínum sem sökk í Steinsholtsá skammt frá Þórsmörk í gær. Kennarar og nemendur í 8. bekk Ölduselsskóla í Reykjavík komu að bílnum. í viðtali við fréttavefinn mbl.is sagði jens Karl ísfjörð kenn- ari að hópurinn, sem var á heimleið úr Þórsmerkurferð, hefði fyrst séð glitta í þak á Benz-jeppa og að fram- rúðan og bílstjórahurðin hefði að mestu verið komin á kaf. Þá hefðu þau séð gitta í fólkið. Jens og Guð- mundi Magnúsi Jónssyni bílstjóra tókst að koma línu í bílinn í ánni og þeir óðu síðan út að bílnum og hjálp- uðu fólkinu í land. Jens segir að talsvert hafi verið farið að draga af þýsku hjónunum enda var vatnið afar kaít í ánni. Krakkarnir létu þau fá svefnpoka og þurr föt og síðan var ekið með þau til móts við lögregluna á Hvolsvelli sem kölluð hafði verið út. Talsverðir vatnavextir eru nú í ám á þessu svæði og hefur lögreglan á Hvolsvelli varað ferðamenn við. Dómkirkjuprestur Sex konur og einn karl sóttu um Sjö sóttu um embætti dóm- kirkjuprests en umsóknar- frestur um embættið rann út 4. september síðastliðinn. Eftirtaldir sóttu um embættið: Anna Sigríður Pálsdóttir, Ása Björk Ólafsdóttir, Guðbjörg Jóhannesdóttir, Guðrún Karls- dóttir, Rúnar M. Þorsteinsson, Sigríður Hrönn Sigurðardóttir og Þórhildur Ólafs. Athygli vekur mikill meiri- hluti kvenna meðal umsækj- enda. Kona hefur fram til þessa ekki setið í embætti dóm- kirkjuprests þó að kvenprestar hafi starfað við kirkjuna, meðal annars að æskulýðs- málum. Biskup íslands skipar í embættið til fimm ára að fenginni umsögn valnefndar. Skipað verður í embættið frá 1. október 2007. fr

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.