blaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 2

blaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 blaðið Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra stefnir að umbótum í málefnum bama Þarf að sinna mannauði framtíðarinnar Jóhanna Sigurðardóttir félagsmála- ráðherra fór í gær yfir stefnu ríkis- stjórnarinnar í málefnum barna og fjölskyldna og hennar framtíðarsýn í málaflokknum á málstofu Rann- sóknaseturs í barna- og fjölskyldu- vernd og félagsráðgjafarskorar Hl. Þema málstofanna er „Börn og breyt- ingar í fjölskyldum'. Ráðherra ítrek- aði þá skoðun sína að í börnunum byggi mikill mannauður og að ung- viðinu þyrfti að sinna. Hún sagði það sláandi að hvert sem litið væri byggju börn við bág kjör og sagðist spyrja sjálfa sig hvað hún sem félags- málaráðherra og stjórnmálamaður gæti gert. arndis@bladid.net 1 Langveik Bæta á stöðu lang- veikra barna og foreldra þeirra með lagabreytingu áyfirvofandi þingi. Sagði ráðherra að það væri eðlilegt að foreldrum langveikra barna stæði til boða sami að- gangur að þjónustu og foreldrum fatlaðra barna. Jóhanna sagði að það væri samfélagslegt tjón að því að heilu fjölskyídurnar lömuð- ust vegna veikinda barns. Forvarnir Forvarnir og eftirfylgni voru ofarlega á baugi. Ráðherra sagði að það versta sem foreldri þyrfti að upplifa væri að horfa á eftir börnum sínum inn í fíkni- efnaheiminn og því væri nauðsyn- legt að beita markvissri íhlutun strax á fyrstu skrefum neyslu. Svo væri mikilvægt, bæði í tilvikum fíkla og barna með geðraskanir, að eftirfylgni væri markviss, sem hún er ekki sem stendur. 2 3 Innflytjendur Ráðherra hefur í hyggju að styðja enn frekar við börn innflytjenda. Bæði vill Jóhanna að barist verði gegn fordómum og að grunnskólarnir verði studdir til þess að taka betur á móti börnum innflytj- enda. Einnig sagði hún mikilvægt að mæðraeftirlit og ungbarnaeft- irlit yrði eflt þegar innflytjendur ættu í hlut. Fæðingarorlof Til stendur að fæðingarorlofið verði lengt í 12 mánuði á kjörtímabilinu, en enn er ekki víst hvernig þeim verður skipt á milli foreldra. Ráðherra sagði að bæði hefðu svokallaðar 4 + 4 + 4 og 5 + 5 + 2 skiptingar komið til tals. Einnig sagði ráð- herra að tekjuviðmiðunartímabil fæðingarorlofssjóðs væri of langt, en það er nú tvö ár. 4 Þrítugur karl á 2 ára skilorði Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í gær þrítugan karlmann í tveggja ára skilorðs- bundið fangelsi fyrir margvísleg fíkniefna- og umferðarlagabrot. Hann var sviptur ökuréttindum í þrjú ár og gert að greiða 160 þús- und krónur í sekt til ríkissjóðs auk sakarkostnaðar. Tveir aðrir karlmenn voru einnig dæmdir til sektar vegna fíkniefnabrota en fjórði maðurinn var sýknaður. mge Skortir á netþjónustu ísland er fyrir neðan miðju í hópi 31 Evrópuríkis varðandi opinbera þjónustu á Netinu, sam- kvæmt könnun sem tækni- og ráðgjafarfyrir- tækið Capgem- ini hefur gert fyrir fram- kvæmdastjórn Evrópusam- bandsins. Austurrikis- menn eru i 1. sæti og uppfylla alla þá staðla sem settir eru á þessu sviði. Capgemini hefur gert rannsóknir af þessu tagi reglulega frá árinu 2001. Er lagt mat á yfir 5000 opin- berar stofnanir í 27 Evrópusam- bandsríkjum auk íslands, Noregs, Sviss og Tyrklands. mbi.is Lögreglubíll í árekstri Harður árekstur varð við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Lauga- vegar er lögreglubifreið í forgangsakstri og önnur bifreið skullu saman. Þrennt var flutt á slysadeild; 2 lögreglumenn og ökumaður hins bílsins. Lögreglumennirnir reyndust vera með minniháttar meiðsl, en um meiðsí hins þriðja er ekki nákvæmlega vitað. Töluverðar skemmdir urðu á bifreiðunum og urðu miklar umferðartafir vegna óhappsins. Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru lögreglumennirnir á leið að húsi á Suðurlandsbraut þar sem tilkynnt hafði verið um reyk. Það reyndist hins vegar ekki vera alvarlegt. hos Skilum ónýtu rafhlöðunum! Ónýtar rafhlöður geta verið hættulegar umhverfinu ef þær innihalda sptlliefni. Þú getur losað þig við allar rafhlöður m.a. á bensínstöðvum Olís og söfnunarstöðvum sveitar- félaga um land allt eða fengið þér endurvinnslutunnu fyrir flokkað heimilissorp. úRvtNNsiusjóÐUH Kynntu þér mállð á www.urvinnslusjodur.is V. ffl Bfnamóttakan hf GÁMAtuÍmTAN H1 HRINGRÁS ErtMi,byggingarhugIeiðingum? Pll EBK 1 www.ebk.dk Danskir gæðasumarbústaðir (heilsársbústaðir) Hafðu samband við okkur fyrir frekarí upplýsingar: Anders Ingemann Jensen farsími nr. +45 40 20 32 38 netfang: aj@ebk.dk HUSE HV0R FAMILIER TRIVES Ræður fólki frá að kaupa af Kára ■ Læknir ráðleggur engum að kaupa greiningu á erfðamengi af íslenskri erfðagreiningu ■ Rödd úr fortíðinni, segir Kári Stefánsson Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@bladid.net „Ég myndi aldrei kaupa mér grein- ingu á erfðamengi mínu og ráðlegg engum að gera það,“ segir Kristinn Tómasson, yfirlæknir hjá Vinnueft- irliti rikisins, um hugmynd Kára Stefánssonar, forstjóra Islenskrar erfðagreiningar, um að selja einstak- lingum greiningu á eigin erfðamengi til að þeir geti reiknað út hvaða sjúk- dóma þeir séu líklegir til að fá. Kristinn segir að þrátt fyrir slíka útreikninga sé einstaklingur nán- ast éngu nær um hvort hann muni verða veikur eða ekki. „Forspárgildi greiningar sem þessarar er afskap- lega lítið, enda er svo mikið af utan- aðkomandi áhrifum sem ráða þvi hvernig arfgengur sjúkdómur þró- ast. Aukþess er einungis hægt að sjá fyrir brot af öllum sjúkdómum með erfðagreiningu,“ segir Kristinn. Engin markaðsleikföng Kristinn segir enga hjálp í því fyrir almenning að skoða erfðakort sitt. Einungis sé á færi sérfræðinga að veita erfðafræðilega ráðgjöf, en hún sé aðeins viðeigandi þegar um er að ræða einstaklinga með ákveðnar tegundir arfgengra sjúkdóma. „Að almenningur kaupi sér erfða- kort er álíka fáránlegt og ef einhver færi í segulómun vegna þess að hann langaði í mynd af heilanum VEÐRiÐ I DAG ERFÐAGREINING TIL SÖLU ► íslensk erfðagreining hyggst í næsta mánuði selja hverjum sem vill greiningu á breytilegum svæðum í eigin erfðamengi. ► Kaupi einstaklingur greining- una getur hann í framhald- inu notað þar til gerðan hug- búnað til að reikna út líkur á ákveðnum sjúkdómum. sínum uppi á vegg. Þetta eru alls engin markaðsleikföng! “ Kári Stefánsson, forstjóri Is- lenskrar erfðagreiningar, segir að gagnrýni Kristins sé rödd úr fortíð- AMORGUN Rigning sunnanlands Vaxandi austan- og norðaustanátt, 18-23 m/s og rigning sunnanlands síðdegis, en talsvert hægara og þurrt að kalla norðan til. Hlýnar, hiti 3 til 8 stig seinni partinn. Viðvörun: Búist er við stormi á sunnanverðu landinu á morgun. Hlýjast syðst Norðan 13-18 m/s og rigning eða slydda á Norður- og Austurlandi, en annars bjart með köflum. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast syðst. VÍÐA UM HEIIVI Algarve 23 Halifax 19 New York 21 Amsterdam 18 Hamborg 19 Nuuk ■1 Ankara 26 Helsinki 14 Orlando 24 Barcelona 24 Kaupmannahöfn 17 Osló 13 Berlín 20 London 19 Palma 24 Chicago 22 Madrld 25 París 21 Dublin 15 Milanó 22 Prag 22 - Frankfurt 21 Montreal 15 Stokkhólmur 16 Glasgow 14 Míinchen 23 Þórshöfn 9 inni. „Þetta er hluti af þeim hugsun- arhætfi að heilsa fólks eigi einungis að vera í höndunum á svo kölluðum sérfræðingum. I dag gerir hins vegar fólk kröfur um að geta nálgast heilsufarsupplýsingar um sjálft sig.“ Hann tekur undir að sumar stökk- breytingar sem hafi fundist hafi lítið forspárgildi. „En um aðra breyt- anleika gildir að aðeins þeir sem hafa þá fá ákveðna sjúkdóma.“ Það sé til góðs fyrir fólk að geta leitað uppi slíka breytanleika, og leitað til sérfræðinga í framhaldi af því. ÞEKKIRÞÚTIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net Leit í Soginu Lík veiði- manns fundið Kafarar frá Landsbjörgu fundu um miðjan dag í gær lík veiðimannsins sem leitað hefur verið að í Soginu. Líkið lá á um það bil fjögurra metra dýpi skammt ofan við staðinn þar sem Sogið rennur í Alftavatn. Hinn látni hét Árni Eyjólfsson, til heimilis í Reykjavík. Hann var 53 ára og lætur eftir sig 3 uppkomin börn og barnabarn. Lögreglan í Árnessýslu segist hafa verið beðin að koma þökkum frá aðstandendum hins láta til hinna fjölmörgu aðila sem að leitinni stóðu. Leiðrétt Ritstjóm Blaðsins vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.