blaðið - 22.09.2007, Síða 4

blaðið - 22.09.2007, Síða 4
Kárahnjúkar Starfsmennirnir komu á vegum portúgalskra starfsmannaleiga og störfuðu á Kárahnjúkum fyrir Impregilo. FRÉTTIR LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 blaðiö STUTT ^RUD pOTETGULL Od bundin fyrir ríkissjóð. Bæði eru starfsmannaleigurnar margar auk þess sem þær eru staðsettar víðs vegar um Evrópu. Skúli Eggert Þórðarson ríkis- skattstjóri sagðist lítið geta tjáð sig á þessu stigi málsins. Hann segir að farið verði yfir málið með forráðamönnum Impregilo og fjármálaráðuneytinu. Illa staðið að lagasetningu Árið 1995 voru gerðar breytingar á tekjuskattslögum og í greinargerð með frumvarpinu voru gerðar at- hugasemdir um starfsemi erlendra starfsmannaleiga. Þar var lagt til að tekin yrðu af öll tvímæli um að starfsmenn sem ynnu á íslandi til skemmri tíma yrðu ótvírætt skatt- skyldir hér á landi. 1 dómi Hæsta- réttar segir að í þessum ummælum felist að það sé notandi þjónust- unnar en ekki starfsmannaleigan sem sé skyldur til að standa skil á staðgreiðslunni. Hins vegar hafi þessari ráðagerð ekki verið fylgt eftir með breytingu á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda og því geti þessi ummæli ekki verið viðhlítandi grundvöllur til að leggja gjöldin á notendur þessarar þjónustu. Til þess þurfi skýra heim- DÓMUR HÆSTARÉTTAR W. Yfirskattanefnd komst að þeirri niðurstööu árið 2005 að Impregilo bæri aö greiða staðgreiðslu opin- berra gjalda vegna launa portúgalskra starfsmanna á vegum erlendra starfs- mannaleiga. ► Impregilo skaut málinu til dómstóla og var íslenska ríkið sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur í júlí í fyrra. ► í fyrradag kemst Hæstirétt- ur að þeirri niðurstöðu að Impregilo hafi ekki borið skylda til að standa skil á greiðslunum. ild í lögum og hún er ekki fyrir hendi. Hefðu þessar athugasemdir hins vegar skilað sér í lög hefði Impre- gilo verið gert skylt að greiða stað- greiðslu portúgölsku starfsmann- anna. Hér er því um mistök eða yfirsjón af hálfu löggjafarvaldsins að ræða og segir Garðar einsýnt að ekki hafi verið staðið nægjanlega vel að setningu þessara laga á sínum tíma. Ekki náðist í Árna Mathiesen fjármálaráðherra í gær. Kr. 1450 fyrir fullorðna Kjötsúpa og ferjutollur Kr. 800 fyrir börn Heit samloka, safi og ferjutollur Nánari upplýsingar www.videy.com 533 5055 Reykjavikurborg -Q^-'eY Veitingasala kl. 11:30-17:00- A œ-i; ffláfe œ-' Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartaskjúklinga HjartaHeill sími 552 5744 Gíró- og kreditkortþjónusta Carl A Bergmann Úrsm. Kornelíus ehf Laugavegur 55 Bankastræti 6 Sími:5518611 Sími:5518588 Tekjuskatturinn til Impregilo ■ Dómur Hæstaréttar getur reynst íslenska ríkinu dýrkeyptur Swiss Made Timepieces Eftir Magnús Geir Eyjólfsson jnagnus@bladid.net Islenska ríkið gæti þurft, sam- kvæmt upplýsingum Blaðsins, að endurgreiða íslenskum fyrirtækjum hundruð milljóna króna vegna stað- greiðslu opinberra gjalda í kjölfar úrskurðar Hæstaréttar í máli Impre- gilo gegn íslenska ríkinu. Ljóst er að endurkrafa Impregílo á hendur ríkinu nemur verulegum fjárhæðum og fleiri sambærileg mál eru líkleg til að fylgja í kjölfarið. Dómurinn þýðir einnig að íslenska ríkið þarf nú að krefja erlendar starfsmannaleigur um staðgreiðslu erlendra starfsmanna sem starfa á þeirra vegum hér á landi. Krafan verulega há Impregilo höfðaði mál gegn ís- lenska ríkinu eftir að skattstjórinn í Reykjavík, og síðar yfirskattanefnd, úrskurðaði að fyrirtækið ætti að halda eftir staðgreiðslu launa portú- galskra starfsmanna sem komu hingað til lands til vinnu við Kára- hnjúka. Impregilo hélt því hins vegar fram að portúgölsfcu starfs- mannaleigurnar væru launagreið- endur verkamannanna. Því bæri þeim að greiða þessi gjöld og féllst Hæstiréttur á þá kröfu. Garðar Valdimarsson, lögmaður Impregilo, segir að fyrirtækið eigi inni endurkröfu hjá ríkinu. Hann vill ekki nefna upphæðina en segir hana verulega háa. „Impregilo var gert ábyrgt fyrir þessu frá 2003 til dagsins í gær. Eftir að úrskurður kom frá yflrskattanefnd árið 2005 voru gjöldin borguð með þeim fyrir- vara að það yrði látið reyna á þetta fyrir dómstólum. 1 því felst áskiln- aður um endurkröfu ef við vinnum málið. Svo eru hugsanlega einhverjir vextir ofan á það.“ Garðar segir dóminn hafa fordæm- isgildi og því er mjög líklegtáð fleiri fyrirtæki láti á það reyna hvort þau eigi kröfur á hendur ríkinu vegna þessa. Sjálfur er hann með sambæri- legt mál í gangi fyrir dómstólum og segir Garðar að þar sé einnig um háar fjárhæðir að ræða. Ríkið rukki starfsmannaleigurnar Niðurstaða Hæstaréttar þýðir einnig að í stað þess að krefja is- lensk fyrirtæki um staðgreiðslu op- inberra gjalda, þá þarf íslenska ríkið að krefja erlendu starfsmannaleig- urnar um greiðslurnar. Miðað við fjölda starfsmanna sem komið hafa til landsins á vegum erlendra starfs- mannaleiga, þá gæti sú framkvæmd verið verulegum vandkvæðum • Útkall Eldur kviknaði í loftræsti- kerfi bílasprautunarverkstæðis í Reykjavík eftir hádegi í gær. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sendi fimm bíla á vettvang en fjórum var snúið til baka þegar á staðinn var kominn. Eldurinn var lítill og slökkviliðið slökkti hann fljótt og reykræsti verkstæðið. 40 glitrandi ckta clemantar Top WesscItonWS Svissnesk smiði Skanclinavísk honncin 32.500 Kr. Vantar sérþjónustu fyrir fatlaða vegna kynferðisofbeldis Stígamót bíða svara um fé Stígamót, samtök gegn kynferðisofbeldi, hafa sent félags- málaráðuneytinu ósk um stuðning til þess að hægt væri að skapa stöðu ráðgjafa fyrir fatlaða. Erindið var sent í fyrravetur, í ráðherratíð Magn- úsar Stefánssonar, en því var ekki svarað. „Við sendum félagsmálaráðuneyt- inu ósk um stuðning til að koma á stöðugildi sem hefði það hlutverk að fræða og kynna þjónustu okkar fyrir fatlaða og sérstaklega að veita ráðgjöf og hjálp þeim sem á þurfa að halda. Enn hefur ekkert komið út úr því,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. „Við vitum nefnilega svo vel að fatlað fólk þarf að fara yfir fleiri þröskulda en aðrir til að fá hjálp hjá okkur. Hvort heldur sem um er að ræða líkamlega eða andlega fatlaða. Við því vildum við bregðast." Samtökin hafa boðið Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra í heimsókn til sín og segir Guðrún að þetta stöðugildi verði eitt af þeim málum sem tekin verði til umfjöll- unar á þeim fundi og að samtökin séu vongóð um skilning ráðherrans á þörfinni fyrir þessa þjónustu. „Því það er alveg augljóst að ýmsar rannsóknir benda til þess að kyn- ferðislegt ofbeldi sé algengara meðal fatlaðra en á meðal annarra og fatl- aðir hafa minni aðgang að fræðslu og þjónustu,“ segir Guðrún. arndis@bladid.net

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.