blaðið - 22.09.2007, Side 20

blaðið - 22.09.2007, Side 20
20 I FRÉTTIR LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 blaöiö Evran á dagskrá Upptaka evru myndi leiða til meiri stöðugleika og lægri vaxta hérlendis ■ Erfiðara yrði að bregðast með bein- um hætti við niðursveiflum innanlands ef Island legði niður krónuna Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@bladid.net Umræðan um að taka upp evru sem gjaldmiðil á íslandi er komin kirfilega á dagskrá í íslensku þjóð- lífi. Það líður vart sú vika sem að stjórnmálamenn, forsvarsmenn fjár- málafyrirtækja eða aðrir hagsmun- aðilar tjái sig ekki um kosti eða galla þess að taka upp evru. En mörgum spurningum er ósvarað í sambandi við þetta mál og umræðan virðist fyrst og síðast hafa verið bundin við fagstéttir og ráðamenn án aðkomu almennings. Blaðið velti því fyrir sér hver yrðu áhrif upptöku evru. Ótvíræðir kostir Fylgismenn evruupptöku hafa bent á tvo áberandi kosti þess að gera slíkt: Stöðugleika og lægri vexti. Stöðugleikinn felst í því að íslendingar myndu losna við þær gengissveiflur sem fylgja íslensku krónunni. Það myndi um leið auka eftirsókn erlendra fjárfesta í að koma inn á íslenskan viðskipta- markað og koma íslenskum útflutn- ingsgreinum á fastari grunn. Lægri vextir myndu hafa bein áhrif á heimilin í landinu. Bæði almenningur og minni fyrirtæki gætu þá tekið lán hjá fjármálafyrir- tækjum á öllu evrusvæðinu á mun lægri vöxtum en þeim sem hafa tíðk- ast hérlendis, meðal annars vegna mjög hárra stýrivaxta Seðlabanka Ísíands, án þess að hafa áhyggjur af gengissveiflum. Þá fara um 8o prósent af öllum útflutningi íslendinga til landa innan Evrópska efnhagssvæðisins (EES) og tæplega 70 prósent af inn- flutningi hingað til lands koma HVAÐ ER EVRA? Evran er gjaldmiðill þrettán landa innan Evrópusambandsins (ESB). Myntin sjálf var sett í umferð í byrjun árs 2002 og er hluti af daglegu lífi 315 milljóna manna. Kýpur og Malta munu taka hana upp sem gjaldmiðil um næstu ára- mót. Flest ríki ESB sem hafa ekki tekið upp evru nú þegar ætla sér að gera slíkt þegar þau uppfyila þau hagrænu skilyrði sem til þess þarf. Stóru undan- tekningarnar frá því eru þó Bretland, Danmörk og Svíþjóð. þaðan. Það ætti þess vegna að fylgja því ótvírætt hagræði að notast við sama gjaldmiðil og þau lönd sem við eigum nánast öll okkar inn- og útflutningsviðskipti við. Þó verður að hafa í huga að stærstu viðskipta- lönd Islands innan ESB, Bretland, Danmörk og Svíþjóð, standa enn utan evrusvæðisins. Erum við of lítil? Ein helsta röksemdin fyrir því að ísland eigi að forðast upptöku evru liefur verið sú að íslenskt hagkerfi sé of lítið, einhæft og viðkvæmt til að geta lifað af í opnu og frjálsu um- hverfi þar sem utanaðkomandi öfl geta haft áhrif á frammistöðu þess. Gengi evrunnar og vaxtaákvarðanir Seðlabanka Evrópu myndu aldrei taka tillit til þess sem væri að ger- ast á íslandi heldur miðast við þær aðstæður sem væru hverju sinni í stærri ríkjum evrusvæðisins. Því gæti skapast mjög erfið staða hérlendis ef samdráttur ætti sér stað í lykilatvinnugrein eins og sjávarútvegi á sama tíma og mikill uppgangur væri í stærri ríkjum ESB. Þá.væri evran að styrkjast á sama tíma og íslenska hagkerfið væri að MAASTRICHT SKILYRÐIN Til að ESB-ríki geti gerst að- ili að myntbandalagi Evrópu og tekið upp evru þarf það að uppfylla fimm skilyrði. ísland uppfyllir nú skilyrðin um ríkisfjármál og skuldir, en ekki um vexti, verðbólgu og gengisstöðugleika. ► Verðbólga þarf að vera stöð- ug og má ekki vera meiri en 1,5 prósent yfir meðaltals- verðbólgu hjá þeim þremur ESB ríkjum sem eru með lægstu verðbólguna. Langtíma stýrivextir mega W* ekki vera meira en tvö prósent frá meðaltali þeirra þriggja ríkja bandalagsins sem hafa lægstu vextina. Halli á rekstri ríkisfjármála má ekki fara yfir þrjú pró- sent af vergri landsfram- leiðslu. ► Skuldir opinbera geirans mega ekki vera hærri en 60 prósent af vergi landsfram- leiðslu. ► Gengi gjaldmiðilsins þarf að hafa haldist innan tiltekinna marka gagnvart evrunni í tvö ár. veikjast. Efasemdamenn hafa einnig rétti- lega bent á að hagvöxtur og kaup- máttaraukning hafi verið meiri hér- lendis en í evrrríkjunum auk þess sem atvinnuleysi hérlendis sé vart mælanlegt. Því sé illskiljanlegt af hverju við ættum raunverulega að vilja skipta um gjaldmiðil og eiga að hættu á að fyrirgera þeim vexti. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra Beinn ávinningur 70 milljarðar á ári Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra telur beinan ávinning af upptöku evru fyrir þjóðarbúið geta orðið allt að 70 milljörðum króna á ári. „Það yrði vegna þess að vaxtastigið á lánum okkar myndi lækka. Slxkt myndi hafa verulega jákvæð áhrif bæði á almenning og fyrirtæki, ekki síst lítil og meðalstór fyrirtæki sem geta ekki flúið í skjól stærri gjald- miðla líkt og stórfyrirtækin geta gert. Þetta myndi til dæmis hafa mikil áhrif á íbúðalán. Það hefur verið reiknað út að ef tekið er tíu milljóna króna íbúðarlán í evruumhverfinu myndi þurfa að borga uin sex- tán milljónir króna á tilteknum árafjölda. Eins og staðan er á ís- landi í dag er sú heildarupphæð 40 milljónir króna. Ávininngur- inn er því mikill. Þegar EES-samningurinn gekk í gildi á sínum tíma olli það al- gjörum straumhvörfum í okkar samfélagi og viðskiptaumhverfi. Með sama hætti gæti evran haft gríðarleg áhrif á lífskjör almennings og fyrirtækja okkar, til móts við það besta sem gerist í Evrópu. Hið landamæralausa og alþjóðlega fjármálaumhverfi sem við höfum verið aðilar að í yfir tíu ár hrópar á að næsta skref, sem er aðild að stærr imynt, verði skoðað af mikilli yfirvegun og vandvirkni. Bæið umhverfið og staða þjóaðrbús- ins kallar á það. í

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.