blaðið - 22.09.2007, Side 29

blaðið - 22.09.2007, Side 29
blaóió LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 ATVINNA 29 Draumastarfið en langur dagur Nafn: Heiðar Ingi Svansson. Staða? Markaðsstjóri Eddu útgáfu. Ertu í draumastarfinu? Já, fyrst ég meikaði það ekki í rokkinu! Hvað vildir þú verða þegar þú varst lítill? Rokkstjarna. Nýtist menntun þín í starfinu? Já, það hefur tvímælalaust komið sér vel i starfi að vera með viðskiptafræðipróf af alþjóðamarkaðssviði. Hvernig á góður stjórnandi að vera? Hann á fyrst og fremst að hafa stjórn á sjálfum sér til þess að vera fær um að stjórna öðrum. Er tekið nægilegt tillit til fjölskyldufólks á þínum vinnu- stað? Já, ég get að minnsta kosti ekki kvartað. Er vinnudagurinn hæfilega langur? Nei, hann er yfirleitt of langur. Hvaða áhugamái stundar þú fyrir utan vinnutíma? Mann- rækt, stangveiði, kórsöng og bóklestur, svo eitthvað sé nefnt. Regluleg hreyfing ætti náttúrlega að vera hérna en ég kann ekki við að segja ósatt. Sérðu fyrir þér að þú munir sækja um annað starf í fram- tíðinni? Ekki í fyrirsjáanlegri framtíð. Er nýbúinn að ráða mig í sambærilegt starf hjá Forlaginu sem er sameinað félag Eddu ogJPV. Er eitthvað sem vantar á vinnustaðnum þínum? Já, bílastæði. MJÓLKURSAMSALAN Sölu- og markaðssvið MS Reykjavík leitar að sölufulltrúa [ starfinu felast alhliða samskipti við viðskiptavini Mjólkursamssölunnar á fyrirtækjamarkaði með áherslu á veitingahús, hótel, mötuneyti, kaffihús, heilsurækt og skóla. Unnið er með allar vörur Mjólkursamsölunnar allt frá mjólk til sælkeraosta. Sérstök áhersla er lögð á öflun nýrra viðskiptavina og viðskiptatækifæra. Hæfniskröfur: Sjálfstæði í starfi, samviskusemi, frumkvæði, stundvísi, drifkraftur, skipulögð vinnubrögð, almenn tölvukunnátta ofl. • Starfsreynsla úr veitinga- og/eða stóreldhúsageiranum er kostur. • Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið. • Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn H. Magnússon í síma 569-2257. • Umsóknarfrestur er til 30. september nk. og skulu umsóknir berast til starfsmannastjóra MS, Bitruhálsi 1,110 Reykjavík eða á netfangið starfsmannasvid@ms.is Mjólkursamsalan ehf. er framsækið framleiðslu og markaðsfyrirtæki á sviði mjólkurframleiðslu í eigu 700 bænda um land allt. Félagið er stærsta matvælafyrirtæki landsins með árlega veltu upp á 13 milljarða króna. Hjá félaginu starfa 450 manns á 7 starfsstöðvum víðs vegar um landið. Unnið er eftir jafnréttisáætlun hjá MS. Frekari upplýsingar um félagið er að finna á heimasíðu þess www.ms.is SÉRFRÆÐINGUR í SAMÞÆTTINGU (UNIFIED COMMUNICATION) NÝHERJI ER LEIÐANDI FYRIRTÆKI í INNLEIÐINGU OG REKSTRI SAMSKIPTALAUSNA OG ER MEÐ SLÍKA STARFSEMI BÆÐI Á ÍSLANDI OG í DANMÖRKU. SÉRFRÆÐINGAR FYRIRTÆKISINS HAFA UNNIÐ AÐ FJÖLMÖRGUM VERKEFNUM Á ÞESSU SVIÐI HÉRLENDIS, í 12 EVRÓPULÖNDUM OG í BANDARÍKJUNUM. VIÐ ÓSKUM EFTIR LIÐSAUKA ( HÓP SÉRFRÆÐINGA OKKAR Á SVIÐi HUGBÚNAÐARLAUSNA STARFIÐ • Uppsetning og viðhald á IP hugbúnaðarlausnum • Samþætting IP símstöðva við hugbúnaðarlausnir, s.s. Microsoft og Lotus • Ráðgjöf til sölumanna og viðskiptavina MENNTUN OG HÆFNI • Háskólamenntun er kostur • MCSA og/eða MCSE • Þekking á netkerfum, símtækni og telephony hugtökum er kostur • Mjög góð enskukunnátta • Þjónustulund, frumkvæði og samviskusemi I boði er markviss og góð þjálfun fyrir réttan aðila. Gera má ráð fyrir verkefnum erlendis. Áhugasamir sæki um gegnum heimasíðu Nýherja, www.nyherji.is. fyrir 30. september nk. Nánari upplýsingar veitir Erna Agnarsdóttir hjá Starfsmannaþjónustu Nýherja: erna@nyherji.is. Hjá Nýherja samsteypunni starfa um 450 starfsmenn og er sérþekking þeirra, metnaður og þjónustulund forsendur þess að geta skapað viðskiptavinum okkar sérsniðnar og verðmætar lausnir. Með fjárfestingu í þekkingu starfsmanna og starfsumhverfi sem einkennist af metnaði, fagmennsku, samvinnu og sveigjanleika kappkostum við að skapa frjótt umhverfi fyrir starfsfólk okkar og um leið skapast það forskot sem viðskiptavinir okkar þekkja. <B> NÝHERJI Nýherji hf. • Borgartúni 37-105 Rcykjavík • Simi 569 7700 • www.nyherji.is Y Eru launin ásættanleg? Já, ef vinnudagurinn væri styttri. Gerir starfsfólkið eitthvað saman utan vinnu? Já, já. Við erum til dæmis að fara saman í óvissuferð í næstu viku. Hverju myndir þú breyta ef þú fengir að stjórna fyrirtæk- inu í einn dag? Léttur hádegisverður á kostnað fyrirtækisins myndi án efa gleðja geð guma. Atvinnuauglýsingin þín 100.000 eintökum um í rúmlega land allt

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.