blaðið

Ulloq

blaðið - 22.09.2007, Qupperneq 38

blaðið - 22.09.2007, Qupperneq 38
LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 blaóió Framsóknarflokkurinn „Ég vil að Framsókn- arflokkurinn verði flokkur Jónasar frá Hriflu: hug- sjónaríkur og kraftmikill en búi um leið yfir mýkt og drengskap Steingrims Hermannssonar." ingnum þegar ríkið verður á svo mörgum sviðum að hverfa af vett- vangi og einkavæðing á sér stað.” Þýðir ekkert að skamma krónuna Valgerður Sverrisdóttir hefur m lalað fyrir upptöku evru. Varla ertþú sammála henni? „Auðvitað er það stórmál hvernig menn ætla að ráða við þensluna og verðbólguna og varðveita krónuna. En ef krónan stenst ekki þetta opna samfélag þá verðum við að horfa til annarra átta og þar eigum við ýmsa möguleika. Ég efast um að evran henti okkur en fyrst og fremst verður þetta að vera pólitískt úr- lausnarefni án þess þó að menn rasi um ráð fram. Auðvitað er krónan að virka. Hún flöktir og bregst við ástandinu og reynir að stramma samfélagið af. Það þýðir ekkert að skamma krónuna. Stærsta vandamálið sem við - glímum við hér á landi snýr ekki að krónunni heldur þenslunni. Ég er sannfærður um það að einn af stóru þáttunum sem orsaka verðbólgu og háa vexti er allar þessar gríðar- legu íbúðabyggingar sem trúlega eru að hluta til byggðar á fölskum forsendum eða tilbúnum vænt- ingum. Einn daginn kemur maður til höfuðborgarinnar og þar er risið nýtt hverfi. Búið er að byggja 1000 íbúðir umfram þarfir á höfuðborg- arsvæðinu. Ég fer á milli Selfoss og Hveragerðis og þar er verið að mæla fyrir 1000 manna þorpi milli þess- ara stóru staða. Hverjir ætla að búa þarna? Við erum að byggja yfir þjóð sem ekki er til i landinu. Svo virðist ’ sem lögmálin um framboð og eftir- spurn hafi verið tekin úr sambandi hér á suðvesturhorninu og þar bera bankar áby rgð og byggingaverktakar. Þeir hafa búið sér til nýjan millilið sem eru fasteignafélögin sem liggja nú með umframframboð á íbúðar- ^ húsnæði á lager til að halda íbúða- í opnu samfé- lagi gengur heldurekki upp það séríslenska fyrirbæri að binda allar skuldir í verðtryggingu þannig að fólk borgi skuldir sínar þrefaldar og fjórfaldar. Við þurfum að velta því fyrir okkur hvernig við komumst undan verðtryggingu án þess að brenna upp sparifé hins sparsama manns. Bankakerfið er að rótgræða á íslendingum. verði háu. Hvað gerist þegar kreppir að og erlenda vinnuaflið hverfur úr landinu? Hér getur allt gerst. I opnu samfélagi gengur heldur ekki upp það séríslenska fyrirbæri að binda allar skuldir í verðtrygg- ingu þannig að fólk borgi skuldir sínar þrefaldar og fjórfaldar. Við þurfum að velta því fyrir okkur hvernig við komumst undan verð- tryggingu án þess að brenna upp sparifé hins sparsama manns. Bankakerfið er að rótgræða á íslend- ingum. Það er mikið pólitískt verk- efni að komast frá verðbólgunni og verðtryggingunni í leiðinni. Ég hef líka miklar áhyggjur af misskiptingunni. Hún getur auð- veldlega skapað sundraða þjóð og þá er illa komið. Þess vegna verða mennirnir í útrás og athöfnum að gá að sér. Ég minnist þess að lengst af var það okkar skoðun að launalega ættu þeir standa jafnfætis sjötugir, menntamaðurinn og verka- maðurinn. Nú stöndum við frammi fyrir gríðarlegum breytingum. Það er orðið svo að sextíu og þrír þing- menn, þar af tólf ráðherrar, eru hálf- drættingar á við einn bankastjóra í árslaunum. Það mun fara illa fyrir þjóðinni ef menn stramma sig ekki af og fara að hugsa. Það er mikil- vægt að í öflugustu fyrirtækjum landsins njóti starfsfólkið ágóðans og það verður æ erfiðara að horfa upp á lág laun í þjónustugeiranum og fjölmennum kvennastéttum. Það er stórpólitískt verkefni að draga úr misskiptingunni. Almenn græðgi er orðin áberandi. Það er alið upp í börnunum okkar að allir eigi að vera ríkir, flottir og hálf- brjálaðir af græðgi. Þá er ekki litið til þess að lífið er skemmtileg ganga meðan maður hefur mat og klæði og er sæmilega aflögufær. Það er ekki gott að læða þeirri tilfinningu í sál fólksins að það lifi ekki góðu lífi nema það eigi miklar eignir og sé með ofurlaun. Við þurfum að leggja miklu meira upp úr hófsemdinni. Það vantar gagnrýnið samfélag. Það þarf kjark til þess að tala um þessa byltingu í efnahag og misskiptingu. Hvorki stjórnmálamenn eða fjöl- miðlar hafa farið inn á þær brautir. Það er hart að hugsa til þess að ég, framsóknarmaðurinn, sé farinn að sakna gamla Þjóðviljans. Ég verð að spyrja þig um stöðu ís- lenskrar tungu og hugmyndir um að íslensk fjármálafyrirtœki í út- rás taki upp ensku sem vinnumál. „Auðvitað þurfum við að leggja mikla áherslu á tungumálakunn- áttu. Það skiptir framtíðina máli. Menn verða hins vegar að átta sig á því að íslenskan er grundvöllur samfélags okkar. Hinir auðugu og öflugu eiga að tala af virðingu um ís- lenskuna. Ef íslenskan deyr þá deyr ísland einnig. Það þarf að leggja miklu meiri áherslu á lestur á íslenskum bók- menntum, sögu og ljóðum til að efla málkennd og áhuga á íslenskunni. Ungt fólk segir mér að því finnist ég tala sérstaka íslensku, jafnvel forna, og það vill ná slíkum tökum á mál- inu. Ég segi þessum ungmennum að lesa skáldin okkar.“ Flokkur Jónasar frá Hriflu Erstaða ríkisstjórnarinnar ekki mjög sterk? „Ríkisstjórnin er værukær, markar enga stefnu og virðist trúa því að allt gerist af sjálfu sér. Hún hefur ekki gert mikið af sér ennþá en heldur ekki sýnt tilþrif. Geir Ha- arde hefur lagst í ferðalög og virðist ekki hafa áhyggjur af gangi mála hér á landi. Ingibjörg Sólrún trúir því að hún geti leyst vandamál fyrir botni Miðjarðarhafs. Ef hún leysir þau hefur hún sýnt að hún er afreks- stjórnmálamaður. Ekki gat Bill Clin- ton það en ef hún sættir þessa aðila þá held ég að ég muni barasta ganga í flokkinn hennar. Framsóknar- flokkurinn er eðlilega skil- greindur sem stjórn- málaf lokkur á miðjunni en höfðar einnig til vinstri félagshyggju. Ég vil kalla félagshyggjufólkið heim til okkar, þá sem hafa síðustu ár leitað til Vinstri grænna og Sjálfstæðis- flokksins, og byggja upp sterkt miðjuafl sem veitir auðvaldinu á íslandi aðhald. Ríkisstjórnin er veik innbyrðis. Samfylkingin er byggð úr nokkrum flokkum. Þar eru gömlu komm- arnir enn innanborðs og valda vandræðum og litið er eftir af gömlu góðu krötunum sem voru mjög ábyrgir. Geir Haarde og sjálf- stæðismenn eiga eftir að átta sig á því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er valdapólitíkus. Hennar tími var að líða undir lok þegar sjálfstæðis- menn ákváðu að tryggja henni fram- haldslif. Henni líður vel i dag eins og kriu i rigningu. Ég gæti trúað að sjálfstæðismenn ættu eftir að átta sig á því að hún hefur nú meiri völd á stjórnarheimilinu en menn gera sér grein fyrir. Hún gæti átt eftir að vaxa þeim yfir höfuð. Hvernig er Framsóknarflokkur- inn undir þinni stjórn? Er hann að verða dreifbýlisflokkur á ný? „Ég vil að Framsóknarflokkurinn verði flokkur Jónasar frá Hriflu: hug- sjónaríkur og kraftmikill en búi um leið yfir mýkt og drengskap Stein- gríms Hermannssonar. Flokkur sem leggur áherslu á menntun al- þýðunnar, flokkur sem skammast sín ekki fyrir landbúnaðinn eða byggðirnar. Ég tel að Framsókn- arflokkurinn þurfi að leita í sínar upprunalegu lindir. Framsóknar- flokkurinn er eðlilega skilgreindur sem stjórnmálaflokkur á miðjunni en höfðar einnig til vinstri félags- hyggju. Ég vil kalla félagshyggju- fólkið heim til okkar, þá sem hafa síðustu ár leitað til Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins, og byggja upp sterkt miðjuafl sem veitir auðvaldinu á íslandi aðhald. Fram- sóknarflokkurinn á að vera stjórn- málaafl sem berst fyrir alþýðuna og litla manninn í samfélaginu sem er að verða utangátta í þessum trölla- heimum peningavaldsins." Áttu von á því að sitja aftur i ríkisstjórn? „Morgundagurinn ber alltaf eitt- hvað nýtt í skauti sér og skjótt skip- ast veður í lofti. Ég býst fastlega við því að verða í ríkisstjórn - fyrr en síðar.“

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.