blaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 40

blaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 blaðið í dag hefðu miklu fleiri farið í fangelsi Nick Leeson varð valdur að gjaldþroti eins elsta banka í heimi, Barings- banka. Hann telur að svipuð mál séu enn að koma upp í bönkum á hverjum degi en bank- arnir breiði yfir þau vegna þess að traust og viðskiptavild eru mikil- vægari en hið fjárhags- lega tjón. Leeson segir Þórði Snæ Júlíussyni frá vandræðalegasta tímabilinu í lífi sínu. Nick Leeson vill ekki meina að hann sé frægur. Hann segist frekar vera alræmdur. Leeson er enda maðurinn sem sat inni í fjögur og hálft ár fyrir eitt stærsta fjármálahneyksli sögunnar þegar vafasöm gjaldeyrisviðskipti hans í Singapúr urðu til þess að Barings-banki varð gjaldþrota árið 1995- Leeson hafði þá tapað um 8oo milljónum punda, sem var rúmlega þrisvar sinnum hærri upphæð en virði eignarsafns bankans. Bankinn var því úrskurðaður gjaldþrota eftir að hafa starfað í 233 ár. Leeson flúði frá Singapúr en var handtekinn í Þýskalandi skömmu síðar. Hann var staddur hérlendis í vikunni til að halda fyrirlestur um málið og til að velta fyrir sér hvort svona lagað geti einhvern tíma gerst aftur. Skjótur frami „Ég kem úr breskri verkamanna- stétt og gekk í góðan skóla. Ég ætl- aði í háskóla að nema lögfræði en heyrði þá af því að nokkrir skóla- félagar mínir hefðu sótt um hjá bankanum Coutts&Co áður en við lukum grunnnáminu. Ég ákvað að gera slíkt hið sama og var einn af tveimur sem voru valdir úr hópi 50 umsækjenda. Launin sem bank- inn bauð mér voru mjög svipuð því sem ég hefði getað reiknað með að þéna eftir háskólanám þannig að ég ákvað að láta slag standa. Ég vann þarna í tvö ár og naut þess mikið. Einn af viðskiptavinunum sem ég sá um var bandaríski fjárfestingar- bankinn Morgan Stanley. Þeir buðu mér vinnu sem ég tók og ég starfaði þar þangað til að ég var lokkaður yfir til Barings." Leeson hafði starfað hjá Barings við mjög góðan orðstír í nokkur ár áður en að honum bauðst að fara til Singapúr, þar sem ósköpin dundu yfir. „Ég hafði verið í Indónesíu að leysa ákveðin vandamál fyrir bank- ann. Þegar ég kom aftur til London var mér eiginlega sagt að ég gæti farið þangað sem ég vildi. Ég valdi að fara til Singapúr vegna þess að mér fannst þetta vera starf sem hent- aði mér. Annað kom svo náttúrlega í ljós líkt og sagan hefur sýnt.“ Fleiri hefðu verið dæmdir í dag Leeson var sá eini sem hlaut fangelsisdóm vegna fjármálamis- ferlisins sem leiddi til gjaldþrots Barings-bankans. I hans huga liggur ábyrgðin þó klárlega á fleiri stöðum. „Það var enginn á staðnum til að segja okkur hvað við ættum að gera þegar þessar skekkjur uppgötv- Nick Leeson Segir að það sem hann gerði sé enn að gerast í bönkum um alla heim. Þeir reyni þó mun frekar að breiða yfir slík hneyksli þar sem traust og viðskiptavild sé bönkunum mikilvægari en það fjárhagslega tjón sem þeir verða fyrir. VIÐTAL Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@bladid.net uðust hjá okkur. Ég óttaðist ekkert jafn mikið og að gera mistök þannig að til að breiða yfir þau ákvað ég að fela skekkjuna á hinum alræmda reikningi númer 88888. í kjölfarið reyndi ég að vinna tapið til baka en það hélt áfram að vinda upp á sig þangað til bankinn varð að lokum gjaldþrota. En það bera að sjálf- sögðu fleiri ábyrgð en ég.“ Leeson bendir á að málið sé eitt þeirra sem urðu til þess að laga- ramminn hefur víðast hvar breyst þannig að ábyrgð fyrirtækjanna hefur verið aukin. „Það var ekki þannig árið 1995. Þeir sem voru í kringum mig á þessum tíma eru sekir um gífurlega vanhæfni og van- rækslu. Þeir voru alls ekki starfi sinu vaxnir, ekki frekar en ég. Ef Barings- málið hefði gerst árið 2007 þá hefðu miklu fleiri farið í fangelsi." Nokkur skitin augnablik í kvikmyndinni Rogue Trader, sem var gerð eftir bók sem Leeson skrifaði um gjaldþrotið og skartaði Ewan McGregor í hlutverki hans, var atriði þar sem Leeson virtist átta sig á að allt væri farið til fjandans. Hann segist ekki hafa átt eitt slíkt andartak í raunveruleikanum, heldur nokkur. „Strax og farið var að ganga á mig með hluti sem ég gat ekki lengur falið þá vissi ég að þetta væri búið. Það fyrsta sem ég hugsaði um var að koma mér frá Singapúr vegna þess að það er síðasti staðurinn í heiminum sem ég vildi vera handtekinn á. Sin- gapúr er enda lögregluríki með mis- kunnarlausum og harkalegum stjórn- völdum. Ef þeir hefðu náð mér þar þá hefði konan mín örugglega líka verið handtekin og ég hefði getað fengið 24 ára fangelsisdóm. I stað þess fékk ég sex og hálft ár og sat inni í fjögur og hálft. Ég hugsaði því ekki um neitt annað en að koma konunni minni út úr landinu og sjálfum mér í eins góðar aðstæður og hægt var til að láta handtaka mig. Ég vonaðist til að komast til Bretlands en náði því ekki. En þetta var ekki einhver vitr- unarupplifun þar sem þetta féll allt saman heldur miklu frekar nokkur skitin augnablik þar sem ég áttaði mig á því betur og betur að ég væri að fara í fangelsi." Getur vel gerst í dag Hann telur að það sem hann gerði sé enn að gerast daglega í fjármála- fyrirtækjum út um allan heim. „Þetta getur gerst alls staðar. Þeir sem neita því eru kjánar. En bankar í dag eru miklu betur fjármagnaðir en Barings var og því ólíklegra að þeir fari á hausinn. Aðstæðurnar hjá Barings voru einstakar því þar starf- aði svo margt vanhæft og glannalegt fólk. Þar var ég vitanlega fremstur á meðal jafningja. En það á sér stað bankaflótti í þessum töluðum orðum í Bretlandi í Northern-Rock-málinu. Þar hafa við- skiptavinir misst traust sitt á bank- anum og kerfinu. Ef það getur gerst í Bretlandi þá getur það gerst á Islandi. Svona hneyksli verða ítrekað innan fjármálafyrirtækja. Munurinn er sá að í dag er reynt að breiða yfir þau. Upphæðin sem hefur tapast þarf að vera rosalega há til að málið verði gert opinbert. Það eru til bankar sem myndu fela nokkur hundruð millj- óna dala tap vegna þess að traust og viðskiptavild er bankanum mik- ilvægara en fjárhagslega tjónið sem þeir verða fyrir.“ Er alræmdur, ekki frægur Þegar Leeson er spurður hvernig Singapúr-tíminn horfi við honum í dag segir hann þetta vera vandræða- legasta tímabil lífs síns. „Ég vildi ekkert annað í lífinu á þessum árum en að njóta vel- gengni. Samt er þetta það tímabil ævi minnar sem ég náði minnstum árangri. Það er enginn í heiminum sem óskar þess heitar að þetta hefði ekki gerst. En þetta gerðist og það þjónar engum tilgangi fyrir mig að hunsa það. Þess vegna held ég áfram og vona að ég hafi lært af mistökunum sem ég gerði. Ég á þó síður von á því að fara út í verðbréfa- miðlun aftur á næstunni.” Hann telur sig þó hafa verið lán- saman að ákveðnu leyti. „Þegar ég flutti frá Englandi til Singapúr þá voru ensku dagblöðin undirlögð af fréttum. Þegar ég sneri til baka eftir fangelsisvistina þá voru sárafáar fréttir í þeim. Þau fjölluðu aðallega um frægt fólk og hvað það var að gera. Þess vegna skapaðist áhugi á mér.“ Hann vill þó ekki meina að hann sé frægur. „Ég er miklu frekar al- ræmdur. Þessar aðstæður veittu mér fullt af tækifærum sem standa fólki venjulega ekki til boða þegar það losnar úr fangelsi. Mér var til dæmis boðið starf við áhættustjórnun hjá hollensku fyrirtæki strax og ég losn- aði úr fangelsinu. En ég hef engan áhuga á því að fara aftur út í slíkt eins og er. Suma daga fékk ég tutt- ugu mismunandi tilboð um að gera eitthvað og þá þarf maður að sigta út hvað sé rétt að gera. Ég vil ekki vera í andlitinu á fólki á hverjum degi heldur mun frekar geta átt venjulegt líf með fjölskyldunni minni líka. Þess vegna reyni ég að velja úr verkefnunum.“ Sagan getur ekki verið súrrealísk Leeson hefur ferðast um allan heim til að halda fyrirlestra um það sem henti Barings-bankann árið 1995. Þegar hann er spurður hvort það sé ekki súrrealískt að vinna við að rifja upp stærstu mistök lífs síns NICKLEESON ► Varð heimsfrægur á einni nóttu þegar hann setti Bar- ings-banka, elsta banka Englands, í gjaldþrot með vafasömum gjaldeyrisvið- skiptum árið 1995. ► Hann var dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi en sat inni í fjögur og hálft ár. í fang- elsinu skrifaði hann bókina Rogue Trader um málið. Þar sigraðist hann einnig á krabbameini. ► Mánuði áður en Leeson losnaði úr fangelsi árið 1999 var frumsýnd bíó- mynd byggð á bókinni sem skartaði Ewan McGregor í hlutverki Leesons. ► í dag ferðast hann um heim- inn sem fyrirlesari til að segja sögu sína. Hann hefur gefið út kennslubók í sál- fræði og stjórnar daglegum rekstri írska knattspyrnufé- lagsins Galway United. aftur og aftur segir hann svo ekki vera. „Er ekki mun súrrealískara að fylgjast með blaðamönnum í Bret- landi sem sjá sér farboða með því að skrifa um það sem aðrir gera? Þar eru ekki lengur sagðar fréttir heldur snýst allt um síðasta skiptið sem Britney Spears steig nærbuxnalaus inn í bíl. Það eru allskonar tækifæri sem standa manni til boða í lífinu, en þau eru ekki endalaus. Þess vegna þarf ég að velja eitthvert þeirra sem tryggir mér stöðugar tekjur og sér fyrir fjölskyldunni minni. Og ég er sáttur við það sem ég er að gera. Ég hafði fjögur og hálft ár í fangaklefa til að hugsa um það sem ég gerði og er því ekki í neinum vandræðum með að halda fyrirlestra um það. Þetta gerðist og er því hluti af sög- unni. Og sagan getur aldrei verið súrrealísk."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.