blaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 42

blaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 blaöió LIFSSTILLMATUR matur@bladid.nel Við sýnum dæmi um hvernig búa má til forvitnilega rétti úr íslensku hráefni sem byggjast kannski líka á framandi hefðum. Þannig erum við á vissan hátt að tengja framandi matargerð við gömlu íslensku hefðina. Ýsan vinsælust Af öllum fisktegundum eru íslendingar hrifnastir af ýsu samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar Matís á þeim upplýs- ingum sem fyrir liggja um fisk- neyslu landsmanna. Á meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er að fiskneysla eldra fólks er ^ meiri en þeirra yngri og að eldri aldurshópurinn borðar einnig fjölbreyttara úrval fisktegunda og -afurða en þeir yngri. Nokkur raunur virðist einnig vera á fisk- neyslu höfuðborgarbúa annars vegar og landsbyggðarfólks hins vegar, bæði hvað varðar tíðni fiskneyslu og þær fiskafurðir sem borðaðareru. Villibráðardagar á Domo Villibráðardögum á veitinga- staðnum Domo lýkur í kvöld. Þar sýna matreiðslumenn staðarins nýjar hliðar á villibráðinni eins og þeim er einum lagið. Á mat- seðlinum má meðal annars finna hreindýr, gæs, akurhænu, dádýr og ferskan fisk og munu vínþjónar staðarins bjóða upp á vín við hæfi. Þeir sem missa af veislunni geta huggað sig við það að villibráðar- dagar verða endurteknir 26.-29. september og 3.-6. október. Villibráðardagar eru liður í sérstökum þemadögum á Domo en þá bregða matreiðslumenn út af vananum og brydda upp á skemmtilegum nýjungum. Norðurlandamót kaffibarþjóna íslenskir kaffibarþjónar etja kappi við norræna starfsbræður sína þessa dagana en um helgina fer fram Norðurlandamót kaffi- barþjóna í Gautaborg í Svíþjóð. íslenska liðið er skipað núverandi íslandsmeistara, Ingibjörgu Jónu Sigurðardóttur frá Kaffi- tári, Árna Ragnarssyni, Jóninu S. Tryggvadóttur og Elfu Dröfn Stef- ánsdóttur frá Te og kaffi. Þjálfari er Njáll Björgvinsson sem einnig starfar hjá Te og kaffi. Þá er einn af dómurum mótsins Sonja Grant frá Kaffitári en auk þess að vera dómari hlaut hún titilinn besti þjálfari Evrópu árið 2007. OSKAST Góð laun í boði fyrir duglegt fólk Laun árangurstengd Blaðið óskar eftir duglegum, metnaðarfullum og kraftmiklum sölumönnum til starfa á auglýsingadeild Blaðsins sem fyrst. Við leitum að fólki með frumkvæði, ódrepandi áhuga, vilja og getu til að vinna í krefjandi og erilsömu umhverfi og hressleikann að leiðarljósi. Umsóknir sendist á steini@bladid.net mfim Fundur um nýtingu íslenskra villijurta íslensk matarhefð og erlendir straumar íslensk matarhefð býður upp á ýmsa möguleika og henni má til dæmis blanda saman við erlenda tískustrauma í matreiðslu á spennandi og forvitni- legan hátt. Eftir Einar Örn Jónsson einar.jonsson@bladid.net Ýmsar íslenskar villijurtir má nýta til manneldis og eru möguleik- arnir án efa fleiri en margur gerir sér grein fyrir. Félagið Matur-Saga- Menning heldur fræðslufund um íslenskar villijurtir til manneldis í næstuvikuþarsemvalinkunnirgras- nytjungar munu ausa af brunnum visku sinnar og þekkingar. Þeir halda stutt erindi um fjölbreyttar grasnytjar og síðan verður gestum boðið að sjá og bragða á margvís- legum jarðargróða sem fyrrum var almennur kostur en hefur í flestum tilvikum vikið fyrir nýstárlegri mat. Einnig verður komið inn á hvernig blanda má saman gömlum hefðum við nýrri strauma í matargerð. íslensk hefð og erlend „Þeir sem flytja erindi hafa sér- staklega lagt sig eftir því að tengja íslensku matararfleifðina við það sem er að gerast í tískustraumum i mat og matargerð og útlenskar mat- arhefðir," segir Ingólfur Guðnason, einn aðstandenda fræðslukvöldsins. „Við sýnum dæmi um hvernig búa má til forvitnilega rétti úr íslensku hráefni sem byggjast kannski líka á framandi hefðum. Þannig erum við á vissan hátt að tengja framandi mat- argerð við gömlu íslensku hefðina,“ segir Ingólfur. Islenskar villijurtir bjóða upp á marga möguleika og það er synd að það skuli ekki vera hægt að nota þær nema kannski í örfáar vikur á ári,“ segir Ingólfur og bendir á að til séu ýmsar geymsluaðferðir sem fólk geti nýtt sér svo sem frysting og þurrkun. Það getur sérstaklega komið sér vel þegar fólk situr uppi með mikið af berjum, sveppum og öðrum jarðar- gróðri líkt og nú um stundir. Úr miklu að moða „Eftir þetta einstaka veður sem hefur verið þá er meira af öllum berjum og jarðargróðri en nokkur dæmi eru um. Það er úr óvenju- Drykkjarföng ur íslensku hráefni Hann es Lárusson er áhugamaður um bruggun og víngerð úr íslensku hráefni. Hann verður meðal fyrirlesara á fræðslufundi félagsins Matur-Saga-Menning I næstu viku. erri Vilhelms Höfundur Ætigarðsins Hild- ur Hákonardóttir, höfundur bókarinnar Ætigarðsins, fjallar um söl og nýtingu þeirra. Mynd/Kristinn Ingvarsson miklu að moða. Fólk sem hefur farið til berja talar um að það hafi aldrei séð jafnmikið.“ Að mati Ingólfs er áhugi á gamalli íslenskri matarhefð að aukast, ekki síst áhugi á nýtingu villigróðurs. „Það er liður í starfsemi félagsins Matur-Saga-Menning að vekja at- hygli á þessari arfleifð okkar. Við erum að reyna að auka áhugann enn frekar. Það er ákveðin hætta á að þekking á gömlum jurtanytjum og matarháttum glatist. Það er liður í stefnu félagsins að koma í veg fyrir það,“ segir hann. Fjölbreytt erindi Fyrirlesarar á fræðslufundinum eru Hannes Lárusson, Hildur Hákon- ardóttir, Guðrún Hallgrímsdóttir og Guðfinnur Jakobsson en þau hafa öll lagt stund á varðveislu og endur- nýjun hinnar fornu íslensku matar- hefðar, hvert með sínum hætti. MATUR-SAGA-MENNING Hlutverk félagsins er að efla þekkingu á íslenskum mat og vekja áhuga á þeim menningararfi sem felst I þjóðlegum matarhefðum. Markmið félagsins er að kynna gildi íslenskrar mat- arhefðar. Félagið mun meðal annars kynna framleiðslu á matvæl- um og þjóðlegum réttum frá mismunandi tímum og áhöld, gripi og annað sem mótaði íslenska matarhefð. Félagið mun efna til sýn- inga, kynninga og fræðslu- funda um íslenskan mat. Hannes Lárusson mun fjalla um ís- lensk drykkjarföng og hvernig hægt er að nota íslenskar jurtir við gerð þeirra, meðal annars við bruggun. Hildur Hákonardóttir kynnir sölvatekju sem hún stundar sjálf af kappi og nytjar þeirrar fornfrægu nytjajurtar. Guðrún Hallgrímsdóttir kynnir íslensk ber og sveppatínslu sem hún þekkir af langri reynslu. Ætlunin er að hafa til sýnis sem flestar berjateg- undir úr íslenskri náttúru sem nýtast til sultu- og saftvinnslu eða annarrar matargerðar. Að siðustu mun Guðfinnur Jakobs- son fræða gesti um fjallagrös, öflun þeirra og nytjar. Fundurinn fer fram í Grandagarði 8 (gegnt gömlu verbúðunum) mið- vikudagskvöldið 26. september kl. 20:30. Fundurinn er öllum opinn og er aðgangur ókeypis. Uppskeruhátíð býflugnabænda Uppskeruhátíð býflugnabænda verður haldin í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum sunnudaginn 23. september milli kl. 14 og 16 í veitingatjaldi garðsins. Býflugna- bændur af sunnanverðu landinu kynna býflugnarækt og koma með sýnishorn af uppskeru sumarsins. Þeir munu gefa gestum að smakka eigin framleiðslu af hunangi sem verður slengt beint úr búinu á staðnum. Einnig verður takmarkað magn íslensks hunangs til sölu. Sýndar verða lifandi býflugur í sýn- ingarbúri og að auki gefst gestum tækifæri til að skoða og fræðast um býflugnabúið í garðinum. Kynnt verður efnið bývax og ýmis útbúnaður sýndur. Sú hefð hefur myndast að Kvenfélagasamband ís- lands haldi sultukynningu á sama tíma og að þessu sinni munu konur úr Kvenfélaginu Hvöt í Sandgerði koma með sultur sínar og kerti. Hægt verður að bragða á afrakstri haustsins og uppskriftum dreift til gesta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.