blaðið

Ulloq

blaðið - 22.09.2007, Qupperneq 48

blaðið - 22.09.2007, Qupperneq 48
48 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 blaðiö ORÐLAUSLÍFIÐ ordlaus@biadid.net Eiturlyfjaneysla á ekki að vera manns aðalsmerki. Þau eru varla þekkt fyrir neitt annað en að vera dópistar. Amy Winehouse og Pete Doherty líkt við Vicious Pönkarinn Johnny Rotten sem gerði garðinn frægan með hljóm- sveitinni Sex Pistols segir að Pete Doherty og Amy Winehouse minni sig á félaga sinn heitinn, Sid Vicious, sem lést af of stórum skammti eiturlyfja eftir að hafa myrt kærustu sína árið 1979. Rotten segir bæði Doherty og Winehouse vera að deyja hægum, kvalafullum dauðdaga. „Sumir geta bara ekki notað eiturlyf einstaka sinnum og sleppt því að gorta sig af því. Eiturlyfjaneysla á ekki að vera manns aðalsmerki. Þau eru varla þekkt fyrir neitt annað en að vera dópistar. Það er eins og það sé ekkert í hausnum á þeim. Eru þau ekkert að hugsa? Þeim líður greinilega ekki vel og þess vegna snúa þau sér að dóp- inu. Það gerðist með Sid. Hegðun þeirra bendir til þess að þau séu stöðugt að kalla á hjálp.“ ♦ Bútasaumsef ni ♦ Saumavélar ♦ Nómskeið JANOME www.bot.is Saumahelgar III Örfá sæti Iaus 12.-14. Október. Skráðu þig strax í síma 894-7979. Kennsla, matur, gisting og frábœr fé/agsskapur Höfum opnað í Reykjavík Kleppsmýrarvegi 8 Reykjavík Eyrarvegi 2a Selfossi Símar: 533-5880 /482-4241 Blái liturinn ryður sér til rúms Blómstra í bláu Ef marka má stjörnur heimsins í dag virðist blái liturinn ætla að verða með þeim vinsælli næstu misserin. Það eru gömul sann- indi og ný að stjörnurnar leggja línurnar þegar kemur að heitustu tískustraumunum og því er ljóst að bláu flíkurnar ættu að eiga vinninginn í næstu verslunarferð. Það er um að gera að láta hug- myndaflugið reika og nota hinar ýmsu útfærslur af dressi þar sem blái liturinn kemur við sögu. hþ Keira Knightley Leikkonan Keira Knightley, tók sig vel út í bláum kjól á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Michelle Pfeiffer Kvikmyndaleikkonan Michelle Pfeiffer var í flottum dökkbláum kjól á frumsýningu myndarinnar Stardust. Joss Stone Söngkonan Joss Stone var I sérstökum bláum kjól á góðgerðatónleik- um í síðustu viku. America Ferrera Nýstirnið America Ferr- era var áberandi í bláum kjól þegar hún tók við Emmy-verðlaununum á dögunum. Julia Stiles íslandsvinkonan Julia Stiles maetti í dökkbláum kjól á frumsýningu The Bourne Ultimatum i London. Tilbodid gildir í verslunum Lyfju, Lyf & heilsu, Lyfjavals og smásöluverslunum um land allt Veglegur kaupauki fylgir öllum keyptum vörum frá Levante út september! Gildir á Dior-jakkaföt Dior-jakkaföt, peysur og gallabuxur fást í Liborius. Litirnir eru dökk- ir, steingráir og svartir. Bindin eru mjó og rokkaraleg. Nýja Dior-linan Annað yfirbragð er á linu Aasche fyrir tískuhús Dior. Rokkið er farið. En djarfari framsetningu má varla finna í öðrum tískuhúsum og fróðlegt að sjá hvaða Hollywoodstjörnur taka von Aasche upp á arma sína. Loksins Dior- drengir í Reykjavík Hvers vegna hafa ungar konur í Reykjavík verið beittar því misrétti að hafa ekki fengið að njóta þess að horfa á karlmenn borgarinnar fram- reidda í dýrindis Dior-jakkafötum fyrr en nú? Hvað um það. Loksins geta ungir karlmenn diorað sig í Reykjavík en Jóhann Meunier, versl- unarstjóri Liborius á Laugavegi, sá aumur á kvenmönnum og býður upp á Dior fyrir karlmenn. Hedi Slimane, fyrrum hönnuður Dior, hefur sagt skilið við tískuhúsið og starfar nú sem ljósmyndari og listamaður i London þar sem hann tekur myndir af slömmliðinu i London, þar á meðal Pete Doherty. Nú hefur Kris van Aasche tekið við tískuhúsi Dior. Van Aasche nam tískufræðin í Antwerpen þar sem ótrúlegar tískuvörpur hafa fæðst og litað tískuheiminn sterkum litum. Þar á meðal Walter Van Beirendonck, Ann Demeul- emeester, Dries van Noten, Dirk Van Saene, Dirk Bikkembergs og Marina Yee. Dior-stællinn fyrir árið 2008 er allur annar. Mýkri og menntaðri ef svo má taka til orða. Meðan hönnuðir horfa til þriðja og fjórða áratugarins ber hönnun Aasche keim af tískustraumum er ríktu um aldamótin síðustu í bland við rokk- og óperuyfirbragð.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.