Orðlaus - 01.07.2005, Side 17

Orðlaus - 01.07.2005, Side 17
„Ég hef ekki hugmynd um það, þú verður bara að spyrja aðstandend- urna. Þeim fannst það greinilega góð hugmynd. Ég hef unnið svona klassík áður, en ekki gert mikið að því. í september kemur út sinfón- íuverkið mitt sem Þórir Baldursson útsetti og var flutt fyrir nokkru síðan. Ég fer einmitt út eftir tvær vikur til þess að taka það upp með sinfóníuhljómsveit Búlgaríu. Ég hef bara gengið frá útgáfumálum varðandi það stykki í Frakklandi, en á von á því að það muni jafnvel koma út hér líka." -Þú ert greinilega fær á ansi mörgum vígstöðvum. Hvernig kom til að þú ákvaðst að vinna tvær plötur með Bubba Mort- hens ? Og hvernig varsamstarf- ið? „Hann bað mig um það. Og ég gat ekki sagt nei. Þegar Bubbi Mort- hens biður þig um að vinna með sér segirðu ekki nei, það er bara svoleiðis. Samstarfið sjálft var svo frábært, Bubbi er eðalmaður. Við hittumst öðru hverju yf- ir langt tímabil en tókum síðan góða törn fyrir rest. Yfirleitt fór þetta þann- ig fram að hann kom með kassa- gítarinn og spilaði tiltekið lag, svo bætti ég ofan á það hljóðfærum, fékk tónlistarmenn til að leika undir. og gerði tilraunir með. Ég er titlaður útsetjari á plötunum, „producer" heitir það á ensku. Gæti ég hugsað mér að vinna með honum aftur? Bókað," segir Barði. Hann er enginn gasprari eða spjátr- ungur, Barði. Talar heldur lítið og virðist jafnvel halda aftur af sér. Að kúpla sig út úr ábyrgðarstörfum Að sögn Barða er hljómsveitin Bang Gang, hans aðal-verkefni síð- ustu árin, enn í fullum gangi þrátt fyrir urmul annarra sem hljóta þó að taka sinn tíma. „Hljómsveitin er búin að vera aðeins til baka upp á síðkastið, en við erum bráðlega að fara spila í Japan og á festivali í Frakklandi. Védís Hervör mun syngja með mér þar. Platan [Somet- hing Wrong] kom út núna í síðasta mánuði í Bretlandi og er væntan- leg í Japan bráðlega. Henni hefur að mér vitandi verið vel tekið, ég hef verið að fá góða dóma í öll- um blöðunum sem skipta máli." Þrátt fyrir að þessi verkefnaskrá kunni að gefa til kynna talsverða velgengni Bang Gang segir hann hljómsveitina ekki hafa slegið í gegn að ráði. „í Frakklandi er ég ekkertþekktur, bransafólkog mús- íkblaðamenn vita helst hver ég er, en andlitið á mér vekur enga sér- staka athygli og þetta er ekkert mjög kommersjal dæmi. Ég held að síðasta plata hafi selst í um 15.000 eintökum þar." -Stundarskráin þín virðist engu að síður talsvert þétt skipuð. Hvernig er dæmigerð- ur dagur hjá Barða? Er mikið álag á þér? „Ég vakna yfirleitt í kringum níu á morgnana og stússast kannski í sem nemur venjulegum vinnudegi fólks. Að því loknu geri ég músík. Ég er eiginlega alltaf bara heima og hitti sjaldan fólk. Þetta er búið að vera mjög gaman, en er núna farið að vera svolítið erfitt því það er alltaf meira og meira... þetta vindur bara upp á sig. Maður þarf stundum að kúpla sig út úr ábyrgð- arstörfunum - svara alls kyns fólki um hitt og þetta, gera alla skap- aða hluti - stundum neyðist ég til að setja það á pásu í smátíma. Vera leiðinlegur og láta skilaboð liggja ósvöruð. En það er sjald- gæft, ég er mjög skipulagður og ef eitthvað þarf að gerast, þá er það gert." Fólk verður bara að þola það -Ertu farinn að ieggja drög að næstu Bang Gang plötu? Hvernig verður söngmálum á henni háttað? „í ágúst er ég búinn að bóka mig í að leikstýra tveimur myndbönd- um, með Bubba og Cynic Guru. Þegar því er lokið mun ég hefja vinnu við nýja plötu. Ég ætla að syngja þessa plötu sjálfur, það verða engir gestasöngvarar utan þess að Keren Ann syngur eitt lag. Fólk verður bara að þola það. Það er frekar nýtilkomið að ég syngi, ég hef yfirleitt eitthvað muldrað í lögunum okkar en á síðustu plötu söng ég talsvert. Það átti ekkert að verða svoleiðis, ég gerði nokk- ur demó sem ég söng inn á og í kjölfarið þröngvaði útgáfan mín mér til að syngja meira. Verður tónlistin betri með mig að syngja? Þetta verður ekkert betra svona: ég hef aldrei litið á mig sem söngv- ara. Ég get samt alveg gert það. Ef það þarf að gera eitthvað, þá er það bara gert." Týnda kynslóðin Tal okkar beinist að íslenskri tón- list og ástandi hennar. „Sumt gott, sumt vont," segir hann, en lætur fátt annað uppi. Hvað varðar ástand íslensks tónlistarlífs seg- ir Barði að sér þyki vanta kyn- slóð í íslenskt tónlistarlíf. „Sú sem er fædd í kringum '80-'82. Hvaða tónlistar- fólk á þessum aldri er að gera ein- hverja músík, það vantar bara allt þarna? Hvarer þettafólk?Mérsýn- ist yngra liðið, þeir sem eru núna á aldrinum 18-20 ára, vera að koma inn með eitthvað skemmtilegt, en hjá kynslóðinni á undan hef ég ekki tekið eftir neinu." Hann ber þessa týndu kynslóð við sína eig- in, „þar var fullt af frambærileg- um hljómsveitum. Sjáðu til dæmis Popp í Reykjavík myndina, þar eru Mínus [í græðlingaformi reyndar, sem Spitsignj, Quarashi, allt þetta sem var þá í gangi og er enn. Við Sölvi Blöndal og Henrik úr Singa- pore Sling útskrifuðumst saman, vorum þrír í árgangi. Það mætti taka mun fleiri dæmi." Barði ger- ir það þó ekki, svo næsta spurning kemst fljótt á dagskrá. -Hvaða tónlistarfólki dreymir þig helst um að vinna með? Sú [kynslóð] sem er fædd í kring- um '80-'82. Hvaða tónlistarfólk á þessum aldri er að gera ein- hverja músík? Það vantar bara allt þarna, hvar er þetta fólk? NIVEA KREM GELgefur hárgreiðslu þinni öruggt hald án þess að verða stíft og er mjúkt viðkomu meðan það er sett í. Hið nýstárlega NIVEA CREAM GELbygg- ir sveigjanlega umgjörð um hvert hár sem gefur því sveigjanleika og held- ur greiðslunni án þess að hárið verði stíft. Pant- henol og B3 vítamín viðhalda rakajafnvægi hársins og koma í veg fyrir að það þorni. Notkun: Mótaðu og endurmótaðu hárið hvenær sem þú vilt með litlu magni í þurrt eða rakt hárið. 2004 Tónlist fyrir myndina And Bjork of Course. Frumsamin tónlist við kvikmynd- ina HAXAN. Frumflutt á tónleik- um í „Forum des images" í París sýnt á sjónvarpsstöðinni Cine Ci- nema. Tónleikar á ýmsum tónlistarhátíð- um í Evrópu með Bang Gang svo sem Les Nuits Botanique í Belgíu, Montreux í Sviss, Arezzo Wave festival á Italíu og Palermo Ov- erground festival á Sikiley. Frumflutningur á tónlist og stutt- myndinni Red Death í Centre Pompidou í París. Tónlist við heimildarmyndina Islenska Sveitin sem sýnd var á STÖÐ 2. 2005 Þátttaka í samsýningunni Dress- ing ourselves í Triennale í Mil- anó. Höfundur og þátttaka I útsend- ingu á verkinu HAXAN fyrir Sin- fóníuhljómsveit íslands Stýrði upptökum á tveimur plöt- um Bubba Morthens, Ást og I 6 skrefa fjarlægð frá paradís. NIVEA hárvörurnar - Þegar þú vilt að greiðslan haldist og að hárið sé þægilegt viðkomu. Þessi var hentar vel stuttu og axlarsíðu hári.

x

Orðlaus

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.